„Rosaleg samkeppni á kínverska markaðinum“

Brim hefur náð töluverðum árangri við sölu á fiski yfir …
Brim hefur náð töluverðum árangri við sölu á fiski yfir netið í Kína. Hefðbundnar verslanir eru áhugasamar um vörur sem vakið hafa lukku hjá netverslunum. Ljósmynd/Aðsend

„Í byrjun hélt ég að þetta myndi ekki vera neitt mál; að það væri nóg að komast að hjá netverslun og síðan myndi fiskurinn bara selja sig sjálfur. En raunveruleikinn er alls ekki þannig og er rosaleg samkeppni á kínverska markaðinum svo að hafa þarf fyrir hverri einustu sölu.“

Þannig lýsir Valdís Fjölnisdóttir hvernig Brim hefur smám saman náð að skjóta rótum í kínverskri netverslun. Útrásin til Kína hófst undir merkjum Blámars sem síðan var keypt af HB Granda sem breytti nafni sínu í Brim á þessu ári.

Valdís hefur umsjón með sókn Brims inn á neytendamarkað í Kína. Hún segir að fljótlega hafi komið í ljós að það þyrfti að breyta upphaflegu viðskiptamódeli. „Í byrjun lögðum við upp með það að fullvinna vöruna á Íslandi og senda fiskinn tilbúinn í neytendapakkningum yfir til Kína. Tókst að koma vörunni okkar að í um tvö hundruð stórmörkuðum af flottustu gerð en þegar upp var staðið reyndist verðið of hátt og salan of hæg. Við vildum vissulega vera í hærri verðflokkum, enda með fisk í hæsta gæðaflokki, en verðlögðum okkur hærra en markaðurinn réði við.“

Er núna unnið að því að færa vinnslu og pökkun til Kína til að ná kostnaði niður og þannig lækka smásöluverð. Fiskurinn verður þó áfram einfrystur. „Með þessu móti ætti okkur að takast að spara sem nemur 35-40% af verði fisksins,“ útskýrir Valdís og bætir við að þetta sé ótrúlega mikill munur en skýrist bæði af háum kostnaði við vinnuafl á Íslandi og mun hærri flutningskostnaði þegar fiskurinn er kominn í neytendapakkningar. „Það komast ekki nema 5-6 tonn af fullpökkuðum fiski í 40 feta gám, á meðan jafnstór gámur gæti rúmað um 20-25 tonn af fiski í magnpakkningum.“

Þorskur á kínverska vísu

Þá hefur áherslan í sölu íslenska fisksins verið að færast yfir á netið. Netverslun í Kína vex ógnarhratt á milli ára og margfaldur vöxtur í sölu sjávarafurða hjá stærstu netverslununum. Valdís segir netið á margan hátt hentugan stað til að selja íslenskan fisk og bjóði m.a. upp á þann möguleika að kenna viðskiptavinum að matreiða úr þessu hráefni: „Hafa verður í huga að Asíubúar þekkja ekki allar þær tegundir sem við álítum hefðbundinn fisk. Netið leyfir okkur að sýna þeim myndskeið þar sem kokkur kennir réttu handtökin og þá hjálpar það líka til við söluna þegar aðrir viðskiptavinir veita vörunni góða einkunn í umsagnakerfi netverslana. Hingað til höfum við fengið mjög góða endurgjöf frá kaupendum og greinilegt að stór hópur fólks er áhugasamur um að prófa sig áfram með þorsk, ufsa eða karfa frá Íslandi.“

Meðal þess sem útrásin til Kína hefur kennt Valdísi og samstarfsfólki hennar er að þær uppskriftir sem miðlað er til neytenda þarf að laga að matarhefð heimamanna. „Við byrjuðum á að kynna rétti á borð við plokkfisk og ýsu í raspi, en þannig uppskriftir fengu ekki nærri jafn góðar viðtökur og þegar við kynntum fiskinn eldaðan á kínverska vísu.“

Þá hefur komið í ljós að ef vara selst vel á netinu, þá vekur það áhuga stórmarkaðanna, og virðast seljendur á höttunum eftir hvers kyns vöru sem fengið hefur góðan sýnileika. Þannig var það kynningarefni Brims á spjall- og samfélagsforritinu WeChat sem vakti m.a. athygli forsvarsmanna JD.com, næststærstu vefverslunar Kína og fékk þá til að bjóða íslenska fyrirtækinu að komast þar að.

„Kínversku netverslanirnar eru frábrugðnar t.d. Amazon og eBay að því leyti að það fær ekki hver sem er að komast þar inn. Í framhaldi af árangrinum á WeChat kom JD.com að tali við okkur og bauð okkur að sjá um n.k. „þjóðarsvæði“ fyrir íslenskar vörur á síðunni þeirra rétt eins og gert er fyrir mörg önnur lönd.“

Brim stendur ekki eitt að sókninni inn á Kínamarkað og nýtur þar aðstoðar sérhæfðra markaðs- og sölufyrirtækja sem m.a. annast utanumhald allrar sölu yfir netið og dreifa fiskinum frá eigin vöruhúsum.

Fréttin var fyrst birt í ViðskiptaMogganum 16. október.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,29 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 182,08 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »