Fóru upp gráir en niður aftur bláir

Skipin tvö gerð klár fyrir eigendaskiptin.
Skipin tvö gerð klár fyrir eigendaskiptin. Morgunblaðið/sisi

Togskip Gjögurs hf. á Grenivík, Áskell EA 749 og Vörður EA 748, voru tekin upp í Slippinn í Reykjavík í sumar. Unnið var að því næstu vikurnar að pússa og mála skipin áður en þau voru afhent nýjum eigendum, FISK á Sauðárkróki og útgerð Soffaníasar Cecilssonar á Grundarfirði.

Áskell er stálskip, smíðað í Taívan árið 2007-'09, 362 brúttótonn að stærð. Skipið hét áður Helga RE. Áskell var flokkaður sem ísfisktogari. Aðalvélin er skráð 600 hestöfl.

Vörður var smíðaður í Gdynia í Póllandi 2006-07. Hann er sömuleiðis stálskip og skráður sem ísfisktogari. Hann er 486 brúttótonn og aðalvélin 700 hestöfl.

Fisk Seafood á Sauðárkróki gekk frá kaupum á skipunum tveimur í lok árs 2018. Skipin voru seld án kvóta en í sérstökum viðskiptum með aflaheimildir keypti Fisk Seafood af Gjögri tæplega 350 tonna kvóta í ufsa og 245 tonn í djúpkarfa auk heimilda í fleiri tegundum. Verðmæti viðskiptanna miðað við þáverandi gengisskráningu var tæplega 1,7 milljarðar króna.

Eftir að búið var að snurfusa og laga bátana fóru þeir niður úr Slippnum í litum nýju eigendanna: bláir. Þá tók við vinna við nýjar vinnslulínur á millidekki og ný tæki voru sett um borð.

Knáir trollbátar

Það var svo laugardaginn 28. september sem bátarnir sigldu fánum prýddir inn í Grundarfjarðarhöfn að viðstöddu miklu fjölmenni. Nú skörtuðu þeir nýjum nöfnum: Farsæll SH 30 og Sigurborg SH 12. Eldri skip með sömu nöfnum voru sett á söluskrá.

Það er ætíð stór stund í sjávarplássum landsins þegar ný skip koma til hafnar í fyrsta skipti. Enda var tíðindamaður Morgunblaðsins, Sigurður Bogi Sævarsson, mættur til að skrásetja atburðinn.

Morgunblaðið/sisi

„Núna erum við að fá smáa en knáa trollbáta sem vonandi munu gera okkur kleift að sækja á fleiri mið en fyrr, fjölga aflategundum og auka um leið rekstraröryggið,“ sagði Friðbjörn Ásbjörnsson útgerðarstjóri um skipin nýju, sem verða gerð út frá Grundarfirði, þar sem útgerð kennd við athafnamanninn Soffanías Cecilsson á sér fastan sess.

Það dró ekki úr gleðinni að vikuna á eftir kom þriðja nýja skipið til Grundarfjarðar. Það var nýr Runólfur SH 135 í eigu fyrirtækisins Guðmundar Runólfssonar hf. Skipið, sem er 486 brúttótonn, hét áður Bergey VE 544 og var í eigu Bergs-Hugins/Síldarvinnslunnar.

Gjögur hf. á Grenivík lét smíða tvö ný togskip í stað hinna fyrri sem seld voru til Grundarfjarðar. Skipin eru bæði komin til landsins. Þau fengu nöfn forvera sinna; Áskell og Vörður. Þau verða gerð út frá Grindavík. Skipin voru smíðuð hjá VARD í Noregi ásamt fimm systurskipum fyrir aðrar íslenskar útgerðir.

Greinin var fyrst birt í 200 mílum 31. október.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 444,63 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 311,54 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 152,48 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,77 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.974 kg
Þorskur 88 kg
Skarkoli 60 kg
Ýsa 32 kg
Samtals 2.154 kg
19.4.24 Ísey ÞH 375 Grásleppunet
Grásleppa 2.259 kg
Þorskur 79 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 2.346 kg
19.4.24 Goði SU 62 Grásleppunet
Grálúða 458 kg
Samtals 458 kg
19.4.24 Hólmi ÞH 56 Grásleppunet
Grásleppa 2.968 kg
Samtals 2.968 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 444,63 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 311,54 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 152,48 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,77 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.974 kg
Þorskur 88 kg
Skarkoli 60 kg
Ýsa 32 kg
Samtals 2.154 kg
19.4.24 Ísey ÞH 375 Grásleppunet
Grásleppa 2.259 kg
Þorskur 79 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 2.346 kg
19.4.24 Goði SU 62 Grásleppunet
Grálúða 458 kg
Samtals 458 kg
19.4.24 Hólmi ÞH 56 Grásleppunet
Grásleppa 2.968 kg
Samtals 2.968 kg

Skoða allar landanir »