Stofnfiskur selur hrogn til margra nýrra landstöðva

Í Dubai-eyðimörkinni Hluti af laxinum hjá Fish Farm er ræktaður …
Í Dubai-eyðimörkinni Hluti af laxinum hjá Fish Farm er ræktaður af hrognum frá stöð Stofnfisks á Suðurnesjum. AFP

Stofnfiskur er þátttakandi í þeirri bylgju uppbyggingar fiskeldis í landstöðvum sem nú er að ganga yfir víða um heim. Fyrirtækið selur laxahrogn til margra þessara stöðva. Þá eru systurfélög Stofnfisks í Noregi og Síle að byggja upp hrognastöðvar sem tvöfalda framleiðslugetu fyrirtækjanna.

„Það er mikill áhugi á því að ala lax á landi. Verð á laxi hefur verið mjög hátt og eftirspurnin eykst stöðugt. Menn hafa verið að skoða þessa möguleika, sérstaklega þar sem langt er til framleiðslulandanna,“ segir Jónas Jónasson, forstjóri Stofnfisks sem frá árinu 2015 hefur verið hluti af Benchmark Genetics, alþjóðlegu rannsóknar- og nýsköpunarfyrirtæki á sviði fiskeldis. Jónas er jafnframt framleiðslustjóri Benchmark-samstæðunnar.

Stór laxeldisstöð í Miami

„Við erum að taka þátt í þessum verkefnum víða um heim. Við erum með heilbrigðan stofn og höfum leyfi til innflutnings hrogna í flestum löndum heims,“ segir Jónas. Verið er að byggja upp áframeldi víða, til dæmis í Bandaríkjunum, Póllandi, Sviss, Danmörku, Kína og Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Fyrsti áfangi stöðvar í Miami er 9 þúsund tonn en áform eru um allt að 90 þúsund tonna framleiðslu. Stofnfiskur hefur selt mikið af laxahrognum þangað í eitt ár. Þau eru enn á seiðastigi og gert ráð fyrir að slátrun hefjist á næsta ári. Einnig selur fyrirtækið mikið til annarra fyrirtækja sem eru að byggja upp landeldi en þær stöðvar eru margar að stefna að 5-10 þúsund tonna framleiðslu. Til samanburðar má geta þess að hér á landi voru framleidd rúm 13 þúsund tonn í fyrra.

Áframeldi á laxi í landstöðvum þarf stórt landsvæði og mikið vatn. Þumalputtareglan er sú að 5 þúsund tonna framleiðsla þarf jafnmikið landsvæði og 5 knattspyrnuvellir. Þá er uppbygging stórra landeldisstöðva ekki möguleg nema jafnframt sé sett upp endurnýtingarkerfi vatns (RAS) en sú tækni er víða að ryðja sér til rúms.

Þrátt fyrir aukingu í sölu til landstöðva víða í heiminum eru stærstu markaðir Stofnfisks á Íslandi og í Færeyjum. Mikið er einnig flutt út til Skotlands, Noregs og Síle.

Nánar má lesa um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,74 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg
25.4.24 Bobby 9 ÍS 369 Sjóstöng
Þorskur 209 kg
Samtals 209 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,74 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg
25.4.24 Bobby 9 ÍS 369 Sjóstöng
Þorskur 209 kg
Samtals 209 kg

Skoða allar landanir »