Góð vertíð en óljóst með uppruna hluta síldarinnar

Síldarvertíðin hefur verið góð í ár.
Síldarvertíðin hefur verið góð í ár. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Sjómenn láta vel af síldarvertíðinni úti fyrir Austfjörðum; tíðin hefur yfirleitt verið góð, síldin ekki verið mjög langt frá landi og afli verið góður. Haft var eftir Tómasi Kárasyni, skipstjóra á Beiti, á vef Síldarvinnslunnar á fimmtudag, að upp á síðkastið hefði orðið vart við síld af öðrum stofni í bland við norsk-íslensku síldina og hafi bátarnir m.a. þess vegna fært sig utar. „Athyglisvert er að þessi síld, sem við teljum vera íslenska sumargotssíld, er algjörlega laus við sýkingu, en hún er fjarri því eins feit og norsk-íslenska síldin,“ segir Tómas.

Guðmundur J. Óskarsson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun, er ekki sannfærður um að þarna sé eingöngu um að ræða íslenska sumargotssíld í bland við þá norsk-íslensku. Hann segist taka undir að þarna sé ekki um norsk-íslenska vorgotssíld að ræða þar sem kynkirtlar hennar eru stórir og þroskaðir á þessum árstíma sem aðgreini hana auðveldlega frá hinum stofnunum.

Hins vegar geti þetta líka verið Norðursjávarsíld, sem gangi allt norður fyrir Færeyjar í fæðuleit á sumrin, eða síld frá Lofoten-svæðinu, en báðir þessir stofnar hrygni síðsumars eða á haustin. Þessi sumar/hausthrygnandi síld hafi fengist í auknum mæli við veiðar á norsk-íslenskri síld síðustu ár. „Við höfum hins vegar ekki aðferð til að greina milli þessara sumar/hausthrygnandi stofna á þessum tíma og styðjumst því mikið við hvar hún veiðist,“ segir Guðmundur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.10.19 404,39 kr/kg
Þorskur, slægður 15.10.19 370,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.10.19 291,49 kr/kg
Ýsa, slægð 15.10.19 311,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.10.19 164,17 kr/kg
Ufsi, slægður 15.10.19 184,96 kr/kg
Djúpkarfi 30.9.19 231,00 kr/kg
Gullkarfi 15.10.19 259,30 kr/kg
Litli karfi 15.10.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.10.19 225,28 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.10.19 Hafrún HU-012 Dragnót
Ýsa 3.760 kg
Þorskur 921 kg
Skarkoli 115 kg
Ufsi 72 kg
Karfi / Gullkarfi 31 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 4.919 kg
15.10.19 María EA-077 Handfæri
Þorskur 365 kg
Samtals 365 kg
15.10.19 Hafborg EA-152 Dragnót
Ýsa 3.872 kg
Þorskur 3.307 kg
Ufsi 545 kg
Skarkoli 156 kg
Langlúra 18 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 7.903 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.10.19 404,39 kr/kg
Þorskur, slægður 15.10.19 370,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.10.19 291,49 kr/kg
Ýsa, slægð 15.10.19 311,45 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.10.19 164,17 kr/kg
Ufsi, slægður 15.10.19 184,96 kr/kg
Djúpkarfi 30.9.19 231,00 kr/kg
Gullkarfi 15.10.19 259,30 kr/kg
Litli karfi 15.10.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.10.19 225,28 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.10.19 Hafrún HU-012 Dragnót
Ýsa 3.760 kg
Þorskur 921 kg
Skarkoli 115 kg
Ufsi 72 kg
Karfi / Gullkarfi 31 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 4.919 kg
15.10.19 María EA-077 Handfæri
Þorskur 365 kg
Samtals 365 kg
15.10.19 Hafborg EA-152 Dragnót
Ýsa 3.872 kg
Þorskur 3.307 kg
Ufsi 545 kg
Skarkoli 156 kg
Langlúra 18 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 7.903 kg

Skoða allar landanir »