Skipin tvö gerð klár fyrir eigendaskiptin

Áskell EA 748 og Vörður EA 748 í Slippnum í ...
Áskell EA 748 og Vörður EA 748 í Slippnum í Reykjavík. mbl.is/sisi

Togskip Gjögurs hf. á Grenivík, Áskell EA 748 og Vörður EA 748, eru nú í Slippnum í Reykjavík. Er unnið að því að pússa og mála skipin áður en þau verða afhent nýjum eiganda, FISK á Sauðárkróki, fyrir mánaðarlokin.

Fisk Seafood á Sauðárkróki gekk frá kaupum á skipunum tveimur í lok árs 2018. Skipin voru seld án kvóta en í sérstökum viðskiptum með aflaheimildir keypti Fisk Seafood af Gjögri tæplega 350 tonna kvóta í ufsa og 245 tonn í djúpkarfa auk heimilda í fleiri tegundum. Verðmæti viðskiptanna miðað við þáverandi gengisskráningu var tæplega 1,7 milljarðar króna.

Gjögur hf. á Grenivík er að láta smíða tvö ný togskip í stað hinna fyrri sem nú hafa verið seld. Fjögur útgerðarfélög sömdu við VARD í Noregi um smíði sjö skipa. Það voru auk Gjögurs Bergur-Huginn(Síldarvinnslan) í Vestmannaeyjum, Skinney-Þinganes á Hornafirði og Samherji á Akureyri. Vörður, sem er fyrra skip Gjögurs, er væntanlegur í september. Nokkur skipanna voru smíðuð að hluta í Víetnam. sisi@mbl.is

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.8.19 358,61 kr/kg
Þorskur, slægður 21.8.19 378,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.8.19 258,91 kr/kg
Ýsa, slægð 21.8.19 284,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.8.19 121,34 kr/kg
Ufsi, slægður 20.8.19 150,69 kr/kg
Djúpkarfi 8.8.19 204,00 kr/kg
Gullkarfi 20.8.19 205,01 kr/kg
Litli karfi 15.8.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 8.8.19 300,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.8.19 Hólmi NS-056 Handfæri
Þorskur 746 kg
Samtals 746 kg
21.8.19 Tóti NS-036 Handfæri
Þorskur 679 kg
Samtals 679 kg
21.8.19 Helga Sæm ÞH-070 Handfæri
Þorskur 615 kg
Karfi / Gullkarfi 5 kg
Samtals 620 kg
21.8.19 Jóhanna G ÍS-056 Handfæri
Þorskur 447 kg
Samtals 447 kg
21.8.19 Glaumur NS-101 Handfæri
Þorskur 809 kg
Samtals 809 kg

Skoða allar landanir »