Smáir og knáir í nýrri höfn

Farsæll SH kemur inn til Grundarfjarðar sl. laugardag.
Farsæll SH kemur inn til Grundarfjarðar sl. laugardag. mbl.is/Alfons Finnsson

Útgerðir FISK Seafood og Soffaníasar Cecilssonar í Grundarfirði tóku á laugardaginn við tveimur bátum sem leysa eldri skip af hólmi. Nýju bátarnir, Farsæll SH-30 og Sigurborg SH-12, komu inn til Grundarfjarðar laust eftir hádegi og tók fjölmenni þar á móti skipunum og áhöfnum þeirra við athöfn sem var hátíðleg.

Bátarnir, sem keyptir voru af Gjögri hf., verða gerðir út frá Grundarfirði og er þeim ætlað að sinna veiðum á til dæmis sólkola, skarkola og steinbít. Farsæll, skip frá 2009, hét í eigu fyrri útgerðar Áskell EA og er 362 brúttótonn. Sigurborgin, pólsk smíði frá 2006, var áður Vörður EA og er 485 brúttótonn.

„Núna erum við að fá smáa en knáa trollbáta sem vonandi munu gera okkur kleift að sækja á fleiri mið en fyrr, fjölga aflategundum og auka um leið rekstraröryggið,“ segir Friðbjörn Ásbjörnsson útgerðarstjóri um skipin nýju. Reiknað er með að gamli Farsæll SH og Sigurborg SH, sem nú víkja fyrir yngri skipum, verði seld og ef ekki fari þau í pottinn

Stórstígar breytingar

„Engum dylst að það eru tímar stórstígra breytinga í samfélaginu, sem eru þegar farnar að hafa mikil áhrif. Breytingarnar eru svo víðtækar að talað er um fjórðu iðnbyltinguna,“ sagði Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði, í ávarpi sem hún flutti við móttöku skipanna tveggja. „Þess vegna er það ánægjulegt að ekki síst sjávarútvegurinn er virkur þátttakandi í þeim tækni- og atvinnuháttabreytingum sem nú eiga sér stað. Með því skapar hann sér einmitt stöðu til að vera áfram undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar.“

Ráðgert er að Farsæll fari til veiða um næstu helgi og er skipstjóranum uppálagt að veiða ýsu, kola og steinbít á Breiðafirði og Vestfjarðarmiðum. Níu menn verða eru í áhöfn Farsæls og hver túr verður sex dagar hið mesta.

Þórólfur Gíslason stjórnarformaður Fisk Seafood, Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri í Grundarfirði …
Þórólfur Gíslason stjórnarformaður Fisk Seafood, Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri í Grundarfirði og Friðbjörn Ásbjörnsson sem stýrir starfsemi Fisk Seefood í Grundarfirði. mbl.is/Alfons Finnsson
Ómar Þorleifsson er skipstjóri á Sigurborgu SH.
Ómar Þorleifsson er skipstjóri á Sigurborgu SH. mbl.is/Alfons Finsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.6.21 356,79 kr/kg
Þorskur, slægður 14.6.21 393,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.6.21 474,87 kr/kg
Ýsa, slægð 14.6.21 317,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.6.21 125,38 kr/kg
Ufsi, slægður 14.6.21 129,87 kr/kg
Djúpkarfi 11.6.21 161,54 kr/kg
Gullkarfi 14.6.21 183,26 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.6.21 334,00 kr/kg
Blálanga, slægð 14.6.21 262,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.6.21 Finnbjörn ÍS-068 Dragnót
Ýsa 3.803 kg
Skarkoli 1.285 kg
Samtals 5.088 kg
15.6.21 Sólfaxi SK-080 Handfæri
Þorskur 718 kg
Samtals 718 kg
15.6.21 Bonný ST-045 Handfæri
Þorskur 772 kg
Samtals 772 kg
15.6.21 Sæborg ST-034 Handfæri
Þorskur 769 kg
Samtals 769 kg
15.6.21 Særós ST-207 Handfæri
Þorskur 774 kg
Samtals 774 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.6.21 356,79 kr/kg
Þorskur, slægður 14.6.21 393,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.6.21 474,87 kr/kg
Ýsa, slægð 14.6.21 317,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.6.21 125,38 kr/kg
Ufsi, slægður 14.6.21 129,87 kr/kg
Djúpkarfi 11.6.21 161,54 kr/kg
Gullkarfi 14.6.21 183,26 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.6.21 334,00 kr/kg
Blálanga, slægð 14.6.21 262,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.6.21 Finnbjörn ÍS-068 Dragnót
Ýsa 3.803 kg
Skarkoli 1.285 kg
Samtals 5.088 kg
15.6.21 Sólfaxi SK-080 Handfæri
Þorskur 718 kg
Samtals 718 kg
15.6.21 Bonný ST-045 Handfæri
Þorskur 772 kg
Samtals 772 kg
15.6.21 Sæborg ST-034 Handfæri
Þorskur 769 kg
Samtals 769 kg
15.6.21 Særós ST-207 Handfæri
Þorskur 774 kg
Samtals 774 kg

Skoða allar landanir »