Aðstæður þröngar við sjóbjörgun í gærkvöldi

„Svona aðstæður geta verið mjög fljótar að breytast,“ segir Jens Sigurðarson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, um mannbjörg sem varð er báturinn Einar Guðnason ÍS strandaði í utanverðum Súgandafirði í gærkvöldi.

Að sögn Jens voru aðstæður til flugs góðar, bjart og lítill vindur. Vindurinn hafi þó komið inn á hlið svo ekki var hægt að snúa þyrlunni hvernig sem var.

Báturinn strandaði við Gölt í utanverðum Súgandafirði. „Þetta er lítil vík þar sem hann er undir hömrum, svo þetta er frekar þröngt. Að öðru leyti reyndist vélin mjög vel,“ segir Jens, en um var að ræða aðra af nýju leiguvélum Landhelgisgæslunnar, TF-EIR.

Eins og sjá má á myndskeiði sem tekið var úr þyrlunni voru aðstæður til björgunar þó nokkuð erfiðar, en þess má geta að um var að ræða fyrstu sjóbjörgun Jens. „Þetta er töluverð áskorun að fara í svona verkefni. Þú ert með fjóra menn veltandi um í briminu.“ 

„Þótt vindur hafi verið góður og bjart þá var sjólagið þannig að hann veltist töluvert mikið um. Karlagreyin þurftu bara að skorða sig af í rauninni, á meðan sigmaðurinn var að athafna sig hjá þeim,“ segir Jens, ánægður með hve vel björgunin gekk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.4.24 478,22 kr/kg
Þorskur, slægður 22.4.24 474,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.4.24 203,72 kr/kg
Ýsa, slægð 22.4.24 130,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.4.24 194,31 kr/kg
Ufsi, slægður 22.4.24 233,45 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 22.4.24 189,26 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Kristín ÞH 15 Grásleppunet
Grásleppa 1.294 kg
Þorskur 108 kg
Ufsi 55 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.467 kg
23.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 870 kg
Keila 202 kg
Steinbítur 189 kg
Ýsa 143 kg
Karfi 31 kg
Samtals 1.435 kg
23.4.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Grásleppunet
Grásleppa 1.955 kg
Þorskur 196 kg
Skarkoli 29 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 2.196 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.4.24 478,22 kr/kg
Þorskur, slægður 22.4.24 474,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.4.24 203,72 kr/kg
Ýsa, slægð 22.4.24 130,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.4.24 194,31 kr/kg
Ufsi, slægður 22.4.24 233,45 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 22.4.24 189,26 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Kristín ÞH 15 Grásleppunet
Grásleppa 1.294 kg
Þorskur 108 kg
Ufsi 55 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.467 kg
23.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 870 kg
Keila 202 kg
Steinbítur 189 kg
Ýsa 143 kg
Karfi 31 kg
Samtals 1.435 kg
23.4.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Grásleppunet
Grásleppa 1.955 kg
Þorskur 196 kg
Skarkoli 29 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 2.196 kg

Skoða allar landanir »