Forðuðu sér undan sprengilægðinni

Áhöfn Vigra er við veiðar á Halamiðum.
Áhöfn Vigra er við veiðar á Halamiðum. Ljósmynd Brim

„Við erum komnir aftur norður á Hala. Óveðrið olli því að við hrökkluðumst af Vestfjarðamiðum. Það var ákveðið að taka millilöndun í Reykjavík og bíða af sér veðrið en fara svo aftur út þegar það gengi niður,“ segir Árni Gunnólfsson, skipstjóri á frystitogaranum Vigra RE.

Árni og hans menn urðu líkt og allir að forða sér undan áhrifum sprengilægðarinnar sem gekk yfir landið og olli stórtjóni á þriðjudag og miðvikudag, segir á vef Brims.

Árni segist hafa verið á Halamiðum þegar einsýnt varð að ekkert venjulegt óveður var í vændum. „Það voru komnir 32 metrar á sekúndu þegar við hífðum og þar sem aflinn hafði verið góður var ákveðið að fara í millilöndun í stað þess að leita vars og bíða af sér veðrið,“ segir Árni en það höfðu skipverjar á Vigra þó reyndar gert einu sinni í túrum en þá var skipið í vari undir Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi í um sólarhring.

„Aflinn var annars mjög góður og það er fiskur að skila sér inn á öll veiðisvæðin. Þorskurinn er kominn aftur og við fengum góða þorskveiði á svæðinu austan við Strandagrunn og vestur á Halann. Við vorum með um 330 tonna afla upp úr sjó eftir átta sólarhringa og þar af fór einn í að liggja í vari,“ er enn fremur haft eftir Árna á vef Brims.

Að sögn Árna er enn slæmt sjólag á miðunum en hann segir að veðrið sé að ganga niður. Spáin er góð, a.m.k. fram á sunnudag. Stefnt er að því að vera aftur í Reykjavík 22. desember.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.1.20 325,28 kr/kg
Þorskur, slægður 28.1.20 424,40 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.1.20 268,92 kr/kg
Ýsa, slægð 28.1.20 257,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.1.20 126,45 kr/kg
Ufsi, slægður 28.1.20 199,43 kr/kg
Djúpkarfi 4.12.19 156,00 kr/kg
Gullkarfi 28.1.20 239,47 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 28.1.20 196,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.1.20 Bergur Sterki HU-017 Lína
Þorskur 2.108 kg
Ýsa 893 kg
Lýsa 45 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 3.072 kg
28.1.20 Bergey VE-144 Botnvarpa
Ýsa 9.190 kg
Þorskur 2.547 kg
Karfi / Gullkarfi 1.652 kg
Lýsa 1.031 kg
Langa 562 kg
Skötuselur 352 kg
Stórkjafta / Öfugkjafta 331 kg
Langlúra 231 kg
Steinbítur 115 kg
Skata 95 kg
Blálanga 90 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 35 kg
Keila 26 kg
Samtals 16.257 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.1.20 325,28 kr/kg
Þorskur, slægður 28.1.20 424,40 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.1.20 268,92 kr/kg
Ýsa, slægð 28.1.20 257,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.1.20 126,45 kr/kg
Ufsi, slægður 28.1.20 199,43 kr/kg
Djúpkarfi 4.12.19 156,00 kr/kg
Gullkarfi 28.1.20 239,47 kr/kg
Litli karfi 28.1.20 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 28.1.20 196,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.1.20 Bergur Sterki HU-017 Lína
Þorskur 2.108 kg
Ýsa 893 kg
Lýsa 45 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 3.072 kg
28.1.20 Bergey VE-144 Botnvarpa
Ýsa 9.190 kg
Þorskur 2.547 kg
Karfi / Gullkarfi 1.652 kg
Lýsa 1.031 kg
Langa 562 kg
Skötuselur 352 kg
Stórkjafta / Öfugkjafta 331 kg
Langlúra 231 kg
Steinbítur 115 kg
Skata 95 kg
Blálanga 90 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 35 kg
Keila 26 kg
Samtals 16.257 kg

Skoða allar landanir »