Ostrubændurnir þurfa að hætta rækt

Kristján Phillips glaðbeittur við ostrurækt á Húsavík.
Kristján Phillips glaðbeittur við ostrurækt á Húsavík. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Ostruræktarfyrirtækið Víkurskel mun þurfa að leggja upp laupana ef ákvörðun Umhverfisstofnunar um að fyrirtækið megi ekki flytja inn ostrur til áframræktunar verður lokaniðurstaðan.

Þetta segir Kristján Phillips hjá Víkurskel í samtali við Morgunblaðið en eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær var umsókn fyrirtækisins um innflutning á milljón smáostrum frá Spáni til áframræktunar í Skjálfandaflóa hafnað. Var ástæðan fyrir höfnuninni m.a. ágengni tegundarinnar, smithætta af hennar völdum og frjósemi hennar.

Kristján segir að Víkurskel standi nú í því að reyna að skoða stöðu sína, og sjá hvað hægt sé að gera, en að öllu óbreyttu muni fyrirtækið þurfa að hætta starfsemi innan fárra ára.

„Við erum bara að skoða hvað við ætlum að gera,“ segir Kristján og segir rökin sem Umhverfisstofnun færir fyrir niðurstöðu sinni ekki vera rétt. Eins og kemur fram í úrskurðinum deildu Umhverfisstofnun og Víkurskel m.a. um hvort möguleiki væri á að ostrutegundin gæti fjölgað sér í sjónum við Ísland. Sagði Víkurskel að það væri útilokað, enda væri sjórinn hér of kaldur, en Umhverfisstofnun taldi það ekki útilokað, og var það meðal ástæðna þess að umsókninni var hafnað. „Þetta er bara reist á einhverjum rökum sem við skiljum ekki.“

Segir Kristján að ostrurnar sem um ræðir séu þær sömu og fyrirtækið hefur flutt inn seinustu ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 425 kg
Þorskur 183 kg
Skarkoli 61 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 694 kg
19.4.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 3.845 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 55 kg
Skarkoli 36 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.747 kg
19.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.224 kg
Þorskur 434 kg
Samtals 1.658 kg
19.4.24 Fannar SK 11 Grásleppunet
Grásleppa 2.677 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 13 kg
Þykkvalúra 4 kg
Skarkoli 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.909 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 425 kg
Þorskur 183 kg
Skarkoli 61 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 694 kg
19.4.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 3.845 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 55 kg
Skarkoli 36 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.747 kg
19.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.224 kg
Þorskur 434 kg
Samtals 1.658 kg
19.4.24 Fannar SK 11 Grásleppunet
Grásleppa 2.677 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 13 kg
Þykkvalúra 4 kg
Skarkoli 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.909 kg

Skoða allar landanir »