Iceland Seafood kaupir spænskt saltfiskfélag

Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood International.
Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood International. mbl.is/Hari

Iceland Seafood International hefur náð samkomulagi við félögin GPG seafood ehf. og IceMar ehf. um kaup á spænska fyrirtækinu Elba S.L., sem framleiðir og selur léttsaltaðar þorskafurðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Iceland Seafood, en þar segir einnig að kaupin séu háð hefbundnum fyrirvörum um áreiðanleikakönnun og samþykki stjórnar.

Kaupverðið hljóðar upp á 4,4 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 600 milljóna íslenska króna og greiðist það að hálfu með reiðufé og að hálfu með nýjum hlutabréfum í Iceland Seafood. GPG seafood og IceMar munu þannig eignast um 1,2% hlut í Iceland Seafood þegar og ef salan gengur í gegn, en áformað er að Iceland Seafood taki við spænska fyrirtækinu í árslok.

Framleiðir og selur léttsaltaðar þorskafurðir

„Staða Elbu á Spánarmarkaði er sterk en félagið framleiðir og selur léttsaltaðar þorskafurðir. Félagið er staðsett í Barcelona og selur um 2.200 tonn af afurðum á ársgrundvelli. Félagið selur vörur undir vörumerkinu ElBa, sem hefur sterka ímynd á markaði sem gæðavara. Áætluð sala félagsins er um €14,5 milljónir í ár og EBITDA er áætluð um €450 þúsund,“ segir í tilkynningu Iceland Seafood um þessa væntanlegu eign félagsins.

Bjarni ánægður með kaupin

„Elba verður frábær viðbót við þá starfsemi sem við rekum á Spáni og gerir okkur kleift að nýta enn frekar okkar sterku dreifileiðir og framleiðslu á þessum stærsta markaði fyrir íslenskar þorskafurðir. Við trúum því að þessi viðskipti verði til hagsbótar fyrir hluthafa okkar, viðskiptavini og birgja. Kaupin eru í fullu samræmi við stefnu okkar um að leggja áherslu á vöxt á okkar lykilmörkuðum þar sem við höfum nú þegar sterkan grunn og markaðsstöðu. Á sama tíma vil ég bjóða GPG Seafood og IceMar velkomin í hluthafahópinn og við bjóðum starfsmenn Elba á Spáni velkomin í Iceland Seafood fjölskylduna. Við hlökkum til samstarfsins,“ haft eftir Bjarna Ármannsyni, forstjóra Iceland Seafood í tilkynningu.

Þar lýsa þeir Gunnlaugur Hreinsson og Gunnar Örlygsson, stjórnarformenn GPG Seafood og IceMar einnig yfir ánægju með viðskiptin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.11.19 328,71 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.19 400,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.19 277,28 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.19 285,64 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.19 162,20 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.19 196,77 kr/kg
Djúpkarfi 20.11.19 213,43 kr/kg
Gullkarfi 20.11.19 260,14 kr/kg
Litli karfi 6.11.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.11.19 18,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.11.19 Lágey ÞH-265 Lína
Þorskur 1.641 kg
Ýsa 87 kg
Ufsi 35 kg
Hlýri 26 kg
Keila 7 kg
Steinbítur 6 kg
Lýsa 5 kg
Karfi / Gullkarfi 1 kg
Samtals 1.808 kg
20.11.19 Halldór Sigurðsson ÍS-014 Rækjuvarpa
Rækja (úthafsrækja) 4.947 kg
Samtals 4.947 kg
20.11.19 Jón Ásbjörnsson RE-777 Lína
Þorskur 158 kg
Keila 73 kg
Steinbítur 30 kg
Skötuselur 15 kg
Samtals 276 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.11.19 328,71 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.19 400,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.19 277,28 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.19 285,64 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.19 162,20 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.19 196,77 kr/kg
Djúpkarfi 20.11.19 213,43 kr/kg
Gullkarfi 20.11.19 260,14 kr/kg
Litli karfi 6.11.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.11.19 18,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.11.19 Lágey ÞH-265 Lína
Þorskur 1.641 kg
Ýsa 87 kg
Ufsi 35 kg
Hlýri 26 kg
Keila 7 kg
Steinbítur 6 kg
Lýsa 5 kg
Karfi / Gullkarfi 1 kg
Samtals 1.808 kg
20.11.19 Halldór Sigurðsson ÍS-014 Rækjuvarpa
Rækja (úthafsrækja) 4.947 kg
Samtals 4.947 kg
20.11.19 Jón Ásbjörnsson RE-777 Lína
Þorskur 158 kg
Keila 73 kg
Steinbítur 30 kg
Skötuselur 15 kg
Samtals 276 kg

Skoða allar landanir »