Tugir grindhvala á Pollinum

Grindhvalir hafa ekki heimsótt Pollinn áður svo vitað sé til.
Grindhvalir hafa ekki heimsótt Pollinn áður svo vitað sé til. mbl.is/Þorgeir

„Það er erfitt að telja þá en þetta eru um 20 til 40 stykki,“ segir Arnar Sigurðsson, skipstjóri á hvalaskoðunarskipinu Hólmasól, þar sem hátt í 200 farþegar berja þessa tugi óvæntu gesti augum.

Fréttaritari mbl.is á Akureyri myndaði grindhvalina og drekkhlaðin hvalaskoðunarskip Eldingar, en grindhvalir hafa ekki áður heimsótt Pollinn svo vitað sé til.

Hólmasól er drekkhlaðin í dag.
Hólmasól er drekkhlaðin í dag. mbl.is/Þorgeir

„Við erum ekki vön að fá þessa tegund inn á Poll til okkar,“ segir Arnar í samtali við mbl.is. „Þetta er í fyrsta skipti sem það hefur gerst, að minnsta kosti síðan við fórum að stunda hvalaskoðun. Grindhvalir hafa komið inn í Eyjafjörðinn og inn undir Dagverðareyri, en ekki inn á Poll.“

Grindhvalirnir vekja eðlilega mikla athygli og eru ferðir Eldingar á Akureyri þéttskipaðar í dag. „Við fórum út núna á tveimur bátum og það er líka mikið bókað í næsta túr. Svo eru bæjarbúar forvitnir um þetta og eru búnir að raða bílunum meðfram sjónum.“

„Við fórum út núna á tveimur bátum og það er ...
„Við fórum út núna á tveimur bátum og það er líka mikið bókað í næsta túr.“ mbl.is/Þorgeir
Arnar Sigurðsson, skipstjóri á Hólmasól.
Arnar Sigurðsson, skipstjóri á Hólmasól. mbl.is/Þorgeir
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.8.19 314,27 kr/kg
Þorskur, slægður 23.8.19 280,35 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.8.19 225,57 kr/kg
Ýsa, slægð 23.8.19 218,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.8.19 111,42 kr/kg
Ufsi, slægður 23.8.19 132,47 kr/kg
Djúpkarfi 22.8.19 123,00 kr/kg
Gullkarfi 23.8.19 183,26 kr/kg
Litli karfi 15.8.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.8.19 184,61 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.8.19 Vesturborg ÍS-320 Línutrekt
Ýsa 1.755 kg
Þorskur 980 kg
Steinbítur 16 kg
Hlýri 8 kg
Langa 5 kg
Karfi / Gullkarfi 2 kg
Samtals 2.766 kg
23.8.19 Lágey ÞH-265 Lína
Þorskur 3.709 kg
Ýsa 1.152 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 33 kg
Karfi / Gullkarfi 26 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 4.969 kg
23.8.19 Linda GK-144 Handfæri
Makríll 108 kg
Samtals 108 kg

Skoða allar landanir »