Ljósafell SU í sparifötunum

Öldungurinn ber sig vel á siglingu inn spegilsléttan Fáskrúðsfjörð á ...
Öldungurinn ber sig vel á siglingu inn spegilsléttan Fáskrúðsfjörð á þessari mynd sem tekin var á dögunum. Ljósmynd/Friðrik Már Guðmundsson

Ljósafell SU 70 frá Fáskrúðsfirði var nýverið í slipp í sex vikur í Reykjavík og var ýmislegt gert til að viðhalda góðu ástandi þessa 46 ára gamla fleys. Skipið hélt á ný til veiða 12. september, að því er fram kemur á heimasíðu Loðnuvinnslunnar.

Aðalvélin var m.a. tekin upp frá grunni, skipt um slífar og legur, gírinn tekinn upp og yfirfarinn sem og rafallinn og vatnstankarnir voru teknir í gegn. Skipt var um skjái í brúnni, öryggismyndavélar settar upp á nokkrum stöðum eins og við spilin og tvær myndavélar voru settar í vélarúmið þannig að hægt er að fylgjast með stöðunni þar. Þá var skipið málað hátt og lágt og segja má að Ljósafellið hafi verið í sparifötunum þegar það kom heim til Fáskrúðsfjarðar.

Ljósafellið hefur frá upphafi borið fisk að landi í Fáskrúðsfirði en einnig í fjölda ára tekið þátt í togararalli Hafrannsóknastofnunar. Skipið er eitt af Japanstogurunum tíu sem komu til landsins 1973. Nú eru tveir þeirra eftir í rekstri; auk Ljósafells er það Múlaberg SI (áður Ólafur Bekkur ÓF), sem Rammi í Fjallabyggð gerir út. Hinir átta voru Arnar SU, Bjartur NK, Brettingur NS, Drangey SK, Hoffell SU, Páll Pálsson ÍS, Rauðinúpur ÞH og Vestmannaey VE.

Eldgos í Eyjum

Vestmannaey kom fyrst þessara skipa og sigldi inn í Hafnarfjarðarhöfn 19. febrúar 1973 eftir 49 sólarhringa siglingu frá Japan. Sólarhring síðar kom Páll Pálsson inn til Ísafjarðar og tíu dögum síðar lagði Bjartur NK að bryggju í Neskaupstað. Næstu vikur og mánuði sigldu sjö aðrir Japanstogarar í kjölfarið.

Vitaskuld var gert ráð fyrir að Vestmannaey kæmi til heimahafnar í Vestmannaeyjum. Á siglingunni heim fengu skipverjar óljósar fréttir af því að eldgos væri hafið í Heimaey, en það hófst 23. janúar 1973. Málin skýrðust er leið á og skipverjum létti er þeir heyrðu að allir væru heilir á húfi.

Í Morgunblaðinu daginn eftir heimkomu skipsins mátti lesa eftirfarandi: „Vestmannaey var stödd á Kyrrahafinu, þegar fyrstu fréttir af gosinu í Vestmannaeyjum bárust áhöfninni til eyrna. Þeir félagar á Vestmannaey sögðu að fyrstu fréttir, sem þeir heyrðu í enskumælandi útvarpsstöðvum hefðu verið þannig að Heimaey væri að sökkva og þegar hefðu 5 manns farizt í hamförunum.

Og þannig voru allar fréttir, sem áhöfninni bárust, en þeir félagar róuðust þó, þegar viðtali við Eið Guðnason og Gunnar Schram var útvarpað hjá CBS-útvarpsstöðinni, þá fyrst fengu þeir réttar fregnir. En áður en þeir heyrðu þetta viðtal liðu 3 dagar og á meðan beið áhöfnin í algjörri óvissu um heimahöfn skipsins, Vestmannaeyjar.“ aij@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.10.19 403,11 kr/kg
Þorskur, slægður 21.10.19 425,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.10.19 289,07 kr/kg
Ýsa, slægð 21.10.19 266,84 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.10.19 155,97 kr/kg
Ufsi, slægður 21.10.19 184,53 kr/kg
Djúpkarfi 21.10.19 216,00 kr/kg
Gullkarfi 21.10.19 230,94 kr/kg
Litli karfi 15.10.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 21.10.19 257,77 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.10.19 Anna EA-305 Grálúðunet
Grálúða / Svarta spraka 14.848 kg
Samtals 14.848 kg
23.10.19 Breki VE-61 Botnvarpa
Ýsa 1.728 kg
Samtals 1.728 kg
22.10.19 Sigurfari GK-138 Dragnót
Skarkoli 180 kg
Sandkoli 142 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 40 kg
Lýsa 7 kg
Stórkjafta / Öfugkjafta 5 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 377 kg
22.10.19 Þorleifur EA-088 Dragnót
Ýsa 5.129 kg
Þorskur 1.926 kg
Ufsi 360 kg
Samtals 7.415 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.10.19 403,11 kr/kg
Þorskur, slægður 21.10.19 425,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.10.19 289,07 kr/kg
Ýsa, slægð 21.10.19 266,84 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.10.19 155,97 kr/kg
Ufsi, slægður 21.10.19 184,53 kr/kg
Djúpkarfi 21.10.19 216,00 kr/kg
Gullkarfi 21.10.19 230,94 kr/kg
Litli karfi 15.10.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 21.10.19 257,77 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.10.19 Anna EA-305 Grálúðunet
Grálúða / Svarta spraka 14.848 kg
Samtals 14.848 kg
23.10.19 Breki VE-61 Botnvarpa
Ýsa 1.728 kg
Samtals 1.728 kg
22.10.19 Sigurfari GK-138 Dragnót
Skarkoli 180 kg
Sandkoli 142 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 40 kg
Lýsa 7 kg
Stórkjafta / Öfugkjafta 5 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 377 kg
22.10.19 Þorleifur EA-088 Dragnót
Ýsa 5.129 kg
Þorskur 1.926 kg
Ufsi 360 kg
Samtals 7.415 kg

Skoða allar landanir »