Ekkert að hafa á Halanum

Ísfisktogarinn Akurey ekki haft mikið úr sjó á Halamiðum.
Ísfisktogarinn Akurey ekki haft mikið úr sjó á Halamiðum. mbl.is/Þorgeir Baldursson

„Við erum á leiðinni austur á Strandagrunn. Við höfum verið á Halanum en þar er allt tómt og ekkert að hafa. Strandagrunnið er óskrifað blað og við getum alveg eins reynt fyrir okkur þar eins og að hanga á Halamiðum upp á von og óvon,“ er haft eftir Eirík Jónsson, skipstjóra á ísfisktogaranum Akurey AK, á vef Brim.

Akurey fór frá Reykjavík í hádeginu á föstudag og byrjaði áhöfnin á að veiða um 40 tonn af gullkarfa í Víkurálnum. Þaðan var kanturinn norður og austur með Vestfjörðum þræddur alla leiðina á Halamið.

„Vestfjarðamið standa vart undir nafni um þessar mundir og það er sáralítið af fiski á Halanum svo dæmi séu nefnd. Við fórum reyndar í ágæta veiðiferð á Vestfjarðamið síðast á undan þessum túr. Við vorum með 160 til 170 tonn, mest þorsk, en þá munaði mest um tvo góða daga. Þannig eru Vestfjarðamið þessa dagana. Við fáum glennu af og til og góðan afla en þess á milli er aflinn lítill,“ segir Eiríkur.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.8.20 386,58 kr/kg
Þorskur, slægður 11.8.20 449,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.8.20 358,99 kr/kg
Ýsa, slægð 11.8.20 303,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.8.20 114,88 kr/kg
Ufsi, slægður 11.8.20 136,00 kr/kg
Djúpkarfi 28.7.20 12,00 kr/kg
Gullkarfi 11.8.20 262,22 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 7.8.20 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.8.20 Hólmi ÞH-056 Handfæri
Þorskur 732 kg
Karfi / Gullkarfi 7 kg
Samtals 739 kg
11.8.20 Teista ÞH-058 Handfæri
Þorskur 195 kg
Samtals 195 kg
11.8.20 Karen Dís SU-087 Handfæri
Þorskur 767 kg
Karfi / Gullkarfi 19 kg
Samtals 786 kg
11.8.20 Freyja Dís ÞH-330 Handfæri
Þorskur 268 kg
Samtals 268 kg
11.8.20 Steinunn HF-108 Lína
Karfi / Gullkarfi 494 kg
Hlýri 117 kg
Keila 89 kg
Ýsa 68 kg
Þorskur 48 kg
Steinbítur 8 kg
Samtals 824 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.8.20 386,58 kr/kg
Þorskur, slægður 11.8.20 449,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.8.20 358,99 kr/kg
Ýsa, slægð 11.8.20 303,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.8.20 114,88 kr/kg
Ufsi, slægður 11.8.20 136,00 kr/kg
Djúpkarfi 28.7.20 12,00 kr/kg
Gullkarfi 11.8.20 262,22 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 7.8.20 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.8.20 Hólmi ÞH-056 Handfæri
Þorskur 732 kg
Karfi / Gullkarfi 7 kg
Samtals 739 kg
11.8.20 Teista ÞH-058 Handfæri
Þorskur 195 kg
Samtals 195 kg
11.8.20 Karen Dís SU-087 Handfæri
Þorskur 767 kg
Karfi / Gullkarfi 19 kg
Samtals 786 kg
11.8.20 Freyja Dís ÞH-330 Handfæri
Þorskur 268 kg
Samtals 268 kg
11.8.20 Steinunn HF-108 Lína
Karfi / Gullkarfi 494 kg
Hlýri 117 kg
Keila 89 kg
Ýsa 68 kg
Þorskur 48 kg
Steinbítur 8 kg
Samtals 824 kg

Skoða allar landanir »