Byrjar betur en á síðasta ári

Víkingur AK landaði makríl í gær.
Víkingur AK landaði makríl í gær. Ljósmynd/HB Grandi

„Vertíðin fer betur af stað nú en í fyrra,“ segir Hjalti Einarsson, skipstjóri á Víkingi AK, sem kom til Vopnafjarðar síðdegis í gær með um 790 tonn af makríl.

Þetta er önnur veiðiferð skipsins en áður hefur Venus NS landað tvívegis á Vopnafirði. Er makrílvinnsla því komin í fullan gang hjá upppsjávarfrystihúsi HB Granda.

Hjalti segir erfitt að ráða í upphaf vertíðarinnar.

„Hitaskilin eru nú mun vestar en fyrri ár en við höfum mest verið að veiðum suður af Vestmannaeyjum. Sjávarhitinn er um 11-12 gráður og aflinn hefur sveiflast mjög mikið. Stundum höfum við fengið góð hol en svo lítið sem ekkert þess á milli. Við hefðum gjarnan viljað finna makríl í veiðanlegu magni austar en menn hafa ekki gefið sér nægan tíma til að leita nægilega vel,“ segir hann.

„Svo liggur munurinn milli ára ef til vill í því að sumarið í ár er mun bjartara og hlýrra en sumarið í fyrra.“

Makríllinn gengur upp með vestur- og austurströnd landsins og hefur orðið vart við makríl inni á höfnum á Suðurnesjum en ekki heyrst af því að uppsjávarskip hafi fengið afla vestanlands, segir á vef HB Granda.

Makríllinn eigi það til að ganga á síldarslóð en Hjalti segir að það hafi gengið blessunarlega vel að forðast að fá síld með makrílnum sem aukaafla í þessari veiðiferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »