Stytta eldistíma í sjó

Unnið er að því að stytta eldistíma í sjó.
Unnið er að því að stytta eldistíma í sjó. Ljósmynd/Arctic Fish

Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish á Vestfjörðum er komið með leyfi til eldis á 12 þúsund tonnum af laxi á ári. Þegar er kynslóðaskipt eldi í þremur fjörðum, Patreksfirði, Tálknafirði og Dýrafirði. Stærðarhagkvæmni er augljós í fiskeldi og því er áfram unnið að umsóknum um aukningu. Grunnur allrar starfseminnar er ný og fullkomin seiðastöð í botni Tálknafjarðar sem byggist á vatnsendurnýtingarkerfi (RAS).

„Stærðarhagkvæmni er mikilvæg í laxeldi. Oft er rætt um að framleiðslan þurfi að vera að minnsta kosti 10 þúsund tonn. Þegar við stofnuðum fyrirtækið á árinu 2011 var það gert með þeirri framtíðarsýn að byggja upp fyrirtæki í umhverfisvænu og sjálfbæru eldi og gera einnig út á uppruna afurðanna á Íslandi og Vestfjörðum. Við erum nú að ná að sjá þá framtíðarsýn verða að veruleika,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish og stofnandi fyrirtækisins. Hann segir að grunnurinn að þessum árangri sé gott starfsfólk, góð seiðaeldisstöð og góðar staðsetningar í sjó til framtíðaruppbyggingar.

Einstæður árangur í sumar

Sjórinn við Vestfirði er kaldur en laxeldið hefur þrátt fyrir það gengið ótrúlega vel. Sigurður tekur sem dæmi að seiði hafi verið sett út í kvíar í Patreksfirði um miðjan maí í vor. Telur hann að seiði hafi aldrei verið sett út jafn snemma hér við land. Þetta hafi verið stór seiði, eða yfir 200 grömm að jafnaði. Þau hafa fimmfaldað þyngd sína á þremur og hálfum mánuði og er fiskurinn nú um kíló að þyngd. Það telur Sigurður einstakan árangur hér á landi. Laxinum verður hægt að slátra næsta haust, eftir aðeins einn vetur í sjó.

„Eldið lagar sig að aðstæðum í hverju landi og á hverju svæði. Okkur langar til að fara þá leið að framleiða stærri seiði, 200 til 400 gramma, og stytta eldistímann í sjó. Við erum búnir að skapa okkur aðstæður til að gera það í seiðastöðinni í Norður-Botni,“ segir Sigurður.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 425 kg
Þorskur 183 kg
Skarkoli 61 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 694 kg
19.4.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 3.845 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 55 kg
Skarkoli 36 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.747 kg
19.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.224 kg
Þorskur 434 kg
Samtals 1.658 kg
19.4.24 Fannar SK 11 Grásleppunet
Grásleppa 2.677 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 13 kg
Þykkvalúra 4 kg
Skarkoli 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.909 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 425 kg
Þorskur 183 kg
Skarkoli 61 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 694 kg
19.4.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 3.845 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 55 kg
Skarkoli 36 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.747 kg
19.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.224 kg
Þorskur 434 kg
Samtals 1.658 kg
19.4.24 Fannar SK 11 Grásleppunet
Grásleppa 2.677 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 13 kg
Þykkvalúra 4 kg
Skarkoli 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.909 kg

Skoða allar landanir »