Togarar í var

Þrír togarar eru sunnan við Snæfellsjökul þessa stundina.
Þrír togarar eru sunnan við Snæfellsjökul þessa stundina. marinetraffic.com

Togarar sem verið hafa á vesturmiðum síðustu sólarhringa eru nú komnir flestir í var, nokkrir sunnan við Snæfellsjökul. „Við fundum glufu og verðum hér næsta sólarhring,“ segir Bergþór Gunnlaugsson skipstjóri á Tómasi Þorvaldssyni GK í samtali við mbl.is nú um hádegisbil. 

Á sömu slóðum og Tómas Þorvaldsson GK undir Jökli eru togararnir Akurey og Arnar HU. „Við vorum út af Vestfjörðum og komum hingað í nótt. Á leiðinni að vestan settum við út troll og náðum þá tuttugu tonnum á Flugbrautinni eins og miðin hér suðvestur af Snæfellsnesi eru oft kölluð,“ segir Bergþór skipstjóri.

Vindur er af norðri á Faxaflóa sunnan við Snæfellsnes og slær í allt að 20 m/sek. „Þetta á eftir að versna svo við höldum bara kyrru fyrir hér,“ segir Bergþór.

Þekkkt er að skip fari í var við Grænuhlíð, yst í Ísafjarðardjúpi, þegar stormar skella á. Þar eru nú línubáturinn Kristrún RE og togararnir Sólberg ÓF, Gnúpur GK og Baldvin Njálsson GK. Innar í Djúpinu er varðskipið Þór til taks ef aðstoðar er þörf í því ofsaveðri sem nú er spáð.

Bergþór Gunnlaugsson skipstjóri á Tómasi Þorvaldssyni.
Bergþór Gunnlaugsson skipstjóri á Tómasi Þorvaldssyni. mbl.is
Varðskipið Þór er til taks í Ísafjarðardjúpi komi neyðarkall í …
Varðskipið Þór er til taks í Ísafjarðardjúpi komi neyðarkall í óveðrinu. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.20 448,87 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.20 425,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.20 216,69 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.20 285,01 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.20 147,26 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.20 186,67 kr/kg
Djúpkarfi 4.12.19 156,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.20 324,53 kr/kg
Litli karfi 18.12.19 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.1.20 99,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.20 Akurey AK-010 Botnvarpa
Þorskur 54.104 kg
Samtals 54.104 kg
20.1.20 Hafrafell SU-065 Lína
Þorskur 2.502 kg
Steinbítur 161 kg
Ýsa 103 kg
Keila 7 kg
Samtals 2.773 kg
20.1.20 Vörður ÞH-044 Botnvarpa
Þorskur 80.082 kg
Ufsi 6.336 kg
Karfi / Gullkarfi 3.993 kg
Langa 301 kg
Hlýri 265 kg
Grálúða / Svarta spraka 183 kg
Steinbítur 103 kg
Lúða 46 kg
Keila 8 kg
Tindaskata 6 kg
Samtals 91.323 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.20 448,87 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.20 425,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.20 216,69 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.20 285,01 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.20 147,26 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.20 186,67 kr/kg
Djúpkarfi 4.12.19 156,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.20 324,53 kr/kg
Litli karfi 18.12.19 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.1.20 99,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.20 Akurey AK-010 Botnvarpa
Þorskur 54.104 kg
Samtals 54.104 kg
20.1.20 Hafrafell SU-065 Lína
Þorskur 2.502 kg
Steinbítur 161 kg
Ýsa 103 kg
Keila 7 kg
Samtals 2.773 kg
20.1.20 Vörður ÞH-044 Botnvarpa
Þorskur 80.082 kg
Ufsi 6.336 kg
Karfi / Gullkarfi 3.993 kg
Langa 301 kg
Hlýri 265 kg
Grálúða / Svarta spraka 183 kg
Steinbítur 103 kg
Lúða 46 kg
Keila 8 kg
Tindaskata 6 kg
Samtals 91.323 kg

Skoða allar landanir »