Skipum fjölgar á makrílslóð

Tekið á móti Víkingi AK 100.
Tekið á móti Víkingi AK 100. mbl.is/Styrmir Kári

Skipum er að fjölga á makrílmiðunum suður af Vestmannaeyjum þessa dagana. Dagamunur er á veiðinni, góður afli hefur fengist suma daga en slakur aðra. Það ræðst nokkuð af veðrinu.

„Við komum í gær en það var hálfgerð bræla. Við köstuðum seinnipartinn og drógum undan veðrinu. Fengum um 160 tonn og síðan hefur lítið verið,“ sagði Hjalti Einarsson, skipstjóri á Víkingi AK, síðdegis í gær. Hitt uppsjávarskip HB Granda fór fyrr til veiða og var í gær að landa fyrsta aflanum í frystihús fyrirtækisins á Vopnafirði.

Huginn VE fór fyrstur til makrílveiða á miðunum suður af Eyjum, fyrir um hálfum mánuði, og skip Vinnslustöðvarinnar Kap VE og Ísleifur VE, hafa einnig stundað veiðarnar. Uppsjávarfrystihús Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur verið starfandi frá 1. júlí og unnið afla af þessum þremur skipum.

„Þetta hefur gengið vel. Veiðin hefur verið upp og ofan, ræðst mikið af veðrinu. Það hafa komið góðir kaflar. Makríllinn virðist vera að tínast inn á svæðið,“ segir Sindri Viðarsson, yfirmaður uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.7.19 341,01 kr/kg
Þorskur, slægður 18.7.19 336,53 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.7.19 293,56 kr/kg
Ýsa, slægð 18.7.19 129,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.7.19 100,18 kr/kg
Ufsi, slægður 18.7.19 132,89 kr/kg
Djúpkarfi 12.7.19 14,00 kr/kg
Gullkarfi 18.7.19 293,30 kr/kg
Litli karfi 25.6.19 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.7.19 184,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.7.19 Darri SU-006 Handfæri
Þorskur 158 kg
Samtals 158 kg
18.7.19 Rá SH-308 Grásleppunet
Grásleppa 1.779 kg
Samtals 1.779 kg
18.7.19 Sæúlfur NS-038 Handfæri
Ufsi 1.722 kg
Þorskur 432 kg
Ýsa 2 kg
Samtals 2.156 kg
18.7.19 Arnór Sigurðsson ÍS-200 Handfæri
Þorskur 813 kg
Samtals 813 kg
18.7.19 Smári ÓF-020 Handfæri
Þorskur 749 kg
Samtals 749 kg

Skoða allar landanir »