Ekki komið heiðarlega fram

Húsnæði Hafró í Reykjavík.
Húsnæði Hafró í Reykjavík. mbl.is/Golli

Hörð gagnrýni á forstjóra Hafrannsóknastofnunar kemur fram í greinargerð Sólmundar Más Jónssonar, fyrrverandi fjármálastjóra og einnig fyrrverandi mannauðs- og rekstrarstjóra stofnunarinnar. Í síðasta mánuði var tíu starfsmönnum Hafrannsóknastofnunar sagt upp störfum og aðrir fjórir óskuðu eftir starfslokum.

Ráðherra er einnig gagnrýndur og sagt að svo virðist sem hann hafi ekki staðið við fyrirheit um fjárframlög. Ábyrgð ráðherrans á niðurskurðinum sé því augljós, en RÚV greindi fyrst frá greinargerðinni, sem mbl.is hefur undir höndum. 

Sólmundur segir að fjölmargir hafi hvatt hann síðustu daga til að senda frá sér greinargerð vegna uppsagnanna. Vonar hann jafnframt að stofnunin nái að vinna sig úr þessum málum án varanlegs skaða fyrir starfsemina.

Skip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson RE, í Reykjavíkurhöfn.
Skip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson RE, í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

300 ára starfsreynslu kastað á glæ

„Mér finnst stofnunin ekki hafa komið heiðarlega fram, hvorki gagnvart þeim starfsmönnum sem var sagt upp né þeim sem eftir starfa,“ segir meðal annars í greinargerðinni. Þar segir að með uppsögnunum sé yfir 300 ára starfsreynslu og vísindaþekkingu kastað á glæ. Þekking og leiðbeiningar á sviði mannauðsmála hafi verið hunsaðar. Samvinna við sviðsstjóra og framkvæmdastjórn hafi verið lítil sem engin og alls engin gagnvart starfsfólki.

„Og þor til að takast á við mismunandi skoðanir í framkvæmdastjórn og að mæta einstökum starfsmönnum, leiðbeina þeim eða segja upp með viðhlítandi skýringum er ekki til staðar. Lítið fer fyrir hreinskilni, heiðarleika, mannúð og nærgætni í þessum uppsögnum að mínu mati,“ skrifar Sólmundur í greinargerð sinni.

Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafró.
Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafró. mbl.is/Ófeigur

Í mótsögn við stefnu ríkisstjórnarinnar

Hann bendir á að það að leggja niður umhverfissvið Hafró og dreifa verkefnum þess á önnur svið sé í mótsögn við stefnu ríkisstjórnarinnar um að efla skuli hafrannsóknir. Einnig sé það í mótsögn við áherslur hennar í tengslum við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á þessu ári. Þar séu málefni hafsins eitt af áhersluatriðunum.

Enginn svarar símanum

Í greinargerðinni rekur Sólmundur hvernig hann mótmælti uppsögnum starfsmanna, meðal annars starfskonu í móttöku. Það hafi verið rökstutt með því að engin móttaka yrði í nýjum húsakynnum Hafró í Hafnarfirði og engin símsvörun. „Enda hefur ekki verið svarað í aðalnúmer stofnunarinnar 575 2000 síðan 21. nóvember og einungis símsvari á íslensku þar sem fólki er bent á að hringja í bein númer starfsmanna, án þess að gefa neinar upplýsingar hvar þau sé að finna. Hvert eiga erlendir samstarfsaðilar að leita?“ skrifar hann.

Gat ekki tekið þátt í aðgerðunum

Sólmundur starfaði hjá Hafrannsóknastofnun í sex ár og sem mannauðs- og rekstrarstjóri Hafrannsóknastofnunar frá því síðasta vor og segir ábyrgð sína í aðdragandanum töluverða. Hann hafi ávallt gætt þess að sýna forstjóra og starfi sínu faglega hollustu sem leitt hafi til þess að hann hafi ekki getað tekið þátt í þessum aðgerðum. Hann hafi því gert samning um starfslok að eigin frumkvæði tveimur dögum áður en til uppsagnanna kom.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.1.20 342,26 kr/kg
Þorskur, slægður 24.1.20 376,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.1.20 281,31 kr/kg
Ýsa, slægð 24.1.20 299,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.1.20 127,83 kr/kg
Ufsi, slægður 24.1.20 180,08 kr/kg
Djúpkarfi 4.12.19 156,00 kr/kg
Gullkarfi 24.1.20 288,02 kr/kg
Litli karfi 18.12.19 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.1.20 321,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.1.20 Auður Vésteins SU-088 Lína
Ýsa 1.143 kg
Steinbítur 563 kg
Þorskur 94 kg
Keila 79 kg
Karfi / Gullkarfi 10 kg
Hlýri 8 kg
Samtals 1.897 kg
25.1.20 Siggi Bessa SF-097 Línutrekt
Þorskur 4.904 kg
Ýsa 1.834 kg
Steinbítur 38 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 6.783 kg
25.1.20 Áki Í Brekku SU-760 Línutrekt
Þorskur 4.197 kg
Ýsa 787 kg
Langa 87 kg
Steinbítur 53 kg
Keila 23 kg
Samtals 5.147 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.1.20 342,26 kr/kg
Þorskur, slægður 24.1.20 376,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.1.20 281,31 kr/kg
Ýsa, slægð 24.1.20 299,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.1.20 127,83 kr/kg
Ufsi, slægður 24.1.20 180,08 kr/kg
Djúpkarfi 4.12.19 156,00 kr/kg
Gullkarfi 24.1.20 288,02 kr/kg
Litli karfi 18.12.19 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.1.20 321,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.1.20 Auður Vésteins SU-088 Lína
Ýsa 1.143 kg
Steinbítur 563 kg
Þorskur 94 kg
Keila 79 kg
Karfi / Gullkarfi 10 kg
Hlýri 8 kg
Samtals 1.897 kg
25.1.20 Siggi Bessa SF-097 Línutrekt
Þorskur 4.904 kg
Ýsa 1.834 kg
Steinbítur 38 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 6.783 kg
25.1.20 Áki Í Brekku SU-760 Línutrekt
Þorskur 4.197 kg
Ýsa 787 kg
Langa 87 kg
Steinbítur 53 kg
Keila 23 kg
Samtals 5.147 kg

Skoða allar landanir »