Dæla 60 tonnum af fiski á klukkustund

Value Pump-dælan getur flutt 60 tonn af uppsjávarfiski á klukkustund. ...
Value Pump-dælan getur flutt 60 tonn af uppsjávarfiski á klukkustund. Prófanir fóru fram hér á landi í sumar. Ljósmynd/Skaginn 3X

Skoska sjávarútvegsfyrirtækið Denholm Seafoods hefur skrifað undir kaup á 16 tommu ValuePump frá Skaganum 3X, eftir nokkurra mánaða rannsóknar- og þróunarvinnu sem fyrirtækin stóðu saman að, segir í fréttatilkynningu frá Skaganum 3X.

Fram kemur að nýjasta hönnun Value Pump-dælunnar afkasti allt upp í 60 tonnum af uppsjávarfiski á klukkustund og flytur hún hráefni um 200 metra frá höfninni að vinnslu Denholm í gegnum 16 tommu rör.

Ragnar Arnbjörn Guðmundsson, svæðissölustjóri Skagans 3X, segir hönnun og þróun dælunnar hafa verið áskorun. „En afrakstur erfiðisins er hreinlega magnaður. […] Við höfum verið í þróunarvinnu undanfarna mánuði með Value Pump-dæluna og ég er virkilega stoltur að segja frá því að hún getur afkastað 60 tonnum á klukkustund og getur dælt hráefni upp á við um allt að 10 metra, allt eftir óskum kaupandans. Mikilvægast af öllu er það hversu vel dælan fer með hráefnið meðan á flutningi stendur, sem tryggir viðhald á gæðum hráefnisins.“

Bent er á í tilkynningu félagsins að dælan hafi verið framleidd hjá fyrirtækinu frá árinu 1994, en á síðasta ári hóf fyrirtækið rannsóknir og prófanir á nýrri og bættri hönnun og flytur hún hráefni í gegnum „lokað lágþrýstingslagnakerfi með lofti og vökva sem getur verið breytilegur, allt eftir tegund afurðar og hvaða virðisauka er óskað eftir meðan á flutningi stendur. Til að mynda er mögulegt að bæta við vökvahringrás, krapakerfi, varmaskiptum, pækilkerfi og fleiru til þess að ná fram virðisauka hráefnis.“

Freysteinn Nonni Mánason frá Skaganum 3X mun flytja erindi um 16 tommu Value Pump á Sjávarútvegsráðstefnunni í Hörpu sem sett var í morgun.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.11.19 328,71 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.19 400,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.19 277,28 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.19 285,64 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.19 162,20 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.19 196,77 kr/kg
Djúpkarfi 20.11.19 213,43 kr/kg
Gullkarfi 20.11.19 260,14 kr/kg
Litli karfi 6.11.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.11.19 18,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.11.19 Lágey ÞH-265 Lína
Þorskur 1.641 kg
Ýsa 87 kg
Ufsi 35 kg
Hlýri 26 kg
Keila 7 kg
Steinbítur 6 kg
Lýsa 5 kg
Karfi / Gullkarfi 1 kg
Samtals 1.808 kg
20.11.19 Halldór Sigurðsson ÍS-014 Rækjuvarpa
Rækja (úthafsrækja) 4.947 kg
Samtals 4.947 kg
20.11.19 Jón Ásbjörnsson RE-777 Lína
Þorskur 158 kg
Keila 73 kg
Steinbítur 30 kg
Skötuselur 15 kg
Samtals 276 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.11.19 328,71 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.19 400,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.19 277,28 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.19 285,64 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.19 162,20 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.19 196,77 kr/kg
Djúpkarfi 20.11.19 213,43 kr/kg
Gullkarfi 20.11.19 260,14 kr/kg
Litli karfi 6.11.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.11.19 18,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.11.19 Lágey ÞH-265 Lína
Þorskur 1.641 kg
Ýsa 87 kg
Ufsi 35 kg
Hlýri 26 kg
Keila 7 kg
Steinbítur 6 kg
Lýsa 5 kg
Karfi / Gullkarfi 1 kg
Samtals 1.808 kg
20.11.19 Halldór Sigurðsson ÍS-014 Rækjuvarpa
Rækja (úthafsrækja) 4.947 kg
Samtals 4.947 kg
20.11.19 Jón Ásbjörnsson RE-777 Lína
Þorskur 158 kg
Keila 73 kg
Steinbítur 30 kg
Skötuselur 15 kg
Samtals 276 kg

Skoða allar landanir »