Íslenskan fisk í erlenda netsölu

Stöðugleiki í magni og gæðum er meðal þess sem getur …
Stöðugleiki í magni og gæðum er meðal þess sem getur veitt íslenskum fiski forskot í netverslun. Fyrirtækin í greininni gætu þurft að snúa bökum saman á þessum nýja markaði. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Margt bendir til að risavaxin tækifæri séu fólgin í sölu íslensks fisks í gegnum netverslanir. Netið býður jú upp á þann möguleika að selja fiskinn milliliðalaust, ef því er að skipta, og líka hægt að nota það sem öflugt markaðstæki. Þá er mikill vöxtur í netverslun með matvæli og æ fleiri sem finnst það sjálfsögð lífsgæði að fá matinn sendan heim að dyrum.

Haukur Ómarsson bendir á að netverslun með fisk sé á byrjunarstigi og ekki seinna vænna að skoða vandlega hvar tækifærin og áskoranirnar liggja í sölu- og markaðssetningu sjávarafurða yfir netið. Haukur er forstöðumaður sjávarútvegs og landbúnaðar á fyrirtækjasviði Landsbankans og stýrir málstofunni Íslenskur fiskur í erlendum netverslunum á Sjávarútvegsráðstefnunni 2019 sem haldin verður 7. og 8. nóvember.

Frystur fiskur kann að verða ofan á

Nú þegar eru nokkur íslensk fyrirtæki farin að þreifa fyrir sér með sölu í gegnum erlendar netverslanir og hafa náð ágætis árangri. „Raunar er það varla nema á síðustu fimm árum sem sala matvöru yfir netið hefur náð að komast á skrið víða um heim og ferskvara á borð við kjöt og fisk rekið lestina,“ segir Haukur.

„Hvað sjávarútveginn snertir býður netverslun t.d. upp á að fækka milliliðum og komast nær neytendum. Fækkun milliliða skapar svigrúm bæði til að hafa auknar tekjur af hverju seldu kílói og um leið bjóða neytendum hagstæðara verð. Þá er netið góður sölustaður til að miðla til neytenda upplýsingum um heilnæmi vörunnar og leyfa þeim að rekja uppruna fisksins alla leið á miðin.“

Haukur Ómarsson.
Haukur Ómarsson.

En það gæti þurft að selja fiskinn með allt öðrum hætti þegar hann er seldur yfir netið. Haukur bendir réttilega á að í dag byggist verslun með íslenskan fisk á flóknu kerfi flutningsaðila, fiskmarkaða, seljenda og kaupenda og búið að laga vörurnar að tilteknum kaupendahópum.

Þannig hafi mikil áhersla verið lögð á sölu ferskra sjávarafurða, sem fluttar eru með flugi til Bandaríkjanna, eða sjóleiðina til Evrópu, og sjávarútvegsfyrirtæki fjárfest í fullkomnum kæli- og vinnslubúnaði sem miðar að því að hámarka gæði og hillulíf kælda fisksins. „Þegar kemur að netverslun hefur fólk sem starfar í sjávarútvegi m.a. velt því fyrir sér hvort frystur fiskur gæti verið hentugri en sá ferski enda auðveldari í meðförum og flutningum. Með frystum fiski mætti líka minnka sótspor afurðarinnar og sendingarkostnað með sjóflutningum í stað flutninga með flugi.“

Haukur segir að meðal þess sem hafi verið rætt sé hvort hægt sé að telja hinn almenna neytanda á að kaupa frosinn fisk frekar en kældan, og einnig hvort hægt sé að þróa nýjan vöruflokk sem væri einhvers staðar á milli kældra og frystra sjávarafurða. „Hvað mig sjálfan snertir þá finnst mér uppþíddur sjófrystur fiskur ekkert verri matur en ferski fiskurinn, þó annað kunni ef til vill að gilda um kröfuhörðustu neytendur og matreiðslumenn á fínustu hótelum og veitingastöðum.“

Íslenskur fiskur með forskot

Með frystri vöru eykst líka afhendingaröryggið og segir Haukur að það skipti höfuðmáli í netverslun með matvæli að geta alltaf skaffað nóg magn og í nægilegum gæðum. Þar komi líka í ljós samkeppnisforskot íslensks sjávarútvegs enda fáar ef nokkrar fiskveiðiþjóðir sem bjóða upp á annan eins stöðugleika í gæðum og magni. „Bæði eru veiðarnar sjálfbærar og svo eru veiðar, vinnsla og markaðsmál oftast á sömu hendi og hægt að tryggja gæðin og afhendingaröryggið umtalsvert betur en helstu samkeppnisþjóðir okkar geta gert.“

Aðspurður hvaða leið ætti svo að fara við að koma íslenskum fiski á framfæri á netinu segir Haukur að margir ágætir kostir standi til boða og það verði spennandi að heyra hvað þátttakendur í málstofunni hafi fram að færa í þeim efnum. Þannig hafi verið bent á að ekki ætti endilega að stefna að því að losna við milliliði á leið fisksins frá útflytjanda til neytenda, enda viti milliliðirnir sínu viti og kunni oft best á sinn heimamarkað.

Spurning hvort hægt yrði að panta fisk beint úr vinnslu …
Spurning hvort hægt yrði að panta fisk beint úr vinnslu og heim. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Þá reka íslensk útgerðarfyritæki söluskrifstofur á stöðum eins og Asíu og liggur beinast við að þær leiði sóknina inn á netið í þeim heimshluta. Í Bandaríkjunum var gert vel við íslenskt lambakjöt og síðar fisk hjá matvöruverslanakeðjunni Whole Foods Market, sem svo var seld til netverslunarrisans Amazon og vonandi að hægt verði að nýta reynslu, þekkingu og sambönd þeirra Íslendinga sem áttu í þeim viðskiptum til að koma íslenskum sjávarafurðum betur á framfæri þar.“

Grunar Hauk að það gæti verið farsælast fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki að snúa bökum saman við það að sækja inn á netverslunarmarkaðinn og ljóst að netið verður ekki sigrað í smáskömmtum. Verðmætustu markaðirnir séu risastórir og seljendur þurfi að vera reiðubúnir að skaffa mikið magn af fiski ef salan tekur skyndilega við sér.

Áhugasamir neytendur mættu alls ekki koma að tómri vefverslun. „Rétt eins og samtakamátturinn hefur reynst norskum aðilum vel við markaðssetningu á norsku sjávarfangi um allan heim, þá gæti samstarf í einhverri mynd verið það sem þarf svo að íslenskir seljendur nái langt í netverslun og fái sem best verð fyrir vöruna.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.8.20 378,85 kr/kg
Þorskur, slægður 7.8.20 345,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.8.20 380,47 kr/kg
Ýsa, slægð 7.8.20 253,34 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.8.20 100,29 kr/kg
Ufsi, slægður 7.8.20 124,21 kr/kg
Djúpkarfi 28.7.20 12,00 kr/kg
Gullkarfi 7.8.20 348,34 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 7.8.20 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.8.20 Kristján HF-100 Lína
Keila 471 kg
Hlýri 231 kg
Karfi / Gullkarfi 102 kg
Þorskur 66 kg
Steinbítur 52 kg
Samtals 922 kg
7.8.20 Straumey EA-050 Lína
Ýsa 2.663 kg
Þorskur 1.998 kg
Steinbítur 325 kg
Langa 150 kg
Skarkoli 72 kg
Hlýri 45 kg
Karfi / Gullkarfi 18 kg
Keila 12 kg
Ufsi 9 kg
Grálúða / Svarta spraka 6 kg
Samtals 5.298 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.8.20 378,85 kr/kg
Þorskur, slægður 7.8.20 345,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.8.20 380,47 kr/kg
Ýsa, slægð 7.8.20 253,34 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.8.20 100,29 kr/kg
Ufsi, slægður 7.8.20 124,21 kr/kg
Djúpkarfi 28.7.20 12,00 kr/kg
Gullkarfi 7.8.20 348,34 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 7.8.20 246,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.8.20 Kristján HF-100 Lína
Keila 471 kg
Hlýri 231 kg
Karfi / Gullkarfi 102 kg
Þorskur 66 kg
Steinbítur 52 kg
Samtals 922 kg
7.8.20 Straumey EA-050 Lína
Ýsa 2.663 kg
Þorskur 1.998 kg
Steinbítur 325 kg
Langa 150 kg
Skarkoli 72 kg
Hlýri 45 kg
Karfi / Gullkarfi 18 kg
Keila 12 kg
Ufsi 9 kg
Grálúða / Svarta spraka 6 kg
Samtals 5.298 kg

Skoða allar landanir »