„Stofnar lífsviðurværi tuga manns í hættu“

Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarness
Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarness mbl.is/Sigurður Bogi

„Hafrannsóknastofnun hefur ekki burði til að rannsaka sæbjúgnastofninn nægilega og því tekur hún þessa ákvörðun og stofnar lífsviðurværi tuga manns í hættu.“ Þetta segir Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarness VER hf. í Þorlákshöfn, um þá ákvörðun stofnunarinnar að sæbjúgnakvóti skuli minnkaður um 60%.

Fyrirtækið sagði á þriðja tug manna upp í dag og taka uppsagnir gildi 1. desember, að þriggja mánaða uppsagnarfresti liðnum. Tekjutap fyrirtækisins vegna ákvörðunarinnar hleypur að sögn á hundruðum milljóna króna.

Meðal þess sem Hafrannsóknastofnun leggur ákvörðuninni til grundvallar er að svokallaður afli á sóknareiningu, það hve mikið veiðist í hverri ferð, hafi dregist saman. Ólafur segir aðspurður að margar ástæður liggi þar að baki, til að mynda sú að fyrirtækið hafi aukið veiðar, sæki nú allan ársins hring og í verra veðri. Það dragi niður meðaltalið án þess að vera endilega til marks um að stofninn standi verr.

Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa fundað með Hafrannsóknastofnun, ráðuneyti og Kristjáni Þór sjávarútvegsráðherra en ekki hlotið náð fyrir þeirra augum. Ólafur segist ekki eiga von á að Hafrannsóknastofnun sjái að sér, en stofnunin hafi sjálf sagt frekara fjármagn þurfa til rannsókna á sæbjúgnastofninum og því í raun viðurkennt eigin vanþekkingu. Ákvörðun um samdrátt í veiðum hafi verið tekin til að stofnunin hefði „vaðið fyrir neðan sig“. 

Sæbjúgnaveiðar eiga sér ekki langa sögu á Íslandi, en fyrirtækið Hafnarnes hóf sæbjúgnaveiðar fyrir um tíu árum. Ólafur segir sæbjúgnaveiðar vera rekstrargrundvöll þess og gera þeim kleift að halda úti bát allan ársins hring. Markaðurinn er einkum í Kína og segir Ólafur að keppinautar fyrirtækisins í Rússlandi og Kanada séu vísir til að taka til sín aukinn hlut í Kínamarkaði nú þegar afli fyrirtækisins minnkar svo mikið. Ekki sé hlaupið að því að koma aftur inn á þann markað.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.9.19 408,10 kr/kg
Þorskur, slægður 17.9.19 552,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.9.19 276,05 kr/kg
Ýsa, slægð 17.9.19 236,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.9.19 135,26 kr/kg
Ufsi, slægður 17.9.19 152,14 kr/kg
Djúpkarfi 22.8.19 123,00 kr/kg
Gullkarfi 17.9.19 276,08 kr/kg
Litli karfi 28.8.19 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.9.19 296,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.9.19 Patrekur BA-064 Lína
Steinbítur 1.131 kg
Keila 627 kg
Tindaskata 403 kg
Karfi / Gullkarfi 332 kg
Ufsi 308 kg
Þorskur 173 kg
Hlýri 101 kg
Blálanga 55 kg
Ýsa 26 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 3.159 kg
17.9.19 Esjar SH-075 Dragnót
Þorskur 7.227 kg
Ýsa 3.921 kg
Steinbítur 13 kg
Samtals 11.161 kg
17.9.19 Ársæll Sigurðsson HF-080 Handfæri
Þorskur 243 kg
Samtals 243 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.9.19 408,10 kr/kg
Þorskur, slægður 17.9.19 552,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.9.19 276,05 kr/kg
Ýsa, slægð 17.9.19 236,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.9.19 135,26 kr/kg
Ufsi, slægður 17.9.19 152,14 kr/kg
Djúpkarfi 22.8.19 123,00 kr/kg
Gullkarfi 17.9.19 276,08 kr/kg
Litli karfi 28.8.19 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.9.19 296,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.9.19 Patrekur BA-064 Lína
Steinbítur 1.131 kg
Keila 627 kg
Tindaskata 403 kg
Karfi / Gullkarfi 332 kg
Ufsi 308 kg
Þorskur 173 kg
Hlýri 101 kg
Blálanga 55 kg
Ýsa 26 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 3.159 kg
17.9.19 Esjar SH-075 Dragnót
Þorskur 7.227 kg
Ýsa 3.921 kg
Steinbítur 13 kg
Samtals 11.161 kg
17.9.19 Ársæll Sigurðsson HF-080 Handfæri
Þorskur 243 kg
Samtals 243 kg

Skoða allar landanir »