Komu vöðunni á haf út

Grindhvalur í flæðarmálinu við strönd Ólafsvíkur í gærkvöld.
Grindhvalur í flæðarmálinu við strönd Ólafsvíkur í gærkvöld. Mbl.is/Alfons

Björgunarsveitum tókst að koma stærðarinnar grindhvalavöðu út fyrir fjöru við Ólafsvík seint í gærkvöldi. Fjórir hvalir strönduðu, þremur tókst að komast á haf út af sjálfsdáðum en einn drapst í flæðarmálinu. 

Fréttaritari Mbl.is á svæðinu, Alfons Finnsson, segist ekki sjá til vöðunnar lengur. Hann telur þó ekki útilokað að hana beri að landi síðar. 

Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, fór björgunarsveitarfólk út á bátum og reyndi að reka vöðuna út. Tókst því meðal annars að bjarga einu dýri sem var við það að stranda. 

Þá segir Alfons að starfsmenn Hafrannsóknastofnunar hafi verið á svæðinu í gærkvöld og reiknar hann með að þeir hafi tekið sýni af hvalshræinu. Einnig var mikill fjöldi ferðamanna á svæðinu. 

Grindhvalavaðan taldi líklega um hundrað hvali og var hún á sveimi um 100 til 200 metrum frá ströndinni seinnipartinn í gær og fram á kvöld.

Uppfært 12:10

Sérfræðingar frá Hafrannsóknarstofnun mældu grindhvalshræið og tóku úr því sýni skömmu fyrir hádegi í dag. 

Ferðamenn reyna að koma hvalnum á haf út.
Ferðamenn reyna að koma hvalnum á haf út. Mbl.is/Alfons
Sérfræðingar Hafrannsóknarstofnunar taka sýni úr hræinu.
Sérfræðingar Hafrannsóknarstofnunar taka sýni úr hræinu. Mbl.is/Alfons
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.8.19 314,42 kr/kg
Þorskur, slægður 23.8.19 280,35 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.8.19 225,39 kr/kg
Ýsa, slægð 23.8.19 218,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.8.19 111,42 kr/kg
Ufsi, slægður 23.8.19 132,47 kr/kg
Djúpkarfi 22.8.19 123,00 kr/kg
Gullkarfi 23.8.19 183,26 kr/kg
Litli karfi 15.8.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.8.19 184,61 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.8.19 Vesturborg ÍS-320 Línutrekt
Ýsa 1.755 kg
Þorskur 980 kg
Steinbítur 16 kg
Hlýri 8 kg
Langa 5 kg
Karfi / Gullkarfi 2 kg
Samtals 2.766 kg
23.8.19 Lágey ÞH-265 Lína
Þorskur 3.709 kg
Ýsa 1.152 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 33 kg
Karfi / Gullkarfi 26 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 4.969 kg
23.8.19 Linda GK-144 Handfæri
Makríll 108 kg
Samtals 108 kg

Skoða allar landanir »