Byrjar betur en á síðasta ári

Víkingur AK landaði makríl í gær.
Víkingur AK landaði makríl í gær. Ljósmynd/HB Grandi

„Vertíðin fer betur af stað nú en í fyrra,“ segir Hjalti Einarsson, skipstjóri á Víkingi AK, sem kom til Vopnafjarðar síðdegis í gær með um 790 tonn af makríl.

Þetta er önnur veiðiferð skipsins en áður hefur Venus NS landað tvívegis á Vopnafirði. Er makrílvinnsla því komin í fullan gang hjá upppsjávarfrystihúsi HB Granda.

Hjalti segir erfitt að ráða í upphaf vertíðarinnar.

„Hitaskilin eru nú mun vestar en fyrri ár en við höfum mest verið að veiðum suður af Vestmannaeyjum. Sjávarhitinn er um 11-12 gráður og aflinn hefur sveiflast mjög mikið. Stundum höfum við fengið góð hol en svo lítið sem ekkert þess á milli. Við hefðum gjarnan viljað finna makríl í veiðanlegu magni austar en menn hafa ekki gefið sér nægan tíma til að leita nægilega vel,“ segir hann.

„Svo liggur munurinn milli ára ef til vill í því að sumarið í ár er mun bjartara og hlýrra en sumarið í fyrra.“

Makríllinn gengur upp með vestur- og austurströnd landsins og hefur orðið vart við makríl inni á höfnum á Suðurnesjum en ekki heyrst af því að uppsjávarskip hafi fengið afla vestanlands, segir á vef HB Granda.

Makríllinn eigi það til að ganga á síldarslóð en Hjalti segir að það hafi gengið blessunarlega vel að forðast að fá síld með makrílnum sem aukaafla í þessari veiðiferð.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.6.21 279,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.6.21 266,49 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.6.21 473,32 kr/kg
Ýsa, slægð 18.6.21 312,31 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.6.21 80,05 kr/kg
Ufsi, slægður 18.6.21 133,50 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.21 102,00 kr/kg
Gullkarfi 18.6.21 178,33 kr/kg
Litli karfi 15.6.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.6.21 334,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.6.21 Benni ST-005 Handfæri
Þorskur 2.458 kg
Ufsi 61 kg
Steinbítur 13 kg
Ýsa 2 kg
Samtals 2.534 kg
18.6.21 Stella GK-023 Handfæri
Ufsi 91 kg
Gullkarfi 24 kg
Samtals 115 kg
18.6.21 Herja ST-166 Handfæri
Þorskur 1.892 kg
Ufsi 35 kg
Ýsa 9 kg
Samtals 1.936 kg
18.6.21 Áki Í Brekku GK-179 Línutrekt
Þorskur 3.568 kg
Hlýri 195 kg
Keila 54 kg
Gullkarfi 10 kg
Samtals 3.827 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.6.21 279,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.6.21 266,49 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.6.21 473,32 kr/kg
Ýsa, slægð 18.6.21 312,31 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.6.21 80,05 kr/kg
Ufsi, slægður 18.6.21 133,50 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.21 102,00 kr/kg
Gullkarfi 18.6.21 178,33 kr/kg
Litli karfi 15.6.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.6.21 334,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.6.21 Benni ST-005 Handfæri
Þorskur 2.458 kg
Ufsi 61 kg
Steinbítur 13 kg
Ýsa 2 kg
Samtals 2.534 kg
18.6.21 Stella GK-023 Handfæri
Ufsi 91 kg
Gullkarfi 24 kg
Samtals 115 kg
18.6.21 Herja ST-166 Handfæri
Þorskur 1.892 kg
Ufsi 35 kg
Ýsa 9 kg
Samtals 1.936 kg
18.6.21 Áki Í Brekku GK-179 Línutrekt
Þorskur 3.568 kg
Hlýri 195 kg
Keila 54 kg
Gullkarfi 10 kg
Samtals 3.827 kg

Skoða allar landanir »