Kanna ástand loðnustofnsins

Hafrannsóknarstofnun hefur áhyggjur af ýmsum stofnum, ekki síst loðnunni.
Hafrannsóknarstofnun hefur áhyggjur af ýmsum stofnum, ekki síst loðnunni. mbl.is/Golli

„Það eru ákveðnar tegundir þar sem við höfum ekki séð almennilega nýliðun í dálítið langan tíma, og það veit aldrei á gott. Þetta eru djúpkarfi, langlúra, skötuselur, blálanga, stórkjafta, gullkarfi og hlýri. Þorskurinn er í ágætu standi en ýsan minnkar eitthvað – þótt hún sveiflist vissulega alltaf eitthvað á milli ára,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar.

Hann segir það enn fremur ljóst að humarinn sé í miklum vandræðum, þar sem ekki hefur sést góð nýliðun lengi. „Humarinn er langlíf tegund en nú verðum við að draga verulega mikið úr veiðum vegna þessa.“

Óvíst með loðnuna

Þá telur Sigurður mikla óvissu tengjast loðnunni og voru ekki gefnar út aflaheimildir í loðnu á liðnu fiskveiðiári því árgangurinn sem kom til Íslands að hrygna var lítill. Loðnan er ólík þorskinum að því leyti að sá fiskur sem ekki er veiddur á tilteknu ári bætist ekki við veiði næsta árs, þar sem hún deyr eftir hrygningu. „Þú verður að grípa loðnuna þegar hún kemur því hún er svo skammlíf. Góðu fréttirnar eru að samkvæmt mælingum hefur þokkaleg hrygning náðst í vor.“

„Ungloðna svokölluð – sem á eftir eitt ár til hrygningar – hún mældist tiltölulega léleg og við erum því ekki alltof vongóð um komandi vertíð. En okkur hefur nú gengið illa að mæla þetta síðustu tíu árin eða svo.“ Farinn verður leiðangur með hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni í lok september til að kanna ástand loðnustofnsins. Er þá haldið í norðvestur í átt að Grænlandi. „Þá verða einhverjar fréttir.“

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson.
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson. mbl.is/Þorgeir

Umhverfið hafi mikil áhrif

Þorskurinn er í ágætu standi og hefur sjaldan verið betri. Endurskoðun á aflareglu í þorski er að hefjast og mun ráðuneytið stýra þeirri vinnu að sögn Sigurðar. „Þá eru líka teknar inn efnahagsforsendur og annað – ekki bara hvað er fiskifræðilega gott að gera heldur líka hvað er efnahagslega mikilvægt.“ Sú regla sem út úr því kemur mun fara í rýni hjá alþjóðahafrannsóknaráðinu.

Sjórinn í kringum Ísland er óvenju hlýr og hefur verið það undanfarinn áratug. „Þetta er hlýrri sjór en mælst hefur við landið nokkurn tíma. Þessar breytingar skýra kannski af hverju við fengum makríl inn í lögsöguna, af hverju loðnan er í vandræðum, af hverju ýsa er komin hringinn í kringum landið í miklu magni, af hverju skötuselur dreifir úr sér og hugsanlega af hverju humarinn er í vandræðum. Allt er þetta breytingum undirorpið og þessar tegundir hljóta að vera að svara breytingum í umhverfinu. Umhverfið hefur heilmikið að segja.“

Sigurður Guðjónsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar.
Sigurður Guðjónsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 91.675 kg
Ufsi 10.767 kg
Þorskur 692 kg
Langa 300 kg
Samtals 103.434 kg
27.3.24 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 708 kg
Samtals 708 kg
27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg
27.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.233 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 6 kg
Rauðmagi 4 kg
Þykkvalúra 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.366 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 91.675 kg
Ufsi 10.767 kg
Þorskur 692 kg
Langa 300 kg
Samtals 103.434 kg
27.3.24 Herdís SH 173 Handfæri
Þorskur 708 kg
Samtals 708 kg
27.3.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 10.108 kg
Þorskur 718 kg
Ýsa 71 kg
Samtals 10.897 kg
27.3.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.233 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 6 kg
Rauðmagi 4 kg
Þykkvalúra 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 1.366 kg

Skoða allar landanir »