Leggja til sameiginlegan umhverfisstaðal

Norræna hagvaxtar- og þróunarnefndin leggur til að Norðurlandaráð beini þeim tilmælum til norrænu ráðherranefndarinnar að hún eigi frumkvæði að viðræðum um sameiginlegan umhverfisstaðal fyrir alla verðmætakeðjuna í fiskeldi. Þetta er meðal þess sem verður rætt um á þingi Norðurlandaráðs á morgun.

Tillagan er eftirfarandi: Norræna hagvaxtar- og þróunarnefndin leggur til að Norðurlandaráð beini þeim tilmælum til norrænu ráðherranefndarinnar að hún stuðli að gerð sambærilegra stjórntækja og löggjöf í löndunum sem greiði fyrir samstarfi yfir landamæri um þarfir margra ólíkra atvinnugreina og samfélagslega hagkvæmra framkvæmda á sama landssvæði; að hún eigi frumkvæði að viðræðum við Norðurlöndin til að útbúa sameiginlegan umhverfisstaðal fyrir alla verðmætakeðjuna í fiskeldi og sameiginlegt stjórnkerfi til að þróa áfram fiskeldisgrein, sem getur útvegað matvæli og efnahagsleg verðmæti með ásættanlegu vistspori, sem styður innleiðingu sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna; að hún eigi frumkvæði að kortlagningu á möguleikunum á að móta sameiginlega stefnu um bláa hagkerfið, sem nær til þeirra ólíku atvinnugreina og samfélagslegu hagsmuna sem málið varðar mest; að formennskuáætlunin sjái til þess að Norðurlöndin samræmi áform sín og aðgerðir á sem bestan hátt í samræmi við gildandi ESB-tilskipanir.

Fram kemur í gögnum sem fylgja tillögunni að það sé eitt brýnasta viðfangsefni heimsins að tryggja vaxandi fólksfjölda í heiminum aðgang að próteinríkri fæðu.

„Auka þarf lífsgæði í heiminum. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum þarf matvælaframleiðsla heimsins að aukast um 70 prósent fram til ársins 2050. Áskoranir í loftslagsmálum þýða að framleiða verður matvæli á sjálfbærari hátt. Fiskur og annað sjávarfang eru mun skilvirkari en kjötframleiðsla til að umbreyta fóðri í orku og lífmassa. Hafið er mikilvægt fyrir öll Norðurlöndin en áskoranirnar og tækifærin eru ólík. Eystrasaltið glímir við mengun og umhverfiseitur á meðan Norðursjór, Atlantshafið og Norðurhöf eru lítt menguð. Hins vegar hefur Eystrasaltið kosti þegar kemur að laxalús þar sem hún þrífst ekki í vatni með of litlu saltinnihaldi. Noregur, Ísland og Færeyjar hafa sérlega góðar náttúrulegar forsendur fyrir fiskeldi í sjó með hreint vatn 2 / 4 og langa strandlengju og með marga hentuga staði til fiskeldis. Eystrasaltssvæðið hefur kosti varðandi fiskeldi í lokuðum kerfum á landi.

Öll Norðurlöndin hafa langa hefð fyrir fiskveiðum og framleiðslu sjávarfangs en leggja mismikla áherslu á fiskeldi. Fiskeldisgreinin er alþjóðleg og á í samkeppni. Mikilvægt er að nýta þá kosti sem finnast á hverjum stað um leið og ráðstafanir eru gerðar fyrir þróun nýrrar tækni með meðal annars lokuðum eldisstöðvum annaðhvort fyrir hluta framleiðslunnar á landi eða á hafi úti og eldi nýrra tegunda og innleiðingu nýrra eldisaðferða.

Framtíðarsýnin hlýtur að vera að Norðurlöndin verði í fremstu röð í heiminum í heilsusamlegri og loftslagsvænni framleiðslu á sjávarfangi. Þetta ætti að vera eitt mikilvægasta framlag Norðurlanda til sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Ef okkur á að takast að sigrast á öllum áskorununum sem Norðurlöndin og heimurinn standa frammi fyrir verðum við að sameina sjálfbærni og samkeppnishæfni og gera miklar kröfur til þess sjávarfangs sem við framleiðum. Stefnt er að betri nýtingu auðlinda, nýjum vörum og verðmætaaukningu sem byggist á ásættanlegu vistspori, góðu heilbrigði fiska og velferð fiska. Þróunin verður að eiga sér stað á forsendum lífríkisins og stuðla að hreinu hafi.

