„Krítískt“ ástand er olíuskip byrjaði að reka frá bryggju í Hvalfirði

Skipið Torm Venture er mjög stórt og þungt. Það hefði …
Skipið Torm Venture er mjög stórt og þungt. Það hefði auðveldlega getað farið verr í morgun. mbl.is/Hari

„Það fá allir hland fyrir hjartað þegar svona gerist. Þú ert í virkilega slæmum málum ef það slitnar frá bryggju og ég tala nú ekki um þegar olíuslangan er tengd í land,“ segir Pétur Kristjánsson, hafnsögumaður hjá Faxaflóahöfnum, í samtali við mbl.is.

Danska olíuskipið Torm Venture var í höfninni í Hvalfirði í morgun og verið var að dæla olíu úr skipinu í olíugeymslutanka á landi þegar spilin í landfestartóginni byrjuðu að dragast út vegna veðurs, rétt um áttaleytið í morgun, og skipið tók að reka frá bryggju, með olíuslönguna tengda.

„Vindurinn var orðinn það sterkur að hann fór að ýta skipinu frá bryggjunni og þegar þú ert með svona stórt skip þá er þetta mjög alvarlegt ástand, þá verða allir hræddir,“ útskýrir Pétur og bætir við að skipið hafi verið komið fjóra metra frá landi.

Torm Venture er rúmlega 42.000 brúttótonn og ef það hefði rekið mikið lengra frá landi er hætt við því að olíuslangan hefði slitnað með tilheyrandi olíuleka og umhverfisslysi.

Dráttarbátur var samstundis sendur af stað til að koma skipinu að bryggjunni og það tókst sem betur fer. Dráttarbáturinn Magni verður á svæðinu í dag og fram á kvöld á meðan verið er að dæla olíu úr skipinu enda á veðrið að vera slæmt og því þarf að tryggja að skipið reki ekki aftur frá landi.

Myndin er tekin úr dráttarbátnum sem kom skipinu að bryggju …
Myndin er tekin úr dráttarbátnum sem kom skipinu að bryggju á ný. Ljósmynd/Pétur Kristjánsson
Pétur Kristjánsson hafnsögumaður.
Pétur Kristjánsson hafnsögumaður. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 4.144 kg
Þorskur 816 kg
Skarkoli 79 kg
Samtals 5.039 kg
19.4.24 Simma ST 7 Grásleppunet
Þorskur 402 kg
Grásleppa 170 kg
Skarkoli 30 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 618 kg
19.4.24 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Þorskur 1.213 kg
Grásleppa 404 kg
Skarkoli 77 kg
Samtals 1.694 kg
19.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Þorskur 840 kg
Skarkoli 59 kg
Samtals 2.750 kg

Skoða allar landanir »