„Norðmenn sem hafa staðið í vegi fyrir samstarfi“

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir Norðmenn ekki reiðubúna til …
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir Norðmenn ekki reiðubúna til þess að gera sanngjarna samninga vegna stærðar fiskiskipaflota þeirra. mbl.is/Árni Sæberg

„Það eru því miður Norðmenn sem hafa staðið í vegi fyrir farsælu samstarfi ríkjanna um stjórn og skiptingu veiðiréttar. Breytir engu þótt talsmenn norskra útgerðarmanna haldi öðru fram,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í pistli á vef samtakanna.

Tilefni orða Heiðrúnar Lindar er að ekki hefur tekist að semja um skiptingu veiðiréttar á síld, kolmunna og makríl milli Íslands, Grænlands, Noregs, Færeyja og Evrópusambandsins.

„Norðmenn hafa neitað að viðurkenna kröfur ríkjanna í vestri til sanngjarns aflahlutar úr þessum fiskistofnum þrátt fyrir miklar göngur á hafsvæðið og góð tækifæri þar til veiða,“ segir framkvæmdastjórinn. Auk þess er fullyrt að Norðmenn hafi „þrýst á hærra veiðihlutfall en áður gilti í hverjum fiskistofninum á fætur öðrum og þar með lagt aukna áherslu á sjónarmið aukins afla til skamms tíma og minnkaða áherslu á langtímasjónarmið, varkárni, stöðugleika og sjálfbærni.“

Fiskiskipaflotinn of stór

Telur Heiðrún Lind afstöðu Norðmanna skýrast af ósk þeirra um að halda úti fiskiskipaflota sem sé of stór. „Það gera þeir þrátt fyrir þær skyldur sem alþjóðasamningar leggja þeim á herðar um að draga úr stærð flotans og forðast að beita umframveiðigetu á kostnað fiskistofnanna og réttar annarra til veiða.“

Bendir framkvæmdastjórinn á reynslu Íslendinga af því að þurfa að laga stærð flotans að breyttum aðstæðum til þess að varðveita sjálfbærri nýtingu, sem gert hefur verið með því að heimila framsal veiðiheimilda.

„Þannig hefur aflahlutdeild fleiri skipa verið sameinuð á eitt skip og skipum fækkað. Á árunum eftir 1970 fóru allt að 100 íslensk skip til loðnuveiða, þótt ekki væru þau öll eingöngu í veiðum á uppsjávarfiski. Um aldamótin voru uppsjávarveiðiskip á Íslandi rúmlega 40, en í dag eru þau 18,“ útskýrir hún.

Ábyrgð Norðmanna mikil

Þá segist hún ekki ætla að fullyrði að leið Íslendinga sé sú eina rétta og að Norðmenn verði að finna sína eigin lausn. Hins vegar verða Norðmenn að „bæta ráð sitt í þessum efnum, það er þeirra skylda og ábyrgð. Þeir þurfa að hagræða í flotanum, leggja af útþenslustefnu og friðmælast við nágranna sína og frændur í vestri.“

„Öll ríki með veiðirétt í Norðaustur-Atlantshafi bera á því sameiginlega ábyrgð að vel sé farið með auðlindina og að samningar takist um veiðina. Svo lengi sem Norðmenn skirrast við að taka á þeim vanda sem felst í of stórum, óseðjandi og ósjálfbærum flota, eins og þeim ber samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum, er þess því miður varla að vænta að hægt verði að gera milliríkjasamninga um sjálfbæra nýtingu á deilistofnum uppsjávarfiska í Norðaustur -Atlantshafi. Ábyrgð Norðmanna er því mikil,“ segir Heiðrún Lind að lokum.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 23.9.20 468,10 kr/kg
Þorskur, slægður 23.9.20 497,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.9.20 311,77 kr/kg
Ýsa, slægð 23.9.20 305,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.9.20 177,72 kr/kg
Ufsi, slægður 23.9.20 170,16 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 23.9.20 243,96 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.9.20 Fríða EA-012 Handfæri
Þorskur 340 kg
Samtals 340 kg
23.9.20 Jaki EA-015 Handfæri
Þorskur 556 kg
Ufsi 23 kg
Samtals 579 kg
23.9.20 Fanney EA-082 Handfæri
Þorskur 566 kg
Ufsi 56 kg
Samtals 622 kg
23.9.20 Sigrún EA-052 Handfæri
Ufsi 640 kg
Þorskur 80 kg
Samtals 720 kg
23.9.20 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 2.066 kg
Ýsa 672 kg
Keila 345 kg
Karfi / Gullkarfi 126 kg
Hlýri 54 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 3.302 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 23.9.20 468,10 kr/kg
Þorskur, slægður 23.9.20 497,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.9.20 311,77 kr/kg
Ýsa, slægð 23.9.20 305,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.9.20 177,72 kr/kg
Ufsi, slægður 23.9.20 170,16 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 23.9.20 243,96 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.9.20 Fríða EA-012 Handfæri
Þorskur 340 kg
Samtals 340 kg
23.9.20 Jaki EA-015 Handfæri
Þorskur 556 kg
Ufsi 23 kg
Samtals 579 kg
23.9.20 Fanney EA-082 Handfæri
Þorskur 566 kg
Ufsi 56 kg
Samtals 622 kg
23.9.20 Sigrún EA-052 Handfæri
Ufsi 640 kg
Þorskur 80 kg
Samtals 720 kg
23.9.20 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 2.066 kg
Ýsa 672 kg
Keila 345 kg
Karfi / Gullkarfi 126 kg
Hlýri 54 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 3.302 kg

Skoða allar landanir »