Met slegið á Austfjörðum

Vel var tekið á móti Blængi NK og áhöfn hans …
Vel var tekið á móti Blængi NK og áhöfn hans við komuna til hafnar í Neskaupstað í morgun. Ljósmynd/Hákon Ernuson

Frystitogari Síldarvinnslunnar á Neskaupstað, Blængur NK, kom til hafnar úr Barentshafinu í morgun, en þangað hélt það til veiða frá Neskaupstað 3. júní og hóf veiðar 8. júní.

Blængur var 29 daga á veiðum og var aflinn 1.421 tonn upp úr sjó og þar af 1.290 tonn af þorski. Aflaverðmætið mun vera um 500 milljónir, sem er mesta aflaverðmæti austfirsks skips í einni veiðiferð hingað til, að því er segir í tilkynningu frá Síldarvinnslunni.

Bjarni Ólafur Hjálmarsson skipstjóri segir áhöfnina bæði glaða og þreytta eftir veiðiferðina. „Það er ekki annað hægt að segja en að veiðiferðin hafi gengið einstaklega vel. Það var góð veiði frá fyrsta kasti og vinnslan gekk með miklum ágætum frá upphafi til enda. Fiskurinn sem fékkst var líka stór og góður. Við vorum allan tímann að veiðum norður af Múrmansk, 5-20 mílur frá 12 mílna línunni.“

„Lengst af voru íslensku skipin þarna sex talsins og var ákaflega gott samstarf á milli þeirra. Menn voru í góðu sambandi og hjálpuðust að. Síðustu dagana vorum við hins vegar eina íslenska skipið á miðunum. Þessi góða veiði er afskaplega ánægjuleg  en í fyrra gekk ekki svona vel á þessum miðum um þetta leyti árs. Veiðin núna er í reyndinni sú besta í mörg ár á þessum árstíma og við komum því í heimahöfn glaðir og hressir,“ segir Bjarni Ólafur.

Vel var tekið á móti áhöfn Blængs við heimkomuna í morgun, en þar var meðal annars boðið upp á tertu. Gert er ráð fyrir að Blængur haldi til veiða á ný á miðvikudaginn í næstu viku, en verður þá fiskað á miðum við Ísland.

Bjarni Ólafur skipstjóri gæðir sér á tertunni.
Bjarni Ólafur skipstjóri gæðir sér á tertunni. Ljósmynd/Smári Geirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »