Horfurnar góðar fyrir hvítfiskinn

Skipverjar á Sólbaki EA gera að þorski. Búast má við …
Skipverjar á Sólbaki EA gera að þorski. Búast má við háu þorskverði næstu misseri. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Heilt á litið hefur þróun sölumagns og verðs verið í rétta átt fyrir íslenskan þorsk, ýsu og ufsa. Þetta segir Anna Björk Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center. Samsetning útflutningsins virðist þó vera að taka breytingum og orðið aukning í útflutningi á heilum fiski til verkunar á svæðum þar sem launakostnaður er lægri.

„Þorskverð hefur verið nokkuð hátt á heimsmarkaði og skýrist ekki síst af skertum veiðum í Barentshafi. Sjáum við hækkunina koma fram í 6% hærra verði fyrir íslenskar þorskafurðir á fyrstu fimm mánuðum þessa árs en sama tímabil í fyrra.“

BNA og Bretland á uppleið

Hækkandi verð virðist hafa valdið því að spænskir kaupendur halda að sér höndum. „Spænski markaðurinn er sá stærsti fyrir þorskafurðir en þar mælist samdrátturinn í sölu 25% á milli ára, miðað við fyrstu fimm mánuði þessa árs og umreiknað í heilan fisk, en á sama tíma hækkaði verð á léttsöltuðum frystum þorskflökum um 8%.“

Á móti kemur að breski markaðurinn hefur tekið við sér á ný, en Bretland er næststærsti kaupandi íslenskra þorskafurða. „Þar sjáum við 5% aukningu milli ára í sölu á sjófrystum flökum og 30% aukningu í heilum ferskum fiski sem er fullverkaður í breskum fiskvinnslum. Væri líklegasta skýringin á viðbrögðum breska markaðarins að krónan hefur verið að gefa eftir á sama tíma og framleiðslukostnaður á Íslandi er hlutfallslega hár.“

Þá hefur sala á þorski til Bandaríkjanna líka tekið kipp og mælist aukningin í kringum 25% á milli ára. Anna Björk segir mögulegt að þær tölur sem tiltækar eru í dag endurpsegli ekki að fullu hugsanleg áhrif gjaldþrots WOW air á framboð á beinu fragtflugi inn á Bandaríkjamarkað en helsta skýringin á góðum árangri vestanhafs virðist vera öflugt markaðs- og sölustarf íslenskra útflytjenda, og nefnir hún Niceland í því sambandi.

„Og verðið á Bandaríkjamarkaði er mjög gott á sama tíma. Þar var meðalverðið á ferskum þorski í kringum 8,66 evrur á kílóið á síðasta ári, 9,90 evrur fyrstu mánuði þessa árs og er núna komið yfir 10 evrur,“ segir Anna Björk og bætir við að það berist líka góðar fréttir frá Frakklandsmarkaði með 4% aukningu í magni þorskhnakka á milli ára og 13% verðhækkun.

Ítarlegri umfjöllun má finna í ViðskiptaMogganum, sem fylgdi Morgunblaðinu á miðvikudag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,77 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 236,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 142,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,94 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,65 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 178,13 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Beta SU 161 Handfæri
Þorskur 1.324 kg
Ufsi 90 kg
Samtals 1.414 kg
23.4.24 Júlía SI 62 Grásleppunet
Grásleppa 700 kg
Þorskur 240 kg
Skarkoli 34 kg
Steinbítur 6 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 983 kg
23.4.24 Marvin NS 550 Grásleppunet
Grásleppa 1.083 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 76 kg
Samtals 1.277 kg
23.4.24 Jón Hildiberg RE 60 Grásleppunet
Grásleppa 806 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 8 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 1.023 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,77 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 236,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 142,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,94 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,65 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 178,13 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Beta SU 161 Handfæri
Þorskur 1.324 kg
Ufsi 90 kg
Samtals 1.414 kg
23.4.24 Júlía SI 62 Grásleppunet
Grásleppa 700 kg
Þorskur 240 kg
Skarkoli 34 kg
Steinbítur 6 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 983 kg
23.4.24 Marvin NS 550 Grásleppunet
Grásleppa 1.083 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 76 kg
Samtals 1.277 kg
23.4.24 Jón Hildiberg RE 60 Grásleppunet
Grásleppa 806 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 8 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 1.023 kg

Skoða allar landanir »