Nýtt skip ráði við íslensk skilyrði

Bjarni Sæmundsson RE verður 50 ára á næsta ári og …
Bjarni Sæmundsson RE verður 50 ára á næsta ári og hafur skipið þjónað hlutverki sínu vel. Nýtt skip sem mun taka við af Bjarna verður ekki fullsmíðað fyrr en 2021 og verður hlaðið nýjungum. mbl.is/Þorgeir

Langur aðdragandi hefur verið að því að smíðað verði nýtt hafrannsóknaskip til þess að leysa af eldra skip Hafrannsóknastofnunar, Bjarna Sæmundsson, að sögn Friðriks J. Arngrímssonar, formanns smíðanefndar. „Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar eru nú með sérfræðingum, sem hafa unnið lengi með stofnuninni, að móta það skip sem verður boðið út. Það er verið að frumhanna skipið og þegar smíðalýsing liggur fyrir verður verkið boðið út,“ segir Friðrik.

Nýlega var undirritað samkomulag milli Hafrannsóknastofnunar og Ríkiskaupa um útboð, enn er þó nokkuð í land með að smíðin fari í útboð, að sögn formannsins. Gert er ráð fyrir að smíði nýs rannsóknaskips fari fram á árunum 2020 og 2021. Þá er kostnaður áætlaður 3,2 milljarðar króna.

Friðrik segir skipasmíðina byggjast á samhæfðum reglum alþjóðlegra flokkunarfélaga sem þarf að uppfylla og að það „verða gerðar ríkar kröfur til þeirra skipasmíðastöðva sem kemur til greina að smíði skipið“. Hann segir lengi hafa verið rætt um smíði nýs hafrannsóknaskips og það sé fagnaðarefni að nú skuli það vera að verða að veruleika, en telur að sú fjárveiting sem ætluð er til smíðinnar sé á mörkunum.

Friðrik J. Arngrímsson.
Friðrik J. Arngrímsson. Ljósmynd/Sigurgeir Sigurðsson

Hafrannsóknastofnun er að leita eftir fjölnota skipi sem getur veitt með bæði botnvörpu og flotvörpu, getur bergmálsmælt fiskistofna auk þess að geta sinnt öðrum hafrannsóknum, tekið sjósýni, botnsýni, svifsýni og notað neðansjávarmyndavélar, að því er fram kemur í svari við fyrirspurn 200 mílna. Þar segir jafnframt að skipið þurfi að ráða við þau skilyrði sem ríkja á hafsvæðinu hér við land.

„Það er vitað hvað nýja skipið á að gera,“ segir Friðrik. „Við erum að glíma við mjög erfiðar aðstæður hér við Ísland; bæði veðurfar og sjólag. Þetta þarf að vera nægjanlega stórt og öflugt skip til að ráða við þau verkefni sem því eru ætluð. Þá er mikilvægt að skipið fari vel með áhöfn og rannsóknarfólk. Við munum leggja áherslu á að uppfylla öll þessi skilyrði og jafnframt hafa í huga að skipið verð hagkvæmt í rekstri, en auðvitað erum við bundin af fjárveitingum,“ útskýrir hann.

Bjarni gott skip

Spurður hvort skipið Bjarni Sæmundsson hafi reynst vel þrátt fyrir aldur og fyrri störf svarar Friðrik: „Ég myndi hiklaust svara já. Þetta er gott skip sem hefur skilað miklu, en auðvitað hafa þarfirnar og kröfurnar breyst. Hann er auðvitað barns síns tíma, en þetta er hagkvæmt skip. Það sem er mjög mikilvægt í þessum rannsóknaskipum er að þau séu hljóðlát og þess vegna eru þau búin þannig að þau hafa ekki hefðbundinn framdrifsbúnað sem samanstendur af vél, gír og skrúfu. Þessi rannsóknaskip eru með vélar sem framleiða inn á rafmótor sem knýr síðan öxulinn og skrúfuna. Bjarni er þannig byggður.“

Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson var smíðað í Þýskalandi árið 1970 og afhent Hafrannsóknastofnun 17. desember sama ár. Um var að ræða fyrsta skipið sem var knúið af rafvélum sem fá afl sitt frá dísilvélum. Skipið er 56 metra langt og 10,6 metra breitt, dýpt af efra þilfari er sjö metrar. Í skipinu eru þrjár vélar og ef keyrt er á öllum vélum er ganghraði skipsins um 12 sjómílur. Á skipinu er 14 manna áhöfn og auk þess er aðstaða fyrir 13 vísinda- og rannsóknarmenn.

„Höfum eignazt fullkomið hafrannsóknaskip“ var fyrirsögn í Morgunblaðinu er skipið kom til Reykjavíkur. Þá sagði í umfjölluninni að „öll fiskileitartæki, dýptarmælar, loftskeytatæki og talkerfi eru frá A/S Simonsen Radio (Simrad). Ýmis ný tæki eru í þessu skipi, sem ýmist hafa ekki verið sett í íslenzk skip áður eða eru þá alveg ný af nálinni“.

Skipið verður 50 ára á næsta ári og hefur borið á gagnrýni vegna aldurs tækjabúnaðar og áhalda skipsins. Meðal annars lagði Bjarni í loðnuleiðangur 11 dögum seinna en áætlað var árið 2017 sökum þess að bilun varð í einni stjórntölvu fyrir vél skipsins, en stýribúnaðurinn er frá 2004. Þá voru aðalvélarnar endurnýjaðar sama ár og gert ráð fyrir að skipið yrði gert út í 10 til 12 ár. Ýmiss konar búnaður og tæki, innréttingar og fleira hafði því ekki verið endurnýjað á þeim tíma.

Árni Friðriksson RE er að verða 20 ára og talið …
Árni Friðriksson RE er að verða 20 ára og talið að styttist í að þurfi nýtt skip í hans stað, enda kröfurnar aðrar nú en þá. mbl.is/Þorgeir

Árni eldist

Bjarni var hins vegar ekki fyrsta sérsmíðaða rannsóknaskip Íslendinga, en það var Árni Friðriksson RE 100 sem kom til hafnar árið 1967. Nýr Árni kom til landsins árið 2000 og var skipið smíðað í Asmar-skipasmíðistöðinni í Síle. Skipið, sem verður 20 ára á næsta ári, er 70 metra langt og 14 metra breitt. Vélarnar eru fjórar og meðalganghraði er um 13 sjómílur en hámarksganghraði um 16 sjómílur.

Þá segir á vef Hafrannsóknastofnunar að Árni Friðriksson RE 200 sé „sérsmíðað til hafrannsókna og er meðal annars búið fjölgeisladýptarmæli og jarðlagamæli til kortlagningar sjávarbotnsins, sem endurnýjaðir voru vorið 2017. Einnig er í skipinu búnaður til samburðarrannsókna á veiðarfærum. Skipið er einstaklega hljóðlátt og búið fullkomnustu tækni til bergmálsmælinga sem völ er á“. Þá hefur skipið aðstöðu fyrir 33, þar af 18 manna áhöfn og 15 vísinda- og rannsóknarmenn.

Í fyrra samþykktu Sjómannasamband Íslands, Félag skipstjórnarmanna, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sameiginlega ályktun þar sem skorað var á stjórnvöld að kaupa skip í stað hafrannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar og huga strax að skipi til að taka við af Árna Friðrikssyni. Var sagt að stjórnvöld hefðu vanrækt skyldu sína til að sjá til þess að hafrannsóknir við landið væru ætíð í fremstu röð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.6.21 307,45 kr/kg
Þorskur, slægður 15.6.21 335,41 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.6.21 471,40 kr/kg
Ýsa, slægð 15.6.21 316,25 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.6.21 105,99 kr/kg
Ufsi, slægður 15.6.21 128,99 kr/kg
Djúpkarfi 15.6.21 135,00 kr/kg
Gullkarfi 15.6.21 226,61 kr/kg
Litli karfi 15.6.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.6.21 334,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.6.21 Finnbjörn ÍS-068 Dragnót
Ýsa 2.090 kg
Steinbítur 643 kg
Skarkoli 175 kg
Lúða 34 kg
Þykkvalúra sólkoli 9 kg
Samtals 2.951 kg
15.6.21 Fríða EA-012 Handfæri
Þorskur 817 kg
Ufsi 96 kg
Samtals 913 kg
15.6.21 Fanney EA-082 Handfæri
Þorskur 787 kg
Ufsi 102 kg
Samtals 889 kg
15.6.21 Jón Magg ÓF-047 Handfæri
Þorskur 795 kg
Ufsi 347 kg
Samtals 1.142 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.6.21 307,45 kr/kg
Þorskur, slægður 15.6.21 335,41 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.6.21 471,40 kr/kg
Ýsa, slægð 15.6.21 316,25 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.6.21 105,99 kr/kg
Ufsi, slægður 15.6.21 128,99 kr/kg
Djúpkarfi 15.6.21 135,00 kr/kg
Gullkarfi 15.6.21 226,61 kr/kg
Litli karfi 15.6.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.6.21 334,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.6.21 Finnbjörn ÍS-068 Dragnót
Ýsa 2.090 kg
Steinbítur 643 kg
Skarkoli 175 kg
Lúða 34 kg
Þykkvalúra sólkoli 9 kg
Samtals 2.951 kg
15.6.21 Fríða EA-012 Handfæri
Þorskur 817 kg
Ufsi 96 kg
Samtals 913 kg
15.6.21 Fanney EA-082 Handfæri
Þorskur 787 kg
Ufsi 102 kg
Samtals 889 kg
15.6.21 Jón Magg ÓF-047 Handfæri
Þorskur 795 kg
Ufsi 347 kg
Samtals 1.142 kg

Skoða allar landanir »