Meiri afli en minna verð

Afli sem barst að landi var 1% meiri í september …
Afli sem barst að landi var 1% meiri í september miðað við sama mánuð í fyrra, en verðmæti aflans voru 9,7% minni. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Afli íslenskra fiskiskipa í september síðastliðinn, metinn á föstu verðlagi, var 9,7% minni en í september 2018. Hins vegar nam heildarafli 109 þúsund tonnum sem er 1% meiri í mánuðinum á þessu ári en í fyrra, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar.

Botnfiskafli var rúm 36 þúsund tonn og jókst um 2%, þar af var þorskaflinn 21,4 þúsund tonn. Uppsjávarafli var rúmlega 69 þúsund tonn sem er svipað og í september 2018. „Samsetning uppsjávaraflans var þó önnur þar sem mikil aukning var á síldarafla en á móti kemur mikill samdráttur í makrílafla,“ segir á vef Hagstofunnar. Síldaraflinn jókst um 277% en makrílaflinn var 67% minni.

Af síld veiddust rúmlega 50 þúsund tonn í september og rúmlega 18 þúsund tonn af makríl. Flatfiskafli nam 1.800 tonnum og dróst saman um 4%, samanborið við september 2018. Skel- og krabbadýraafli var tæplega 2 þúsund tonn og jókst um 35%.

Ef litið er til síðastliðna 12 mánuði, október 2018 til september 2019, hefur aflinn verið 1.091 þúsund tonn á móti 1.253 þúsund tonnum á sama tímabili 2017 til 2018. Munar því um 13% milli ára. Mestur var samdrátturinn í uppsjávarafla og nemur hann 23%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »