Hagur sjávarútvegsins batnaði milli ára

Hagur sjávarútvegsfyrirtækja batnaði umtalsvert milli áranna 2017 og 2018 samkvæmt …
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja batnaði umtalsvert milli áranna 2017 og 2018 samkvæmt tölum Hagstofunnar. mbl.is/Rax

Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt, svokallað EBITDA-hlutfall, hækkaði á milli áranna 2017 og 2018 úr 21,2% í 25,2% og 55 milljarðar í fyrra upp úr 40 milljörðum árið 2017. Þá voru heildareignir sjávarútvegsfyrirtækja í árslok 2018 709 milljarðar, en skuldir 412 milljarðar. Eigið fé greinarinnar reyndist því 297 milljarðar, eða 41,9%. Þetta kemur fram í árlegri samantekt Hagstofunnar á hag veiða og vinnslu hér á landi.

Hreinn hagnaður í sjávarútvegi, samkvæmt árgreiðsluaðferð, nam 12,2% í fyrra og hækkaði úr 7,1% árið áður. Í fjárhæðum nam hagnaðurinn 26,9 milljörðum króna eftir að gjaldfærð hefur verið árgreiðsla að fjárhæð 28,6 milljarðar. Sé miðað við hefðbundna uppgjörsaðferð er niðurstaðan 11,5% hagnaður árið 2018 eða 25,4 milljarðar, samanborið við 6,9% hagnað árið 2017 eða 13,1 milljarður.

Hreinn hagnaður botnfiskveiða og -vinnslu, reiknaður í hlutfalli af tekjum samkvæmt árgreiðsluaðferð, hækkaði úr 9,4% af tekjum árið 2017 í 13,9% árið 2018. Hreinn hagnaður botnfiskveiða hækkaði úr 3,9% af tekjum í 6,4% en hagnaður botnfiskvinnslu hækkaði úr 9,1% af tekjum í 12,6%.

Sem fyrr segir námu heildareignir sjávarútvegsins rúmum 709 milljörðum. Hækkuðu þær um 10,2% frá 2017. Skuldirnar voru 412 milljarðar og hækkuðu um 10% milli ára. Eiginfjárhlutfallið hækkaði örlítið, var 41,9% en hafði verið 41,8% árið 2017.

Verð sjávarafurða á erlendum mörkuðum í íslenskum krónum hækkaði um 7,2% frá fyrra ári og verð á olíu hækkaði að meðaltali um rúm 30% á milli ára. Gengi Bandaríkjadals styrktist um 1,5% og gengi evru um 6% á milli ára. Útflutningsverðmæti sjávarútvegs í heild jókst um tæp 22%, og nam tæpum 238 milljörðum króna á árinu 2018, verð á útflutningsvörum í sjávarútvegi hækkaði um 9% og magn útfluttra sjávarafurða jókst um 11,6%. Fjöldi starfandi í aðalstarfi í sjávarútvegi árið 2018 er er 8.100 eða 4% af heildarfjölda starfandi. Veiðigjald útgerðarinnar hækkaði úr 4,6 milljörðum fiskveiðiárið 2016/2017 í 11,2 milljarða fiskveiðiárið 2017/2018.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 28.9.20 195,00 kr/kg
Þorskur, slægður 28.9.20 417,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.9.20 291,83 kr/kg
Ýsa, slægð 28.9.20 277,05 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.9.20 123,12 kr/kg
Ufsi, slægður 28.9.20 156,77 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 28.9.20 218,80 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.9.20 Óli G GK-050 Lína
Ýsa 288 kg
Steinbítur 23 kg
Þorskur 22 kg
Hlýri 11 kg
Samtals 344 kg
28.9.20 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 649 kg
Ufsi 102 kg
Karfi / Gullkarfi 81 kg
Þorskur 75 kg
Steinbítur 39 kg
Keila 28 kg
Samtals 974 kg
28.9.20 Áki Í Brekku SU-760 Línutrekt
Þorskur 2.068 kg
Ýsa 857 kg
Steinbítur 664 kg
Keila 28 kg
Samtals 3.617 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 28.9.20 195,00 kr/kg
Þorskur, slægður 28.9.20 417,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.9.20 291,83 kr/kg
Ýsa, slægð 28.9.20 277,05 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.9.20 123,12 kr/kg
Ufsi, slægður 28.9.20 156,77 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 28.9.20 218,80 kr/kg
Litli karfi 19.8.20 16,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.9.20 Óli G GK-050 Lína
Ýsa 288 kg
Steinbítur 23 kg
Þorskur 22 kg
Hlýri 11 kg
Samtals 344 kg
28.9.20 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 649 kg
Ufsi 102 kg
Karfi / Gullkarfi 81 kg
Þorskur 75 kg
Steinbítur 39 kg
Keila 28 kg
Samtals 974 kg
28.9.20 Áki Í Brekku SU-760 Línutrekt
Þorskur 2.068 kg
Ýsa 857 kg
Steinbítur 664 kg
Keila 28 kg
Samtals 3.617 kg

Skoða allar landanir »