Má ekki líta á breytingarnar sem ógn

Sjálfvirkur armur raðar flökum í öskju í verksmiðju Vísis í …
Sjálfvirkur armur raðar flökum í öskju í verksmiðju Vísis í Grindavík. Framtíðin í nýtingu tækni í sjávarútvegi er heldur betur spennandi. Ljósmynd/Marel

Þegar litið er yfir framfarirnar undanfarna áratugi blasir við hve risastór bylting hefur orðið í allri tækni tengdri veiðum og vinnslu á fiski. Þökk sé stöðugri nýsköpun hefur tekist að bæta afköst, auka gæði og hlífa starfsfólki við erfiðustu, einhæfustu og mest slítandi handtökunum. Þróunin er enn á fleygiferð og líður varla sá ársfjórðungur að ekki sé kynnt til sögunnar ný og enn betri lausn af einhverjum toga.

Marel hefur verið í fararbroddi á heimsvísu í hátæknilausnum, heildarkerfum og hugbúnaði, og með lausnum sínum og þjónustu leikið stórt hlutverk í tæknivæðingu íslensks sjávarútvegs. Árlega beinir fyrirtækið um 6% tekna í fjárfestingu í nýsköpun og því eðlilegt að leita þangað til að fá hugmynd um hvernig framtíðin kann að verða; hvaða áskoranir og tækifæri eru handan við hornið og hvar áherslurnar ættu að liggja.

Ný störf og nýjar kröfur

Sigurður Ólason, framkvæmdastjóri fiskiðnar Marel, hélt áhugavert erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni í nóvember á málstofu þar sem umræðuefnið var þróun sjávarútvegs á næstu 20 árum. Hann segir að vissulega séu spennandi tímar framundan en að árangurinn muni ekki nást af sjálfu sér heldur muni hann hvíla á vandaðri ákvarðanatöku og réttum áherslum. „Þetta er áskorun sem varðar alla hagaðila; jafnt atvinnulíf, menntakerfið og stjórnmálin.“

Sigurður dregur upp mynd af því hversu róttækar breytingar kunna að vera framundan og nefnir sem dæmi að því sé spáð að þegar börnin sem í dag eru í grunnskóla koma út á vinnumarkaðinn þá muni í kringum 65% þeirra fást við störf sem eru hreinlega ekki til í dag. „Þá getum við vænst þess að efnahagslegt og pólitískt landslag heimsins muni taka breytingum og þungamiðjan færast lengra til austurs,“ segir hann.

Sigurður Ólason, framkvæmdastjóri fiskiðnar hjá Marel.
Sigurður Ólason, framkvæmdastjóri fiskiðnar hjá Marel.

Síðast en ekki síst mun þurfa að metta miklu fleiri munna um miðja þessa öld. „Íbúafjöldi jarðar er í dag um 7 milljarðar manna og árið 2050 nálgast mannkynið 10 milljarða markið. Nýsköpun verður algjört lykilatriði ef á að tryggja nóg af fæðu. Á sama tíma gerir ört stækkandi hlutfall neytenda kröfu um að matvæli séu örugg, holl, hagkvæm, rekjanleg og framleidd á sjálfbæran hátt.“

Tæknin tekur völdin

Þegar er farið að glitta í framfarirnar sem verða á komandi áratugum. Fjórða iðnbyltingin er brostin á og róbótar komnir til starfa í íslenskum fiskvinnslum á sama tíma og gervigreind nýtir myndavélar og röntgentæki til að tegundagreina fiskinn, stærðarmæla hann og koma auga á bein og skemmdir. „Við erum að fikra okkur í átt að vinnslu þar sem við færum gervigreind meira vald til ákvarðanatöku m.a. með það fyrir augum að bæta nýtingu og brúa betur bilið á milli hráefnisframleiðslu, markaðar og neytanda,“ segir Sigurður. „Þá munu róbotar verða enn meira áberandi í matvælaframleiðslu rétt eins og öllum öðrum iðnaði. Í dag eru um 2,3 milljónir róbota í notkun á heimsvísu en verða orðnir 20 milljón talsins strax árið 2030, og nýttir í sjávarútvegi til að leysaf af hendi einhæf og erfið störf.“

Sigurður segir ekki annað hægt en að horfast í augu við þá staðreynd að á sviðum eins og sjávarútvegi munu störf hverfa, en önnur og allt öðruvísi störf verða til í staðinn. „Það er þar sem kemur m.a. til kasta atvinnulífsins, menntakerfisins og stjórnvalda, og þörfin fyrir heildstæða nálgun blasir við. Manna þarf ný tæknistörf sem nauðsynleg eru til að stýra tækjum og hugbúnaði sem halda vinnslum gangandi,“ útskýrir Sigurður og bætir við að það væri ekki heillavænlegt ef samfélagið liti á þessa þróun sem ógn. „Þvert á móti er um risavaxið tækifæri að ræða, og óhjákvæmilegt að stíga þessi skref ef við ætlum ekki að dragast aftur úr í samkeppninni við önnur lönd.“

Viðtalið var birt í ViðskiptaMogganum 11. desember.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »