Runólfur strax í róður

Runólfur SH 135 í Grundarfjarðarhöfn í gær.
Runólfur SH 135 í Grundarfjarðarhöfn í gær. Mbl.is/Gunnar Kristjánsson

Vænst er að Runólfur SH, togskip sem bættist í flota GRUN hf. fyrir skemmstu og kom í fyrsta sinn til nýrrar heimahafnar í Grundarfirði í gær, fari strax til veiða í kvöld.„Við keyptum skipið ekki upp á punt, heldur til að skapa verðmæti. Við létum mála skipið í okkar bláu litum en þurftum engu öðru að breyta. Sendum strákana því strax á miðin og fyrsta löndun er áformuð á mánudagsmorgun,“ segir Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri GRUN, í samtali við Morgunblaðið.

Togskipið Runólfur SH er 290 brúttótonn, smíðaður í Póllandi árið 2006. Var áður sem Bergey VE í eigu og útgerð Bergs-Hugins/Síldarvinnslunnar í Vestmannaeyjum. Þessi viðskipti með skipið eru hluti af stórri fléttu í íslenskri útgerð sem tekin hefur verið að undanförnu; það er að sjö norsk nýsmíðaskip koma til landsins sem er skipt út fyrir eldri skip sem önnur sjávarútvegsfyrirtæki kaupa. Þ

Tíu manns verða í áhöfn Runólfs SH og undir skipstjórn Arnars Kristjánssonar verður í þorsk, ýsu, ufsa, karfa og flatfisk. Með kaupunum á Runólfi SH er ætlunin að styrkja hráefnisöflun fyrir nýtt og fullkomið fiskvinnsluhús GRUN. Starfsemi í því hófst snemma á þessu ári og í gegnum vinnsluna þar fara um 500 tonn á mánuði; fiskur sem að stærstum hluta er fluttur ferskur til kaupenda í Evrópu.

Runólfur Guðmundsson stjórnarformaður GRUN við skipið nýja.
Runólfur Guðmundsson stjórnarformaður GRUN við skipið nýja. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,31 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,19 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 120,59 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,14 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Kolga BA 70 Grásleppunet
Rauðmagi 29 kg
Þorskur 21 kg
Samtals 50 kg
25.4.24 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Grásleppa 1.443 kg
Þorskur 473 kg
Ýsa 113 kg
Skarkoli 60 kg
Samtals 2.089 kg
25.4.24 Guðrún AK 9 Grásleppunet
Grásleppa 671 kg
Samtals 671 kg
25.4.24 Sæfari BA 110 Grásleppunet
Grásleppa 3.470 kg
Þorskur 109 kg
Skarkoli 63 kg
Steinbítur 29 kg
Rauðmagi 20 kg
Samtals 3.691 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,31 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,19 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 120,59 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,14 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Kolga BA 70 Grásleppunet
Rauðmagi 29 kg
Þorskur 21 kg
Samtals 50 kg
25.4.24 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Grásleppa 1.443 kg
Þorskur 473 kg
Ýsa 113 kg
Skarkoli 60 kg
Samtals 2.089 kg
25.4.24 Guðrún AK 9 Grásleppunet
Grásleppa 671 kg
Samtals 671 kg
25.4.24 Sæfari BA 110 Grásleppunet
Grásleppa 3.470 kg
Þorskur 109 kg
Skarkoli 63 kg
Steinbítur 29 kg
Rauðmagi 20 kg
Samtals 3.691 kg

Skoða allar landanir »