Þróa nýtt öryggistæki fyrir báta

Karl Birgir til hægri, ásamt Huld Magnúsdóttur og þeim Magnúsi …
Karl Birgir til hægri, ásamt Huld Magnúsdóttur og þeim Magnúsi og Birni. Stefnt er á Noregsmarkað fyrst um sinn.

Hefring nefnist nýtt fyrirtæki sem hyggst miðla upplýsingum í rauntíma til skipstjóra um þá þyngdarkrafta sem skip þeirra eru undirorpin á hafi úti.

Fyrirtækið Hefring ehf. hefur gengið frá samkomulagi við Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins um fjármögnun og mun sjóðurinn eignast tæplega fjórðungshlut í félaginu. Frá þessu var greint á vef 200 mílna á mánudag, en Hefring þróar lausnir sem stefna að því að auka öryggi sjófarenda og veita bátaeigendum betri yfirsýn yfir meðferð báta.

Karl Birgir Björnsson, framkvæmdastjóri Hefringar, segir í samtali við 200 mílur að rekja megi uppruna fyrirtækisins til þess þegar hann og Björn Jónsson störfuðu fyrir bátasmíðastöðina Rafnar, þar sem þeir tóku þátt í að rannsaka bátsskrokkana sem þá voru í þróun.

„Með okkur í því var Magnús Þór Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands,“ segir Karl og bætir við að rannsóknir þeirra hafi leitt í ljós margt sem áður var á huldu.

Búnaðurinn á að geta gefið skipstjórum upplýsingar um skipið í …
Búnaðurinn á að geta gefið skipstjórum upplýsingar um skipið í rauntíma.

Mælingar upp á 4-5 g

„Þær sýndu okkur mjög mikið um hegðun þeirra báta, sem við notuðum til samanburðar við bát Rafnars, sem fólk almennt vissi ekki. Hversu mikill þyngdarkrafturinn væri þegar bátarnir lentu á hverri öldunni á eftir annarri og um leið hversu mikil áhrif hann hefur á mannslíkamann.“

Sem dæmi bendir Karl á þá þyngdarhröðun sem yfirleitt er á yfirborði jarðar, eða um 9,8 m/s2, en sú stærð er oft táknuð með bókstafnum g. „Meðalmaður getur þolað um það bil eitt g til viðbótar, umfram þyngdarhröðun jarðar, í um tíu mínútur samkvæmt stöðlum Evrópusambandsins,“ segir hann.

„Við vorum að sjá þarna mælingar upp á fjögur eða fimm g,“ segir hann. „Vel að merkja í samanburðarbátunum, ekki í bátum Rafnars. Og gögnin úr frumgerðum Hefringar hafa sýnt svipaðar niðurstöður.“

Hægt að ráða í aðstæðurnar

Á svipuðum tíma hafa verið til umræðu tíð slys farþega um borð í hvalaskoðunarbátum hér við land.

„Við tengdum strax við það að þessir kraftar sem við vorum þarna að sjá svart á hvítu væru klárlega orsökin að mörgum þessara slysa. Okkur kom þá til hugar að gagnlegt gæti verið fyrir skipstjóra þessara báta að geta séð upplýsingar um þessa krafta í rauntíma. Og ekki síður að geta gefið einhvers konar spágildi, þar sem hægt er að horfa á aðstæður og meta út frá því hvað sé líklegt til að gerast þegar út í þær er komið, áður en haldið er af stað.“

Ítarlegri umfjöllun er að finna í ViðskiptaMogganum, sem fylgdi Morgunblaðinu í gær.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.21 335,52 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.21 312,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.21 335,40 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.21 277,14 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.21 140,47 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.21 169,22 kr/kg
Djúpkarfi 19.1.21 125,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.21 175,93 kr/kg
Litli karfi 8.1.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.1.21 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.21 Áki Í Brekku SU-760 Lína
Þorskur 4.939 kg
Samtals 4.939 kg
19.1.21 Daðey GK-777 Lína
Ýsa 2.006 kg
Þorskur 1.674 kg
Samtals 3.680 kg
19.1.21 Sævík GK-757 Lína
Þorskur 4.846 kg
Ýsa 210 kg
Samtals 5.056 kg
19.1.21 Vestmannaey VE-054 Botnvarpa
Ýsa 25.220 kg
Ufsi 24.909 kg
Þorskur 7.540 kg
Karfi / Gullkarfi 1.861 kg
Lúða 126 kg
Samtals 59.656 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.21 335,52 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.21 312,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.21 335,40 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.21 277,14 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.21 140,47 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.21 169,22 kr/kg
Djúpkarfi 19.1.21 125,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.21 175,93 kr/kg
Litli karfi 8.1.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.1.21 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.21 Áki Í Brekku SU-760 Lína
Þorskur 4.939 kg
Samtals 4.939 kg
19.1.21 Daðey GK-777 Lína
Ýsa 2.006 kg
Þorskur 1.674 kg
Samtals 3.680 kg
19.1.21 Sævík GK-757 Lína
Þorskur 4.846 kg
Ýsa 210 kg
Samtals 5.056 kg
19.1.21 Vestmannaey VE-054 Botnvarpa
Ýsa 25.220 kg
Ufsi 24.909 kg
Þorskur 7.540 kg
Karfi / Gullkarfi 1.861 kg
Lúða 126 kg
Samtals 59.656 kg

Skoða allar landanir »