„Ég mun funda með framkvæmdastjórn Evrópusambandsins 4. september til þess að ræða aðgerðir. Við viljum ekki endurtaka þorskastríðin. Við viljum leita leiða til samstarfs,“ hefur Inews eftir Chris Davies, formann fiskveiðinefndar Evrópuþingsins, í tengslum við makrílveiðar Íslendinga og Grænlendinga.
Hins vegar segist hann ekki hræddur við að beita Íslendinga hörku. „Við munum krefjast þvingunaraðgerða til þess að varðveita hagsmuni okkar ef þörf krefur. Þetta er á dagskrá.“
Davies, sem er þingmaður á Evrópuþingi fyrir Frjálslynda demókkrata í Bretlandi, hefur ekki sparað stóru orðin um veiðar Íslendinga og sagði í vikunni í heimsókn á Hjaltlandseyjum að Íslendingar séu „gráðugir og óábyrgir.“
Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar gerðu milli sín samning um makrílveiðar árið 2014. Samkvæmt makrílsamningsins er gert ráð fyrir að Ísland, Grænland og Rússland fái 15,6% af heildarkvóta á makríl sem fastsettur er af þeim þrem aðilum sem eiga aðild að samningum.
Íslendingar, Grænlendingar og Rússar eiga ekki aðild að umræddum samningi og gefa þessi ríki því út einhliða kvóta á makríl.
„Frá sjónarhóli Grænlands er það gremjulegt að þessir þrír aðilar ákváðu að framlengja makrílsamningnum án aðkomu Grænlands,“ segir Jákup Emil Hansen, fulltrúi sjávarútvegs-, veiði- og landbúnaðarráðuneytis Grænlands, í samtali við Sermitsiaq um ummæli Davies.
„Þar sem aðeins 15,6% [af heildarkvóta] er ætlaður Grænlandi, Íslandi og Rússlandi mun vera erfitt að ná samningi sem nær til allra aðila,“ segir Hansen.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.9.23 | 547,22 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.9.23 | 592,02 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.9.23 | 269,31 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.9.23 | 206,99 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.9.23 | 248,35 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.9.23 | 304,22 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 21.9.23 | 301,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.9.23 | 271,56 kr/kg |
Litli karfi | 21.9.23 | 13,00 kr/kg |
22.9.23 Indriði Kristins BA 751 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 1.899 kg |
Langa | 779 kg |
Steinbítur | 352 kg |
Ýsa | 200 kg |
Ufsi | 44 kg |
Karfi | 34 kg |
Skarkoli | 31 kg |
Samtals | 3.339 kg |
22.9.23 Katrín GK 266 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 248 kg |
Hlýri | 100 kg |
Karfi | 24 kg |
Ýsa | 20 kg |
Grálúða | 15 kg |
Samtals | 407 kg |
22.9.23 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 3.575 kg |
Þorskur | 1.440 kg |
Skarkoli | 480 kg |
Steinbítur | 436 kg |
Samtals | 5.931 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.9.23 | 547,22 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.9.23 | 592,02 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.9.23 | 269,31 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.9.23 | 206,99 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.9.23 | 248,35 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.9.23 | 304,22 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 21.9.23 | 301,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.9.23 | 271,56 kr/kg |
Litli karfi | 21.9.23 | 13,00 kr/kg |
22.9.23 Indriði Kristins BA 751 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 1.899 kg |
Langa | 779 kg |
Steinbítur | 352 kg |
Ýsa | 200 kg |
Ufsi | 44 kg |
Karfi | 34 kg |
Skarkoli | 31 kg |
Samtals | 3.339 kg |
22.9.23 Katrín GK 266 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 248 kg |
Hlýri | 100 kg |
Karfi | 24 kg |
Ýsa | 20 kg |
Grálúða | 15 kg |
Samtals | 407 kg |
22.9.23 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 3.575 kg |
Þorskur | 1.440 kg |
Skarkoli | 480 kg |
Steinbítur | 436 kg |
Samtals | 5.931 kg |