Togarar í var

Þrír togarar eru sunnan við Snæfellsjökul þessa stundina.
Þrír togarar eru sunnan við Snæfellsjökul þessa stundina. marinetraffic.com

Togarar sem verið hafa á vesturmiðum síðustu sólarhringa eru nú komnir flestir í var, nokkrir sunnan við Snæfellsjökul. „Við fundum glufu og verðum hér næsta sólarhring,“ segir Bergþór Gunnlaugsson skipstjóri á Tómasi Þorvaldssyni GK í samtali við mbl.is nú um hádegisbil. 

Á sömu slóðum og Tómas Þorvaldsson GK undir Jökli eru togararnir Akurey og Arnar HU. „Við vorum út af Vestfjörðum og komum hingað í nótt. Á leiðinni að vestan settum við út troll og náðum þá tuttugu tonnum á Flugbrautinni eins og miðin hér suðvestur af Snæfellsnesi eru oft kölluð,“ segir Bergþór skipstjóri.

Vindur er af norðri á Faxaflóa sunnan við Snæfellsnes og slær í allt að 20 m/sek. „Þetta á eftir að versna svo við höldum bara kyrru fyrir hér,“ segir Bergþór.

Þekkkt er að skip fari í var við Grænuhlíð, yst í Ísafjarðardjúpi, þegar stormar skella á. Þar eru nú línubáturinn Kristrún RE og togararnir Sólberg ÓF, Gnúpur GK og Baldvin Njálsson GK. Innar í Djúpinu er varðskipið Þór til taks ef aðstoðar er þörf í því ofsaveðri sem nú er spáð.

Bergþór Gunnlaugsson skipstjóri á Tómasi Þorvaldssyni.
Bergþór Gunnlaugsson skipstjóri á Tómasi Þorvaldssyni. mbl.is
Varðskipið Þór er til taks í Ísafjarðardjúpi komi neyðarkall í …
Varðskipið Þór er til taks í Ísafjarðardjúpi komi neyðarkall í óveðrinu. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »