„Fimm sólarhringar á flótta undan veðri“

Óveðrið truflaði veiðar Blængs NK verulega. Engu að síður mun …
Óveðrið truflaði veiðar Blængs NK verulega. Engu að síður mun 2019 verða afkastamesta ár togarans. Ljósmynd/Hákon Seljan

Síðasta löndun frystitogarans Blængs NK á þessu ári fer nú fram í Neskaupsstað. Aflinn í veiðiferðinni var rúmlega 900 tonn en skipið millilandaði 520 tonnum þann 28. nóvember og nam heildarverðmæti aflans í veiðiferðinni 282 milljónir króna, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar.

Þar segir að Bjarni Ólafur Hjálmarsson hafi verið skipstjóri fyrri hluta veiðiferðarinnar og Theodór Haraldsson síðari hlutann. „Þetta gekk alls ekki vel. Síðari hlutinn var 19 dagar og þar af fóru fimm sólarhringar í keyrslu og flótta undan veðri. Við lágum í sólarhring í vari undir Grænuhlíð og í höfn í Hafnarfirði vorum við í tvo sólarhringa. Þetta var stanslaus bölvaður flótti,“ er haft eftir Theodóri.

„Við reyndum fyrst við ufsa úti fyrir Norðurlandi og síðan á Halamiðum. Síðustu dagana var svo farið í karfa. Við veiddum gullkarfa á Jökultungunni og það gekk þokkalega, en síðan var farið í djúpkarfa í Skerjadýpi og Grindavíkurdýpi en það gekk ekki nógu vel. Almennt má segja að þessi hluti veiðiferðarinnar hafi einkennst af brælu og flótta undan veðri en á móti kemur að það var blíða í fyrri hluta hennar,“ segir Theodór.

Þrátt fyrir erfiði mun árið 2019 verða langbesta ár Blængs bæði hvað varðar aflamagn og aflaverðmæti. Þá hefur aflinn á almanaksárinu tæplega 7.100 tonn og verðmæti hans 2,1 milljarðar króna.

Fram kemur á vef Síldarvinnslunnar að skipstjórarnir á Blængi séu afar ánægðir með árið, „en þeir benda á að þetta sé fyrsta heila árið sem Blængur er gerður út. Einhverjar frátafir frá veiðum hafa einkennt fyrri ár vegna framkvæmda við skipið. Fullvíst má telja að afli Blængs á árinu sé mesti ársafli austfirsks togara.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »