Mikil áskorun í mikilli skattlagningu

Jens Garðar Helgason, formaður SFS, segir mikla áskorun að keppa …
Jens Garðar Helgason, formaður SFS, segir mikla áskorun að keppa á alþjóðlegum markaði með hærri álögur en keppinautarnir. mbl.is/Árni Sæberg

Íslenskur sjávarútvegur er í alþjóðlegri samkeppni og býr í dag við mun hærri skattlagningu en nokkur annar sjávarútvegur í heiminum. Það er því mikil áskorun að halda því forskoti sem Íslendingar hafa, var haft eftir Jens Garðari Helgasyni, formanni Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í sérblaði 200 mílna.

Í samtali við 200 mílur nefndi Jens sem dæmi að sjávarútvegsfyrirtæki hjá einni af helstu samkeppnisþjóðum okkar, Noregi, borgu[u hvorki kolefnisgjöld, veiðigjöld, hafnargjöld, vörugjöld né aflagjöld.

„Stjórnvöld verða að vera meðvituð um þessar staðreyndir sem og um almennt rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi, því hærri rekstrarkostnaður á Íslandi verður ekki sóttur í vasa kaupenda með enn frekari hækkun á verði. Á mörkuðum okkar í Evrópu, þrátt fyrir sterka stöðu Íslendinga, ríkir gríðarlega hörð samkeppni í langflestum tilfellum.“

Regluverkið hamli vexti

Spurður hvernig hljóðið sé í fyrirtækjum innan samtakanna bendir hann á að eins og alltaf séu áskoranir í rekstri, hvort sem um sé að ræða fyrirtæki í hefðbundnum sjávarútvegi eða í eldi. Þær áskoranir verði alltaf til staðar.

„En ég tel engu að síður að gangurinn sé nokkuð bærilegur. Við, eins og aðrar atvinnugreinar, störfum í umhverfi þar sem rekstrargjöld eru há og skattar og önnur gjöld með hærra móti. Það er sameiginlegt verkefni atvinnulífsins að ná fram lækkun gjalda, einkum tryggingagjalds, og einföldun á regluverki sem er orðið hamlandi fyrir vöxt og framgang margra fyrirtækja á Íslandi í dag.“

Gjaldið endurspegli gengið

Jens rifjaði upp að veiðigjöld síðasta árs hefðu verið algjörlega úr öllum takti við gengi greinarinnar og raunar höggvið mjög nærri rekstri margra fyrirtækja í fyrra. „Veiðigjaldið fyrir árið 2019 er ákveðin aðlögun að nýrri gjaldtöku sem tekur gildi 1. janúar á komandi ári. Það er von mín að ný nálgun á veiðigjaldið verði til þess að gjaldið endurspegli betur gengi greinarinnar á hverjum tíma, en það getur tíminn einn leitt í ljós,“ sagði hann.

„Hins vegar er það alltaf svo, alveg sama hvað skatturinn heitir, að eftir því sem þú kafar dýpra í vasa atvinnulífsins í skattheimtunni þá verður minna eftir til fjárfestinga, nýsköpunar, launahækkana og annarra verkefna. Mín skoðun er sú að minni skattheimta leiði af sér frekari sókn atvinnugreinanna og skattstofn ríkisins stækkar þar af leiðandi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »