Gildi hafnar kaupum HB Granda

Lífeyrissjóðurinn Gildi hyggst greiða atkvæði gegn kaupum HB Granda á ...
Lífeyrissjóðurinn Gildi hyggst greiða atkvæði gegn kaupum HB Granda á sölufélögum Útgerðarfélags Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gildi lífeyrissjóður mun á hluthafafundi HB Granda 15. ágúst greiða atkvæði gegn kaupum HB Granda á sölufélögum í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem er stærsti hluthafi HB Granda. Segir Gildi áformin ótrúverðug og að tryggja þurfi að „viðskipti milli tengdra aðila verða að vera hafin yfir vafa,“ að því er fram kemur í tilkynningu á vef sjóðsins.

Fyrir hluthafafundinum liggur tillaga um að staðfesta ákvörðun stjórnar HB Granda um kaup á öllu hlutafé í sölufélögum í Japan, Hong Kong og á meginlandi Kína, sem og þjónustufélagi á Íslandi sem tengist félögunum. Eru kaupin sögð vera liður í að „hefja sölustarfsemi í Asíu með þeim hætti að verja á verulegum fjármunum til þess að fjárfesta í félögum í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur.“

Fram kemur á vef Gildis að umsamið kaupverð nemur um 4,4 milljörðum króna sem lagt er upp með að verði greitt með útgáfu á nýjum hlutum í HB Granda sem samsvarar 7,3% aukningu hlutafjár í félaginu.

„Viðskiptin virðast eiga sér afar skamman aðdraganda hjá stjórn félagsins. Að mati Gildis eru þessar fyrirætlanir ekki trúverðugar og ekki hefur verið sýnt fram á að aðrar leiðir séu ekki færar til þess að ná fram sömu markmiðum, mögulega með minni tilkostnaði. Viðskipti milli tengdra aðila verða að vera hafin yfir vafa og að mati sjóðsins hefur ekki tekist að sýna fram á að þessi viðskipti séu hagfelld og nauðsynleg fyrir HB Granda.“

„Gildi hyggst af þessum sökum greiða atkvæði gegn framangreindri tillögu á hluthafafundi HB Granda hinn 15. ágúst næstkomandi.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.8.19 314,76 kr/kg
Þorskur, slægður 23.8.19 280,35 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.8.19 225,39 kr/kg
Ýsa, slægð 23.8.19 218,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.8.19 111,42 kr/kg
Ufsi, slægður 23.8.19 132,47 kr/kg
Djúpkarfi 22.8.19 123,00 kr/kg
Gullkarfi 23.8.19 183,26 kr/kg
Litli karfi 15.8.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.8.19 184,61 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.8.19 Högni NS-010 Landbeitt lína
Þorskur 1.862 kg
Ýsa 378 kg
Steinbítur 18 kg
Ufsi 18 kg
Keila 16 kg
Samtals 2.292 kg
23.8.19 Ásdís ÞH-136 Landbeitt lína
Ýsa 530 kg
Þorskur 383 kg
Steinbítur 74 kg
Samtals 987 kg
23.8.19 Glettingur NS-100 Landbeitt lína
Þorskur 1.459 kg
Ýsa 909 kg
Steinbítur 260 kg
Keila 11 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 2.643 kg

Skoða allar landanir »