Gjaldhækkanir þrátt fyrir minni losun

Jens Garðar Helgason, formaður SFS, gerir athugasemd við að kolefnisgjald …
Jens Garðar Helgason, formaður SFS, gerir athugasemd við að kolefnisgjald sé hækkað á sjávarútveginn. mbl.is/Árni Sæberg

Þrátt fyrir að sjávarútvegurinn hafi þegar náð markmiðum Parísarsamkomulagsins, leggja stjórnvöld kolefnisgjald á greinina og boða frekari hækkun. Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir gjöldin hafa neikvæð áhrif á samkeppnishæfni sjávarútvegsins.

Heildarlosun koltvísýrings frá sjávarútvegi og matvælaiðnaði var ríflega 55% minni á árinu 2017 en árið 1995. Þar af hefur losunin frá fiskveiðum og fiskeldi dregist saman um tæp 49% og losun frá fiskvinnslu og öðrum matvælaiðnaði um 81%, samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands.

„Mér finnst skjóta mjög skökku við að stjórnvöld hækki kolefnisgjöld á atvinnugrein sem er nú þegar búin að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Þetta er sú atvinnugrein sem hefur náð langmestum árangri í að minnka kolefnisspor sitt á undanförnum árum,“ segir Jens Garðar. Telur hann einkennilegt að „því sé mætt með ekki bara kolefnisgjöldum heldur stórhækkuðum kolefnisgjöldum sem ekki fyrir löngu voru hækkuð um 50% og boðað er að muni hækka ennþá meira“. Formaðurinn bendir einnig á að sjávarútvegur í samkeppnislöndum íslensks sjávarútvegs búi ekki við viðlíka gjöld.

Spurður hvort hann telji gjöldin draga úr samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs í alþjóðlegri samkeppni segir hann svo vera. „Þetta gjald er bara eitt af gjaldaflórunni sem alltaf dregur tennurnar úr samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 425 kg
Þorskur 183 kg
Skarkoli 61 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 694 kg
19.4.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 3.845 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 55 kg
Skarkoli 36 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.747 kg
19.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.224 kg
Þorskur 434 kg
Samtals 1.658 kg
19.4.24 Fannar SK 11 Grásleppunet
Grásleppa 2.677 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 13 kg
Þykkvalúra 4 kg
Skarkoli 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.909 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 425 kg
Þorskur 183 kg
Skarkoli 61 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 694 kg
19.4.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 3.845 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 55 kg
Skarkoli 36 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.747 kg
19.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.224 kg
Þorskur 434 kg
Samtals 1.658 kg
19.4.24 Fannar SK 11 Grásleppunet
Grásleppa 2.677 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 13 kg
Þykkvalúra 4 kg
Skarkoli 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.909 kg

Skoða allar landanir »