Segir sameiningu LÍÚ og SF hafa reynst vel

Jens Garðar Helgason formaður SFS segir reynsluna góða af sameiningu …
Jens Garðar Helgason formaður SFS segir reynsluna góða af sameiningu LÍÚ og SF, Árni Sæberg

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi voru stofnuð 31. október 2014 með sameiningu Landssambands íslenskra útgerðarmanna og Samtaka fiskvinnslustöðva. Jens Garðar Helgason, fyrsti formaður SFS, segir sameininguna hafa átt mikilvægan þátt í þróun íslensks sjávarútvegs.

„Það var mikið heillaskref fyrir íslenskan sjávarútveg þegar Samtök fiskvinnslustöðva og Landssamband íslenskra útgerðarmanna sameinuðust undir einu merki. Við stofnun SFS var líka ákveðið að sölufyrirtæki og fiskeldisfyrirtæki gætu einnig verið félagar í nýjum samtökum. Starf samtakanna hefur frá upphafi gengið vel og SFS er sá vettvangur sjávarútvegsins þar sem félagsmenn koma saman og reyna að sameinast um stefnu í þeim málum sem varða greinina miklu,“ segir Jens.

Kjarasamningar framundan

Formaðurinn telur sameininguna auk aðkomu fleiri fyrirtækja hafa haft þann kost að hægt var að mynda heildstæða stefnu fyrir samverkandi þætti í greininni.

„Það segir sig sjálft að þegar öll virðiskeðjan í íslenskum sjávarútvegi er komin undir einn hatt þá heyrast raddir og sjónarmið allra. Í framhaldi af því er hægt að móta og leggja fram áherslur fyrir greinina sem endurspegla sjónarmið hennar og heildarhagsmuni. Með fjöldanum er líka hægt að byggja upp öflugri samtök sem hafa tækifæri til að veita víðtækari og betri þjónustu við félagsmenn um allt land,“ útskýrir Jens.

Hann bendir einnig á að það sé líka hlutverk SFS að bregðast við þegar erfið mál koma upp. „Eins og lokun Rússlandsmarkaðar, sem kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Sjómannaverkfallið var greininni erfitt en lauk á endanum með samningi.“

„Framundan eru nýir kjarasamningar við sjómenn, áframhaldandi vinna við að styðja stjórnvöld við að ná strandveiðiþjóðunum að samningaborðinu um deilistofnana og almenn og dagleg þjónusta við félagsmenn okkar. Við þekkjum það í sjávarútvegi að engir tveir dagar eru eins og það munu alltaf koma ný og ný verkefni inn á okkar borð,“ bætir hann við.

Ítarlegt viðtal við Jens Garðar var birt í 200mílum sem dreift var með Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.7.21 400,75 kr/kg
Þorskur, slægður 29.7.21 362,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.7.21 392,33 kr/kg
Ýsa, slægð 29.7.21 283,06 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.7.21 122,97 kr/kg
Ufsi, slægður 29.7.21 150,85 kr/kg
Djúpkarfi 29.7.21 228,00 kr/kg
Gullkarfi 29.7.21 593,95 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.7.21 62,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.7.21 Svanur BA-413 Sjóstöng
Þorskur 110 kg
Steinbítur 13 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 130 kg
31.7.21 Álka ÍS-409 Sjóstöng
Þorskur 128 kg
Samtals 128 kg
31.7.21 Hávella ÍS-426 Sjóstöng
Þorskur 241 kg
Ýsa 36 kg
Samtals 277 kg
31.7.21 Langvía ÍS-416 Sjóstöng
Þorskur 143 kg
Samtals 143 kg
31.7.21 Óðinshani BA-407 Sjóstöng
Þorskur 123 kg
Samtals 123 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.7.21 400,75 kr/kg
Þorskur, slægður 29.7.21 362,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.7.21 392,33 kr/kg
Ýsa, slægð 29.7.21 283,06 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.7.21 122,97 kr/kg
Ufsi, slægður 29.7.21 150,85 kr/kg
Djúpkarfi 29.7.21 228,00 kr/kg
Gullkarfi 29.7.21 593,95 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.7.21 62,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.7.21 Svanur BA-413 Sjóstöng
Þorskur 110 kg
Steinbítur 13 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 130 kg
31.7.21 Álka ÍS-409 Sjóstöng
Þorskur 128 kg
Samtals 128 kg
31.7.21 Hávella ÍS-426 Sjóstöng
Þorskur 241 kg
Ýsa 36 kg
Samtals 277 kg
31.7.21 Langvía ÍS-416 Sjóstöng
Þorskur 143 kg
Samtals 143 kg
31.7.21 Óðinshani BA-407 Sjóstöng
Þorskur 123 kg
Samtals 123 kg

Skoða allar landanir »