Þurfa að veiða fleira en ýsuna

Bergey VE og Smáey VE (áður Vestmannaey) í höfn.
Bergey VE og Smáey VE (áður Vestmannaey) í höfn. Ljósmynd/Síldarvinnslan - Guðmundur Alfreðsson

Skuttogararnir Bergey VE og Smáey VE landa fullfermi í Vestmannaeyjum í dag en á þessum árstíma hafa skip Bergs-Hugins oft fiskað drjúgt af ýsu. Aflinn var að mestu ýsa hjá Bergey en einnig djúpkarfi og afli Smáeyjar ýsa og ufsi.

Fram kemur á vefsíðu Síldarvinnslunnar að vissulega sé auðvelt fyrir skipin að veiða ýsuna um þessar mundir en í lok kvótaárs þurfi hins vegar að hyggja að fleiri tegundum.

Haft er eftir Arnari Richardssyni rekstrarstjóra að góð ýsuveiði hafi verið hjá báðum skipunum fyrsta sólarhring veiðiferðarinnar, en aflinn hins vegar varð tregari þegar farið hafi verið að forðast ýsuna og leita eftir öðrum tegundum.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.8.19 314,27 kr/kg
Þorskur, slægður 23.8.19 280,35 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.8.19 225,57 kr/kg
Ýsa, slægð 23.8.19 218,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.8.19 111,42 kr/kg
Ufsi, slægður 23.8.19 132,47 kr/kg
Djúpkarfi 22.8.19 123,00 kr/kg
Gullkarfi 23.8.19 183,26 kr/kg
Litli karfi 15.8.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.8.19 184,61 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.8.19 Vesturborg ÍS-320 Línutrekt
Ýsa 1.755 kg
Þorskur 980 kg
Steinbítur 16 kg
Hlýri 8 kg
Langa 5 kg
Karfi / Gullkarfi 2 kg
Samtals 2.766 kg
23.8.19 Lágey ÞH-265 Lína
Þorskur 3.709 kg
Ýsa 1.152 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 33 kg
Karfi / Gullkarfi 26 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 4.969 kg
23.8.19 Linda GK-144 Handfæri
Makríll 108 kg
Samtals 108 kg

Skoða allar landanir »