Eltast við feitan, stóran og brellinn makríl

Siggi Bessa SF-97 við makrílveiðar úti fyrir Keflavík í fyrra. …
Siggi Bessa SF-97 við makrílveiðar úti fyrir Keflavík í fyrra. Mikill dagamunur er á veiðunum að sögn skipstjórans.

Makrílveiðar fara fyrr af stað en síðustu ár. Makríllinn þykir stærri og feitari en á síðasta ári, en hann er áfram jafn brellinn og brögðóttur. 200 mílur athuguðu stöðu veiðanna.

„Það eru miklar sveiflur í makrílveiðunum hjá okkur litlu bátunum og þvílíkur dagamunur,“ sagði Unnsteinn Þráinsson, skipstjóri á bátnum Sigga Bessa SF-97. Unnsteinn var úti á miðunum á þriðjudag þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans.

„Við erum búnir að vera á ferðinni síðan í morgun og svamla hérna fram og til baka. Með litlum árangri,“ sagði hann og benti á að makríllinn sé óvenjusnemma á ferðinni í ár, en oft hafi veiðarnar verið rétt að fara af stað um þetta leyti. Einnig sé hann mun betur haldinn, stærri og feitari, en oft áður.

Ekki veðrinu um að kenna

„Sumarið var fyrr á ferðinni og kannski þess vegna kom hann fyrr til okkar. Þess vegna fóru menn líka ef til vill fyrr af stað í veiðarnar,“ sagði hann og bætti við að veðrið væri búið að leika við makrílveiðimenn.

„Þetta er allt annað en í fyrra. Svo að það er ekki veðrinu um að kenna núna. En þetta er bara svona brellinn fiskur. Einn daginn er fullt af honum og næsta dag er allt horfið. Það voru líka sveiflur á síðasta ári og það er sama sagan núna. Við mokuðum inn í gærmorgun en svo var veiðin dottin niður aðeins nokkrum tímum seinna. Maður veit aldrei að hverju maður gengur þegar maður fer út á morgnana.“

Ítarlegri umfjöllun er að finna í ViðskiptaMogganum, sem fylgdi Morgunblaðinu í gær.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 425 kg
Þorskur 183 kg
Skarkoli 61 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 694 kg
19.4.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 3.845 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 55 kg
Skarkoli 36 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.747 kg
19.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.224 kg
Þorskur 434 kg
Samtals 1.658 kg
19.4.24 Fannar SK 11 Grásleppunet
Grásleppa 2.677 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 13 kg
Þykkvalúra 4 kg
Skarkoli 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.909 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 425 kg
Þorskur 183 kg
Skarkoli 61 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 694 kg
19.4.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 3.845 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 55 kg
Skarkoli 36 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.747 kg
19.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.224 kg
Þorskur 434 kg
Samtals 1.658 kg
19.4.24 Fannar SK 11 Grásleppunet
Grásleppa 2.677 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 13 kg
Þykkvalúra 4 kg
Skarkoli 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.909 kg

Skoða allar landanir »