Samkvæmt haftilskipun ESB þarf að ná góðu ástandi umhverfis „Good Environmental Status“ (GES) fram til ársins 2020 fyrir hvert af fjórum svæðisbundnum hafsvæðum sem mynda hafsvæði ESB. Að svo stöddu hefur gott ástand umhverfis (GES) ekki náðst á neinu þessara svæða, ekki heldur á Norður-Atlantshafssvæðinu. Ef hefja á nýja efnahagslega starfsemi til sjávar verður því að kanna málin ítarlega með tilliti til þess að hafið er nú þegar undir of miklu álagi. Fiskeldi er mikilvæg atvinnugrein við sjávarsíðuna og á landsbyggðinni.

Móta verður stefnu sem tryggir ráðningu hæfra starfsmanna sem geta tekist á við störf á strandsvæðum í þekkingargrein í örum vexti. Noregur er með eina bestu stjórnsýsluna í fiskeldi en atvinnugreinin er ung og hefur vaxið ört. Frekari vöxtur fiskeldisfyrirtækja verður að vera sjálfbær og er algjörlega háður stjórnsýslu byggðri á þekkingu sem nýtur mikillar viðurkenningar bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi. Þörf er á ströngum og skynsamlegum reglum sem standa vörð um fæðuöryggi, heilbrigði fiska og umhverfismál. Fiskeldi er í örum vexti um heim allan. Norðurlöndin hafa þekkingu og mannauð til að þróa áfram sameiginlega stjórnun með strangri umhverfisvottun fyrir alla verðmætakeðjuna til neytenda,“ segir í bakgrunni tillögu nefndarinnar.

Sjá nánar hér

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.8.22 576,59 kr/kg
Þorskur, slægður 12.8.22 460,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.8.22 503,43 kr/kg
Ýsa, slægð 12.8.22 292,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.8.22 211,06 kr/kg
Ufsi, slægður 12.8.22 225,00 kr/kg
Djúpkarfi 4.8.22 262,00 kr/kg
Gullkarfi 12.8.22 332,30 kr/kg
Litli karfi 12.8.22 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.8.22 366,47 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.8.22 Fríða Dagmar ÍS-103 Lína
Ýsa 262 kg
Þorskur 64 kg
Steinbítur 41 kg
Hlýri 38 kg
Samtals 405 kg
12.8.22 Eyrarröst ÍS-201 Handfæri
Þorskur 851 kg
Ufsi 560 kg
Gullkarfi 25 kg
Samtals 1.436 kg
12.8.22 Sæborg ST-034 Handfæri
Ufsi 675 kg
Samtals 675 kg
12.8.22 Vigur SF-080 Lína
Þorskur 1.315 kg
Hlýri 210 kg
Keila 78 kg
Gullkarfi 50 kg
Grálúða 10 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 1.670 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.8.22 576,59 kr/kg
Þorskur, slægður 12.8.22 460,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.8.22 503,43 kr/kg
Ýsa, slægð 12.8.22 292,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.8.22 211,06 kr/kg
Ufsi, slægður 12.8.22 225,00 kr/kg
Djúpkarfi 4.8.22 262,00 kr/kg
Gullkarfi 12.8.22 332,30 kr/kg
Litli karfi 12.8.22 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.8.22 366,47 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.8.22 Fríða Dagmar ÍS-103 Lína
Ýsa 262 kg
Þorskur 64 kg
Steinbítur 41 kg
Hlýri 38 kg
Samtals 405 kg
12.8.22 Eyrarröst ÍS-201 Handfæri
Þorskur 851 kg
Ufsi 560 kg
Gullkarfi 25 kg
Samtals 1.436 kg
12.8.22 Sæborg ST-034 Handfæri
Ufsi 675 kg
Samtals 675 kg
12.8.22 Vigur SF-080 Lína
Þorskur 1.315 kg
Hlýri 210 kg
Keila 78 kg
Gullkarfi 50 kg
Grálúða 10 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 1.670 kg

Skoða allar landanir »