Stærri og fullkomnari Bárður SH er væntanlegur í október

Bárður SH á reynslusiglingu, en skipið er smíðað hjá Bredgaard …
Bárður SH á reynslusiglingu, en skipið er smíðað hjá Bredgaard bátasmiðjunni í Rödby í Danmörku. Ljósmynd/Bredgaard

Nýr Bárður SH 81 er væntanlegur til Ólafsvíkur í næsta mánuði. Báturinn er byggður í Bredgaard-bátasmiðjunni í Rødby í Danmörku og er að líkindum stærsti trefjaplasbátur sem smíðaður hefur verið fyrir Íslendinga, samkvæmt upplýsingum Péturs Péturssonar, skipstjóra og útgerðarmanns.

Verið er að leggja lokahönd á frágang áður en siglt verður yfir hafið og heim, en einnig er lokaskoðun eftir og frágangur á pappírum áður en haffærisskírteini verður gefið út.

Báturinn er tæplega 27 metra langur og sjö metra breiður. Eldri plastbátur með sama nafni er tæplega 15 metra langur og fjögurra metra breiður. Hann var smíðaður hjá Samtaki í Hafnarfirði 2001 og lengdur hjá Sólplasti í Sandgerði árið 2008. Ákvörðun um hvort eldri báturinn verður seldur verður tekin þegar sá nýi verður kominn í gagnið.

Verður mikil breyting

„Nýi báturinn á að fara betur með mannskap og afla, þetta verður mikil breyting fyrir okkur,“ segir Pétur. „Við höfum oft verið að fiska um þúsund tonn á ári og höfum mest sótt á gömlu vetrarvertíðinni frá áramótum og fram á vor. Þá hefur verið róið nánast stanslaust og mér fannst gamli báturinn vera of lítill fyrir svona mikla keyrslu.

Við höfum nánast eingöngu verið á þorskanetum, en einnig á skötuselsnetum nokkur haust, sem virðist nú orðið heyra sögunni til. Nýi báturinn er líka útbúinn á snurvoð og vonandi náum við meiri afla á haustin en áður. Við stefnum að því að veiða ekki minna á nýja bátnum en þeim gamla og helst viljum við auka þetta eitthvað. Auk eigin heimilda höfum við leigt til okkar kvóta og eins höfum við verið að fiska í samstarfi við aðra, til dæmis Þórsnes í Stykkishólmi.“

Erfitt að athafna sig á Arnarstapa

Pétur segir að 3-4 hafi verið á gamla bátnum en reiknar með að 5-6 verði í áhöfn á nýjum Bárði, á hávertíðinni að minnsta kosti. Sonur hans og tengdasonur hafa meðal annars verið með honum um borð. Á gamla Bárði var pláss fyrir um 15 tonn í körum. Á nýja bátnum segir Pétur að hægt verði að koma um 45 tonnum í kör.

Pétur hefur mest róið frá Ólafsvík en einnig frá Arnarstapa og segir hann að trúlega verði erfitt að athafna sig á nýja bátnum í höfninni þar. Pétur hóf útgerð frá Arnarstapa árið 1983 á sínum fyrsta Bárði, sem var rúmlega tveggja tonna trébátur. aij@mbl.is

Pétur Pétursson skipstjóri og útgerðarmaður.
Pétur Pétursson skipstjóri og útgerðarmaður. mbl.is/Sigurður Bogi
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 454,87 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 230,72 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 180,22 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 179,98 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Jón Pétur RE 411 Grásleppunet
Grásleppa 1.138 kg
Þorskur 89 kg
Samtals 1.227 kg
23.4.24 Brimsvala SH 262 Handfæri
Þorskur 726 kg
Samtals 726 kg
23.4.24 Þytur MB 10 Handfæri
Þorskur 691 kg
Samtals 691 kg
23.4.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 1.756 kg
Þorskur 60 kg
Rauðmagi 12 kg
Steinbítur 6 kg
Skarkoli 1 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 1.836 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 454,87 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 230,72 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 180,22 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 179,98 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Jón Pétur RE 411 Grásleppunet
Grásleppa 1.138 kg
Þorskur 89 kg
Samtals 1.227 kg
23.4.24 Brimsvala SH 262 Handfæri
Þorskur 726 kg
Samtals 726 kg
23.4.24 Þytur MB 10 Handfæri
Þorskur 691 kg
Samtals 691 kg
23.4.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 1.756 kg
Þorskur 60 kg
Rauðmagi 12 kg
Steinbítur 6 kg
Skarkoli 1 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 1.836 kg

Skoða allar landanir »