„Þetta er óvenjulegt ástand“

Hólmasól siglir á Pollinum í dag.
Hólmasól siglir á Pollinum í dag. mbl.is/Þorgeir

Grindhvalir í Pollinum á Akureyri hafa glatt farþega um borð í hvalaskoðunarskipinu Hólmasól síðustu daga. Að sögn Arnars Sigurðssonar skipstjóra eru grindhvalir á þessu svæði einsdæmi.

„Við vorum með grindhvali inni á Polli, andarnefjur rétt fyrir utan og eina hrefnu þar utar. Allt mjög nálægt Akureyri,“ segir Arnar ánægður í samtali við mbl.is. 

„Þetta er óvenjulegt ástand. Þeir koma ekki oft hingað, ég veit ekki til þess að grindhvalirnir hafi verið áður inni á Polli,“ segir Arnar og bætir við að um 20 til 40 dýra grindhvalavöðu hafi verið að ræða.

„Þeir voru bara svona svamlandi um og við vorum náttúrulega að reyna að fara gætilega í kringum þá og reyna að halda okkur alltaf landmegin við þá svo það yrði engin hætta á að við myndum fæla þá upp á land.“

Aðspurður hvað Arnar telji að laði grindhvalina að Akureyri segist hann ekki þora að slá neinu föstu. 

„Við höfum ekki verið að sjá inni á Polli vaðandi makríl. En eitthvert æti er hérna á svæðinu. Auðvitað eru þessi hvalir yfirleitt í ætisleit. Þessir hvalir sem fara inn á Poll hljóta að rata út aftur. Það er ekki svo mikil skipaumferð hérna að hún gæti girt fyrir eða slíkt. 

„Þetta er einhver truflun í höfðinu á dýrunum held ég að hljóti að vera. Þeir gætu verið að missa eitthvað sambandið.“

Arnar segir grindhvalina hafa vakið mikla athygli og kátínu bæði ferðamanna og íbúa Akureyrar. 

„Þeir eru búnir að vera hérna held ég í þrjá daga. Það hefur verið mjög gaman að horfa og fylgjast með. Það er búið að vera erfitt veður undanfarna daga þannig að það er líka gott að geta bara farið stutt.“

Grindhvalir hafa glatt ferðamenn og íbúa á Akureyri síðustu daga.
Grindhvalir hafa glatt ferðamenn og íbúa á Akureyri síðustu daga. mbl.is/Þorgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 3.980 kg
Skarkoli 1.183 kg
Þorskur 328 kg
Sandkoli 195 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 5.768 kg
23.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 2.549 kg
Steinbítur 321 kg
Keila 115 kg
Ýsa 98 kg
Ufsi 19 kg
Karfi 17 kg
Langa 7 kg
Samtals 3.126 kg
23.4.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Steinbítur 1.270 kg
Samtals 1.270 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 3.980 kg
Skarkoli 1.183 kg
Þorskur 328 kg
Sandkoli 195 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 5.768 kg
23.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 2.549 kg
Steinbítur 321 kg
Keila 115 kg
Ýsa 98 kg
Ufsi 19 kg
Karfi 17 kg
Langa 7 kg
Samtals 3.126 kg
23.4.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Steinbítur 1.270 kg
Samtals 1.270 kg

Skoða allar landanir »