Opna netverslun fyrir íslenskan fisk

Baldur Sigurðsson og Rögnvaldur Þorgrímsson hafa náð að þróa hugmyndina …
Baldur Sigurðsson og Rögnvaldur Þorgrímsson hafa náð að þróa hugmyndina nokkuð hratt og ætti sala að hefjast með haustinu. mbl.is/Arnþór Birkisson

Tveir ungir menn ætla að freista þess að gera, í fyrstu atlögu, einmitt það sem svo margir sérfræðingar hafa sagt að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki ættu að stefna að: flytja út fisk í neytendapakkningum, og selja hann yfir netið.

Baldur Þór Sigurðarson og Rögnvaldur Þorgrímsson eru mennirnir á bak við Captain‘s Box, og báðir rétt skriðnir yfir hálfþrítugt. Fyrirtækið hefur verið í mótun frá því í vor og ætti sala að hefjast með haustinu, en þeim félögum til halds og trausts er íslenska vöruhúsið Ísafold í Portland sem ViðskiptaMogginn fjallaði um fyrr í mánuðinum. Fiskurinn kemur frá fiskvinnslunni Stakkholti í Hafnarfirði og verður keyptur á markaði.

Viðskiptamódelið byggist m.a. á reynslu bandaríska fyrirtækisins Butcher‘s Box, sem frá árinu 2016 hefur náð góðum árangri við að selja í áskrift hágæðakjöt af nautgripum sem fóðraðir eru með grasi. „Það er í raun ekki fyrr en nýlega að það verður raunhæfur möguleiki að selja matvæli, og hvað þá kælivöru, yfir netið, og með tilkomu Ísafoldar getum við ráðist í þetta verkefni án þess að þurfa fyrst að fjárfesta í mikilli yfirbyggingu og kostnaðarsamri markaðsherferð,“ segir Baldur og upplýsir að til standi að fylgja fordæmi Butcher‘s Box með því að einblína á áhrifavalda og netauglýsingar til að ná til nýrra viðskiptavina:

„Markhópurinn okkar, til að byrja með, verður fólk á aldursbilinu 25 til 40 ára sem er umhugað um heilsu og hollt mataræði, og höfum við m.a. þá sem stunda crossfit sérstaklega í sigtinu, og líka Íslendinga búsetta vestanhafs.“

Einangrað með ull

Viðskiptavinir munu panta fiskinn beint af vefsíðu Captain‘s Box og verða í fyrstu í boði 3,8 kg og 6 kg öskjur með bitum sem eru hæfilega stórir til að henta í máltíð fyrir einn. Um einfrystan fisk er að ræða, sem skorinn er í bita á Íslandi, en gangi salan vel er hugsanlegt að ferskum fiski verði bætt við vöruframboðið.

Mikil rannsóknarvinna var lögð í að finna réttu umbúðirnar. Þannig varð fyrir valinu að nota svk. bíóplast utan um fiskbitana og brotnar það niður í náttúrunni. Askjan sjálf er síðan gerð úr þykkum bylgjupappa sem einangraður er með ull. „Ullin sem er notuð fellur til við fataframleiðslu, veitir góða einangrun og er langtum umhverfisvænni en t.d. frauðplast,“ segir Baldur.

Rík áhersla verður lögð á að hampa íslenskum uppruna fisksins og munu kaupendur geta rakið slóð hvers bita allt frá veiðum og þar til askjan er afhent. Baldur segir þennan rekjanleika hluta af því að skapa traust á milli verslunarinnar og seljandans, og þannig yfirstíga þær efasemdir sem margir gætu haft um gæði og ferskleika matvöru sem pöntuð er yfir netið. „Bandarískir neytendur vilja líka í vaxandi mæli vita nákvæmlega hvaðan maturinn þeirra er og í þannig markaðsumhverfi getum við hreykt okkur af því að sá fiskur sem við seljum sé veiddur með sjálfbærum hætti.“

Ekkert svigrúm fyrir mistök

En er ekki samkeppnin á bandarískum matvælamarkaði allt of hörð, og áskoranirnar risastórar fyrir agnarsmáan íslenskan sprota sem ætlar að taka slaginn við bandaríska netverslunarrisa? „Við spörum okkur þann kostnað sem fylgir yfirbyggingu stórrar matvöruverslunar auk þess að losna við milliliði sem annars myndu taka sinn skerf,“ segir Baldur. „Markaðurinn er líka stór, og fer stækkandi, og þurfum við ekki annað en að finna okkar litlu hillu til að geta gengið prýðilega. Neytendur gera æ meira af því að gera matarinnkaupin sín á netinu og nú er svo komið að sá aldurshópur sem er að byrja að búa fer sárasjaldan í verslanir af nokkru tagi, því allt er keypt yfir netið.“

Vanda þarf til verka og áttar Baldur sig á að í netverslun geta öll mistök verið dýrkeypt. Viðskiptamódelið byggist á því að fá fólk í langtímaviðskipti og tryggja verður gæðin alla leið, þ.m.t. að fiskurinn rati greiðlega í hendur viðskiptavinarins og hitni ekki á leiðinni. „Við höfum gert ítrekaðar prófanir til að ganga úr skugga um að dreifingin gangi vel fyrir sig og að umbúðirnar geri sitt gagn, enda yrði það fljótlega á allra vitorði ef einhver viðskiptavinur fengi í hendurnar pakka sem væri ekki 100% í lagi.“

Grein­in birt­ist fyrst í ViðskiptaMogg­an­um miðviku­dag­inn 21. ág­úst.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.3.20 299,99 kr/kg
Þorskur, slægður 31.3.20 320,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.3.20 286,81 kr/kg
Ýsa, slægð 31.3.20 232,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.3.20 94,65 kr/kg
Ufsi, slægður 31.3.20 147,13 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.20 191,00 kr/kg
Gullkarfi 31.3.20 257,07 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 5.3.20 85,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.3.20 Bergey VE-144 Botnvarpa
Ýsa 8.747 kg
Þorskur 3.270 kg
Samtals 12.017 kg
31.3.20 Vestmannaey VE-054 Botnvarpa
Ýsa 10.471 kg
Þorskur 1.616 kg
Samtals 12.087 kg
31.3.20 Valur ÍS-020 Rækjuvarpa
Rækja (úthafsrækja) 7.659 kg
Samtals 7.659 kg
31.3.20 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Steinbítur 314 kg
Ýsa 243 kg
Þorskur 229 kg
Karfi / Gullkarfi 2 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 790 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.3.20 299,99 kr/kg
Þorskur, slægður 31.3.20 320,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.3.20 286,81 kr/kg
Ýsa, slægð 31.3.20 232,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.3.20 94,65 kr/kg
Ufsi, slægður 31.3.20 147,13 kr/kg
Djúpkarfi 5.3.20 191,00 kr/kg
Gullkarfi 31.3.20 257,07 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 5.3.20 85,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.3.20 Bergey VE-144 Botnvarpa
Ýsa 8.747 kg
Þorskur 3.270 kg
Samtals 12.017 kg
31.3.20 Vestmannaey VE-054 Botnvarpa
Ýsa 10.471 kg
Þorskur 1.616 kg
Samtals 12.087 kg
31.3.20 Valur ÍS-020 Rækjuvarpa
Rækja (úthafsrækja) 7.659 kg
Samtals 7.659 kg
31.3.20 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Steinbítur 314 kg
Ýsa 243 kg
Þorskur 229 kg
Karfi / Gullkarfi 2 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 790 kg

Skoða allar landanir »