HB Grandi styrkir stöðu sína í Asíu

Kaupverðið samsvarar alls 31,1 milljón evra fyrir allt hlutafé allra ...
Kaupverðið samsvarar alls 31,1 milljón evra fyrir allt hlutafé allra félaganna. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

HB Grandi hefur gert Útgerðarfélagi Reykjavíkur tilboð um kaup á öllu hlutafé í sölufélögum í Japan, Hong Kong og á meginlandi Kína, sem og á þjónustufélagi á Íslandi sem tengist framangreindum félögum. 

Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur samþykkt kauptilboðið og félögin undirritað kaupsamninga, en öll hin keyptu félög eru í fullri eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem er þannig seljandinn í málinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá HB Granda vegna málsins.

Kaupverðið samsvarar alls 31,1 milljón evra fyrir allt hlutafé allra félaganna, en kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki stjórna HB Granda og Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem og samþykkt hluthafafundar HB Granda, en fyrirhugað er að kaupverðið verði greitt með útgáfu tæplega 134 milljóna nýrra hluta í HB Granda til Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem verður þannig eigandi samtals 42,31% heildarhlutafjár í HB Granda.

Unnin verður áreiðanleikakönnun á hinum keyptu félögum og skýrsla um kaupin samkvæmt lögum um viðskipti tengdra aðila og verður hún kynnt hluthöfum með fundarboði. Er tilgangur kaupanna að styrkja stöðu HB Granda og sjávarútvegs á Íslandi á mikilvægum og vaxandi mörkuðum í Asíu, að því er fram kemur í tilkynningu.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.7.19 309,31 kr/kg
Þorskur, slægður 19.7.19 364,97 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.7.19 309,01 kr/kg
Ýsa, slægð 19.7.19 126,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.7.19 108,88 kr/kg
Ufsi, slægður 19.7.19 144,08 kr/kg
Djúpkarfi 12.7.19 14,00 kr/kg
Gullkarfi 19.7.19 294,49 kr/kg
Litli karfi 25.6.19 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.7.19 184,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.7.19 Litlanes ÞH-003 Handfæri
Karfi / Gullkarfi 130 kg
Ufsi 80 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 214 kg
21.7.19 Indriði Kristins BA-751 Lína
Steinbítur 3.816 kg
Ýsa 3.380 kg
Þorskur 662 kg
Langa 20 kg
Skarkoli 11 kg
Karfi / Gullkarfi 7 kg
Samtals 7.896 kg
21.7.19 Bíldsey SH-065 Lína
Þorskur 1.092 kg
Hlýri 317 kg
Karfi / Gullkarfi 131 kg
Ýsa 59 kg
Keila 56 kg
Steinbítur 26 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 1.701 kg

Skoða allar landanir »