Ánægja með byrjun síldveiða

Venus NS, togari Brims, kom til Vopnafjarðar síðdegis í dag …
Venus NS, togari Brims, kom til Vopnafjarðar síðdegis í dag með 1.260 tonn af síld. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Venus NS, togari Brims, kom til Vopnafjarðar síðdegis í dag með 1.260 tonn af síld. Síldin fékkst í fjórum holum á um sólarhring í Héraðsflóadjúpi en frá veiðisvæðinu er um fimm tíma sigling til Vopnafjarðar.

Bergur Einarsson,skipstjóri á Venusi, kveðst ánægður með byrjun síldveiðanna, í viðtali á vef sjávarútvegsfyrirtækisins.

„Þetta er okkar annar hreini síldveiðitúr en fyrir helgina vorum við á Vopnafirði með 1.360 tonna afla. Við byrjuðum reyndar á um 600 tonnum af síld sem við fengum í lok makrílveiðiferðar þannig að við erum alls komnir með um 3.200 tonn af síld,“ er haft eftir Bergi.

Rígvæn síld

Bergur átti allt eins von á því að síldin væri gengin út úr Héraðsflóanum og segir að það hafi því komið þægilega á óvart að þar hafi verið mikið af síld er Venus kom á miðin.

„Það er eins og síldin hafi gengið út í kantinn og snúið þar við í stað þess að ganga lengra út á djúpið. Þetta er allt rígvæn síld og hentar mjög vel til vinnslu,“ segir Bergur.

Tvö troll eru notuð um borð í Venusi. Þar af er annað nýtt 2048 Gloríu Helix síldarflottroll af svokallaðaðri 2019 útfærslu. Hefur það reynst vel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 1.663 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 1.720 kg
23.4.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 3.165 kg
Ýsa 1.316 kg
Steinbítur 180 kg
Karfi 29 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 4.693 kg
23.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.739 kg
Ýsa 40 kg
Karfi 37 kg
Samtals 1.816 kg
23.4.24 Hólmi ÞH 56 Grásleppunet
Grásleppa 4.450 kg
Samtals 4.450 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 1.663 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 1.720 kg
23.4.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 3.165 kg
Ýsa 1.316 kg
Steinbítur 180 kg
Karfi 29 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 4.693 kg
23.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.739 kg
Ýsa 40 kg
Karfi 37 kg
Samtals 1.816 kg
23.4.24 Hólmi ÞH 56 Grásleppunet
Grásleppa 4.450 kg
Samtals 4.450 kg

Skoða allar landanir »