„Í besta falli villandi framsetning“

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Framkvæmdastjóri SFS, segir veiðigjöld ársins 2020 nema …
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Framkvæmdastjóri SFS, segir veiðigjöld ársins 2020 nema rétt rúmlega helming af hreinum hagnaði. mbl.is/Eggert

„Veiðigjald ársins 2020 byggist á afkomu fiskveiða ársins 2018 og nemur að minnsta kosti rétt rúmlega helmingi af hreinum hagnaði,“ sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), í aðsendri grein í Morgunblaðinu um helgina. Þá segir hún jafnframt villandi að tala um að veiðigjöld hafi verið lækkuð.

Greinin eftir framkvæmdastjóra SFS sem birt var í Morgunblaðinu laugardag 7. desember:

Samantekinn hagur veiða og vinnslu 2018 var á dögunum birtur á heimasíðu Hagstofu Íslands. Þar er tekið saman yfirlit um rekstur helstu greina í sjávarútvegi á rekstrarárinu 2018.

Þegar rætt er um rekstrarafkomu sjávarútvegs berst talið oftar en ekki að veiðigjaldinu. Þannig var sagt frá því í Kjarnanum 3. desember síðastliðinn að hagnaður í sjávarútvegi hefði verið 27 milljarðar króna árið 2018. Í sömu grein var sagt frá veiðigjaldi, að það hefði hækkað úr 6,8 milljörðum króna í 11,3 milljarða króna á milli áranna 2017 og 2018, en aftur á móti lækkað árið 2019. Veiðigjald 2019 væri þannig áætlað 7 milljarðar króna samkvæmt upphaflegu fjárlagafrumvarpi en myndi lækka frekar og verða um 5 milljarðar króna árið 2020. Á þessum grundvelli var ályktað í nefndri umfjöllun Kjarnans að veiðigjaldið yrði 19% af afkomu. Rétt er að hafa í huga að endanleg fjárhæð gjaldsins fyrir næsta ár liggur ekki enn fyrir og því er um áætlun gjaldsins að ræða. Það er hins vegar ekki úr vegi að skoða þetta nánar.

Var veiðigjaldið lækkað?

Stutta svarið er nei. Veiðigjald hefur verið 33% skattur á afkomu fiskveiða og er það enn. Ef tekjuskattsgreiðslur landsmanna lækka eða hækka á milli ára, eru allar líkur á því að það stafi af hækkun eða lækkun á skattstofni, en ekki breytingu á skattprósentunni. Það er í besta falli hægt að kalla það villandi framsetningu að halda öðru fram, því skattprósentu veiðigjalds hefur ekki verið breytt.

Ný lög um veiðigjald voru sett í lok árs 2018. Skattprósentan hélst óbreytt frá fyrri lögum, eins og áður segir, en skattstofninn var stækkaður. Auðvelt er að sýna fram á það, þar sem samanlagt veiðigjald fiskveiðiáranna 2019-2020 og 2020-2021 hefði orðið um 5,5 milljarðar króna samkvæmt eldri lögum. Það er áþekk fjárhæð og ýmsir hafa slegið fram að verði fjárhæð veiðigjalds árið 2020. Því má segja að veiðigjald næsta árs jafngildi veiðigjaldi tveggja ára, hefðu gömlu lögin gilt. Á mannamáli er þetta hækkun, ekki lækkun.

Er veiðigjald 19% af afkomu?

Stutta svarið er nei. Veiðigjald hefur verið 33% skattur á afkomu fiskveiða og er það enn. Hér verður að árétta að veiðigjald leggst á auðlindanýtingu, það er fiskveiðar. Annar rekstur, líkt og fiskvinnsla og sölustarfsemi, er ekki hluti af skattstofninum. Veiðigjald næsta árs miðast því við afkomu fiskveiða á árinu 2018. Hreinn hagnaður fiskveiða fyrir skatt (EBT) árið 2018 var 9,9 milljarðar króna. Ef við gefum okkur að veiðigjald verði 5 milljarðar króna jafngildir það 51% skatti á hreinan hagnað. Einnig leggst á 20% tekjuskattur, líkt og hefðbundið er.

Rétt farið með tölur

Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að ræða um veiðigjaldið, upphæð og fyrirkomulag. Það þarf hins vegar að gæta þess að skoða veiðigjald á grundvelli afkomu í fiskveiðum, en ekki sjávarútvegi í heild sinni, líkt og oft er gert. Það verður að fara rétt með tölur. Hið rétta er að veiðigjald ársins 2020 byggist á afkomu fiskveiða ársins 2018 og nemur að minnsta kosti rétt rúmlega helmingi af hreinum hagnaði. Það er hátt hlutfall.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.4.21 260,83 kr/kg
Þorskur, slægður 22.4.21 306,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.4.21 308,48 kr/kg
Ýsa, slægð 22.4.21 284,10 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.4.21 97,64 kr/kg
Ufsi, slægður 22.4.21 119,89 kr/kg
Djúpkarfi 16.4.21 187,00 kr/kg
Gullkarfi 22.4.21 339,64 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.4.21 Þorleifur EA-088 Þorskfisknet
Ýsa 309 kg
Grásleppa 277 kg
Þorskur 126 kg
Skarkoli 18 kg
Samtals 730 kg
22.4.21 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 365 kg
Samtals 365 kg
22.4.21 Auður Vésteins SU-088 Lína
Ýsa 535 kg
Samtals 535 kg
22.4.21 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Þorskur 37 kg
Þykkvalúra sólkoli 18 kg
Ýsa 1 kg
Samtals 56 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.4.21 260,83 kr/kg
Þorskur, slægður 22.4.21 306,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.4.21 308,48 kr/kg
Ýsa, slægð 22.4.21 284,10 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.4.21 97,64 kr/kg
Ufsi, slægður 22.4.21 119,89 kr/kg
Djúpkarfi 16.4.21 187,00 kr/kg
Gullkarfi 22.4.21 339,64 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.2.21 279,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.4.21 Þorleifur EA-088 Þorskfisknet
Ýsa 309 kg
Grásleppa 277 kg
Þorskur 126 kg
Skarkoli 18 kg
Samtals 730 kg
22.4.21 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 365 kg
Samtals 365 kg
22.4.21 Auður Vésteins SU-088 Lína
Ýsa 535 kg
Samtals 535 kg
22.4.21 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Þorskur 37 kg
Þykkvalúra sólkoli 18 kg
Ýsa 1 kg
Samtals 56 kg

Skoða allar landanir »