Hvattir til að borða íslenskan þorsk

Fiskur og franskar. Bretar hafa lengi kunnað að meta góðan …
Fiskur og franskar. Bretar hafa lengi kunnað að meta góðan þorsk. mbl.is/​Hari

Neytendur í Bretlandi hafa verið hvattir til að forðast þorsk úr Norðursjó. Í staðinn er þeim bent á að borða meira af síld, rauðsprettu og lýsingi. Þeim sem eru ákveðnir í að fá sér þorskmáltíð er hins vegar bent á að leita að fiski frá Íslandi og úr Barentshafi.

Alþjóðahafrannsóknaráðið greindi nýlega frá slæmri stöðu þorskstofnsins í Norðursjó og mikilli lækkun stofnmats á milli ára. Ástæður þess að stofninn er kominn undir viðmiðunarmörk liggja ekki fyrir, en hlýnun sjávar og minni nýliðun eru meðal líklegra skýringa.

Í kjölfarið afturkölluðu vottunarstofur MSC (Marine Stewardship Council) vottun sína á þorski veiddum í Norðursjó, en óháðar vottunarstofur meta m.a. sjálfbærni fiskstofna og veiða. Bresku umhverfissamtökin MCS (The Marine Conservation Society) hafa nú hvatt almenning til að kaupa frekar þorsk frá Íslandi og úr Barentshafi heldur en þorsk veiddan í Norðursjónum, að því er fram kemur í breska blaðinu Guardian.

Þar segir að norðursjávarþorskur gæti horfið úr hillum stórmarkaða á næsta ári batni ástand stofnsins ekki, en tekið er fram að stærri hluti þorsks, sem seldur sé í Bretlandi, sé af öðrum uppruna. Í Morgunblaðinu kom fram fyrir nokkru að Bretar leggja sér til munns um 115 þúsund tonn af þorski á ári hverju. Um 15 þúsund tonn komi úr Norðursjó en hin hundrað þúsundin að mestu úr Barentshafi, af Íslandsmiðum eða séu veidd undan ströndum Noregs.

Íslenskur þorskur með hæstu einkunn

Gísli Gíslason, svæðisstjóri MSC fyrir Ísland, Fræeyjar og Grænland, segir að afturköllun vottunar á norðursjávarþorski gæti haft áhrif á sölu á íslenskum þorski í Bretlandi. Stórmarkaðir í Bretlandi geri margir kröfur um MSC-vottun og vilji geta sagt að þeir selji eingöngu sjávarafurðir úr sjálfbærum stofnum. Nú standist norðursjávarþorskur ekki lenngur staðla MSC og þá gerist annað tveggja að ástandið batni og tegundin fái vottunarskírteini á ný eða að afturköllunin verði varanleg og til að fá skírteini að nýju þurfi að byrja ferilinn varðandi vottun frá grunni.

Gísli segir að það sé ekki ólíklegt að þessi afturköllun geti frekar orðið sölu á íslenskum þorski til framdráttar í Bretlandi, þar sem þetta minnki framboð á MSC-vottuðum þorski. Hann segist hafa fengið fyrirspurnir úr ýmsum áttum, ekki síst frá Bandaríkjunum, þar sem spurt sé hvort þessi afturköllun hafi einhverja þýðingu fyrir þorsk frá Íslandi. „Því er til að svara að þorskur frá Íslandi er með einhverja hæstu einkunn sem vottunarstofur hafa gefið fyrir sjáfbærni stofns og veiða, samkvæmt MSC-staðli“ segir Gísli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.8.20 330,41 kr/kg
Þorskur, slægður 10.8.20 345,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.8.20 340,74 kr/kg
Ýsa, slægð 10.8.20 251,25 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.8.20 101,00 kr/kg
Ufsi, slægður 10.8.20 122,90 kr/kg
Djúpkarfi 28.7.20 12,00 kr/kg
Gullkarfi 10.8.20 258,67 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 7.8.20 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.8.20 Tóti NS-036 Handfæri
Þorskur 804 kg
Samtals 804 kg
11.8.20 Björn Jónsson ÞH-345 Handfæri
Þorskur 742 kg
Karfi / Gullkarfi 10 kg
Samtals 752 kg
11.8.20 Kaldi SK-121 Þorskfisknet
Ýsa 631 kg
Þorskur 84 kg
Samtals 715 kg
11.8.20 Kristín ÞH-015 Handfæri
Þorskur 313 kg
Ufsi 32 kg
Karfi / Gullkarfi 7 kg
Samtals 352 kg
11.8.20 Lilja ÞH-021 Handfæri
Þorskur 165 kg
Ufsi 11 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 184 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.8.20 330,41 kr/kg
Þorskur, slægður 10.8.20 345,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.8.20 340,74 kr/kg
Ýsa, slægð 10.8.20 251,25 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.8.20 101,00 kr/kg
Ufsi, slægður 10.8.20 122,90 kr/kg
Djúpkarfi 28.7.20 12,00 kr/kg
Gullkarfi 10.8.20 258,67 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 7.8.20 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.8.20 Tóti NS-036 Handfæri
Þorskur 804 kg
Samtals 804 kg
11.8.20 Björn Jónsson ÞH-345 Handfæri
Þorskur 742 kg
Karfi / Gullkarfi 10 kg
Samtals 752 kg
11.8.20 Kaldi SK-121 Þorskfisknet
Ýsa 631 kg
Þorskur 84 kg
Samtals 715 kg
11.8.20 Kristín ÞH-015 Handfæri
Þorskur 313 kg
Ufsi 32 kg
Karfi / Gullkarfi 7 kg
Samtals 352 kg
11.8.20 Lilja ÞH-021 Handfæri
Þorskur 165 kg
Ufsi 11 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 184 kg

Skoða allar landanir »