Reyna áfram við makrílinn

Víkingur AK.
Víkingur AK. Ljósmynd/HB Grandi

„Ég á von á að komast út seint í kvöld eða nótt og það verður áfram haldið að reyna við makrílinn. Síldin bíður betri tíma en mér skilst þó að Venus NS muni eitthvað kíkja á síld á heimleiðinni næst þegar skipið kemur inn,“ sagði Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK, í dag samkvæmt vef Brims hf. en rætt var við hann á Vopnafirði í dag.

Rætt var einnig við Hjalta Einarsson sem var skipstjóri á Víkingi AK í síðustu veiðiferð en skipið kom til Vopnafjarðar með um 770 tonna afla í gærmorgun. „Það var rólegt yfir veiðinni og greinilegt að það er að draga úr makrílgengdinni í Síldarsmugunni. Þá er veðráttan að versna og meira um kaldafýlur en í sumar. Þetta gerir alla leit erfiðari. Makríllinn virðist nú halda sig á litlum blettum mjög víða og er fljótur að veiðast upp. Það er ekkert greinilegt göngumynstur á makrílnum og veiðin getur stundum komið upp á ólíklegustu stöðum,“ sagði Hjalti og Albert tók undir með honum.

„Á tímabili virtist makríllinn hreinlega hringsóla á stóru hafsvæði. Það er vafalaust ætið sem veldur því hvert makríllinn stefnir hverju sinni. Það getur snögglega komið upp veiði nyrst í Síldarsmugunni á sama tíma og veiðin er góð syðst,“ sagði Albert enn fremur. Þá segir að makríllinn sem veiðst hafi í sumar og haust sé stór og henti vel til vinnslu. Meðalvigtin hafi aðeins lækkað eftir því sem liðið hafi á haustið en í þessari síðustu veiðiferð Víkings hafi hún verið 450-460 grömm.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.10.19 374,36 kr/kg
Þorskur, slægður 20.10.19 456,45 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.10.19 276,44 kr/kg
Ýsa, slægð 20.10.19 297,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.10.19 174,07 kr/kg
Ufsi, slægður 20.10.19 185,19 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.19 245,00 kr/kg
Gullkarfi 20.10.19 247,64 kr/kg
Litli karfi 15.10.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.10.19 264,58 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.10.19 Sunna Líf GK-061 Þorskfisknet
Þorskur 766 kg
Samtals 766 kg
20.10.19 Viggi NS-022 Lína
Þorskur 1.371 kg
Ýsa 77 kg
Hlýri 52 kg
Karfi / Gullkarfi 5 kg
Samtals 1.505 kg
20.10.19 Páll Jónsson GK-357 Lína
Tindaskata 1.697 kg
Karfi / Gullkarfi 1.410 kg
Keila 1.225 kg
Hlýri 712 kg
Þorskur 553 kg
Steinbítur 113 kg
Ýsa 22 kg
Grálúða / Svarta spraka 22 kg
Ufsi 11 kg
Samtals 5.765 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.10.19 374,36 kr/kg
Þorskur, slægður 20.10.19 456,45 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.10.19 276,44 kr/kg
Ýsa, slægð 20.10.19 297,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.10.19 174,07 kr/kg
Ufsi, slægður 20.10.19 185,19 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.19 245,00 kr/kg
Gullkarfi 20.10.19 247,64 kr/kg
Litli karfi 15.10.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.10.19 264,58 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.10.19 Sunna Líf GK-061 Þorskfisknet
Þorskur 766 kg
Samtals 766 kg
20.10.19 Viggi NS-022 Lína
Þorskur 1.371 kg
Ýsa 77 kg
Hlýri 52 kg
Karfi / Gullkarfi 5 kg
Samtals 1.505 kg
20.10.19 Páll Jónsson GK-357 Lína
Tindaskata 1.697 kg
Karfi / Gullkarfi 1.410 kg
Keila 1.225 kg
Hlýri 712 kg
Þorskur 553 kg
Steinbítur 113 kg
Ýsa 22 kg
Grálúða / Svarta spraka 22 kg
Ufsi 11 kg
Samtals 5.765 kg

Skoða allar landanir »